Hundrað ára minkabani Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. janúar 2019 20:00 Þeim Íslendingum sem ná hundrað ára aldri fjölgar og fjölgar en um áramótin voru um fimmtíu landsmenn hundrað ára og eldri á lífi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Í þessum mánuði verða þrír Íslendingar hundrað ára, meðal annars Kristrún Sigurfinnsdóttir frá Efsta Dal í Bláskógabyggð sem hélt upp á afmælið sitt í vikunni. Hún er mikill minkabani og náttúrubarn. Það var tilefni til að flagga við hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði fimmtudaginn 3. janúar því 100 ára afmæli Kristrúnar var fagnað þann dag. Fjölmenni mætti í veisluna og kór sveitarinnar hennar, Kór Miðdalskirkju söng nokkur lög. Af þeim fimmtíu Íslendingum sem eru 100 ára eða eldri eru 12 karlar og 38 konur. Jensína Andrésdóttir í Reykjavík er elsti Íslendingurinn, 109 ára og Lárus Sigfússon í Reykjavík er nú elstur karla, 103 ára. En aftur að Kristrúnu sem er sveitakona í húð og hár enda dáir hún að klappa kisunum á Ási, hér er það kötturinn Jenni. „Hennar líf og yndi var að vera úti í náttúrunni enda er hún sveitakona í húð og hár. Hún fór alltaf upp í fjall og týndi ber á haustin og það eru ekki mörg ár síðan að hún hætti að veiða fisk í net og svo var hún óskaplega mikill minkabani, ég held að hún sé búin að veiða yfir sextíu minka, það er mikið búið að hlægja og skemmta sér yfir þessu,“ segir Jóna Gestsdóttir, ein af tengdadætrum Kristrúnar.Kristrún hefur drepið marga minka í gegnum árin, hér er hún með einn þeirra.En heldur Jóna að Kristrún hafi átt von á því að verða svona gömul? „Nei, ég hugsa nú ekki en hún hefur lúmskt gaman af því.“ Kristrún fór síðasta á hestbak þegar hún var níræð en hún hafði alltaf gaman af því að fara á bak í Efsta Dal. Þá fannst henni frábært að fara á snjósleða. Kristrún var hálf feiminn og vildi ekki tjá sig neitt í 100 ára afmælinu, enda skildi hún ekkert í þessu tilstandi og hvað þá að sjá alla sveitunga sína mætta í 100 ára afmæli hennar.Kristrún í 100 ára afmælisdeginum sínum 3. janúar með heillaóskaskeyti frá Forseta Íslands. Bláskógabyggð Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Þeim Íslendingum sem ná hundrað ára aldri fjölgar og fjölgar en um áramótin voru um fimmtíu landsmenn hundrað ára og eldri á lífi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Í þessum mánuði verða þrír Íslendingar hundrað ára, meðal annars Kristrún Sigurfinnsdóttir frá Efsta Dal í Bláskógabyggð sem hélt upp á afmælið sitt í vikunni. Hún er mikill minkabani og náttúrubarn. Það var tilefni til að flagga við hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði fimmtudaginn 3. janúar því 100 ára afmæli Kristrúnar var fagnað þann dag. Fjölmenni mætti í veisluna og kór sveitarinnar hennar, Kór Miðdalskirkju söng nokkur lög. Af þeim fimmtíu Íslendingum sem eru 100 ára eða eldri eru 12 karlar og 38 konur. Jensína Andrésdóttir í Reykjavík er elsti Íslendingurinn, 109 ára og Lárus Sigfússon í Reykjavík er nú elstur karla, 103 ára. En aftur að Kristrúnu sem er sveitakona í húð og hár enda dáir hún að klappa kisunum á Ási, hér er það kötturinn Jenni. „Hennar líf og yndi var að vera úti í náttúrunni enda er hún sveitakona í húð og hár. Hún fór alltaf upp í fjall og týndi ber á haustin og það eru ekki mörg ár síðan að hún hætti að veiða fisk í net og svo var hún óskaplega mikill minkabani, ég held að hún sé búin að veiða yfir sextíu minka, það er mikið búið að hlægja og skemmta sér yfir þessu,“ segir Jóna Gestsdóttir, ein af tengdadætrum Kristrúnar.Kristrún hefur drepið marga minka í gegnum árin, hér er hún með einn þeirra.En heldur Jóna að Kristrún hafi átt von á því að verða svona gömul? „Nei, ég hugsa nú ekki en hún hefur lúmskt gaman af því.“ Kristrún fór síðasta á hestbak þegar hún var níræð en hún hafði alltaf gaman af því að fara á bak í Efsta Dal. Þá fannst henni frábært að fara á snjósleða. Kristrún var hálf feiminn og vildi ekki tjá sig neitt í 100 ára afmælinu, enda skildi hún ekkert í þessu tilstandi og hvað þá að sjá alla sveitunga sína mætta í 100 ára afmæli hennar.Kristrún í 100 ára afmælisdeginum sínum 3. janúar með heillaóskaskeyti frá Forseta Íslands.
Bláskógabyggð Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira