Kæru Vigdísar til sýslumanns vísað frá Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. febrúar 2019 11:20 Vigdís ætlar að kæra frávísun sýslumanns til dómsmálaráðuneytisins. Vísir/vilhelm Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins vegna borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor hefur verið vísað frá. Vigdís greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segist ætla að kæra niðurstöðu sýslumannsins til dómsmálaráðuneytisins. Kæra Vigdísar kom til eftir að Persónuvernd úrskurðaði að ekki hefði verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Telur Vigdís þetta tvímælalaust ígildi þess að kosningarnar séu þar með ómarktækar og kærði þær því til sýslumanns sem nú hefur vísað málinu frá. „Hann bendir mér einnig á það hvaða leiðir eru færar fyrir mig næst,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. „Ég get kært málið til dómsmálaráðuneytisins og ég hef þegar tekið ákvörðun um að gera það. Ég ætla að tæma allar kæruleiðir innanlands.“ Hún telur að málið geti verið fordæmisgefandi og geti leitt til breytingar á kosningalöggjöfinni sem hún telur gallaða en kærufrestur vegna kosninga er einungis sjö dagar. Kæra hennar barst sýslumanni mörgum mánuðum eftir kærufrestinn. „Ég gæti alveg trúað því að þetta mál gæti orðið fordæmisgefandi með þeim hætti að kosningalögum verði breytt á þann hátt að ef upp kemur kosningasvindl verði rýmri tími til að kæra kosningarnar.“ Hún útilokar ekki að leita utan landsteinanna ef ekkert kemur úr kærunni til dómsmálaráðuneytisins. Það er Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sem fer með kosningaeftirlit. Stofnunin hefur þegar sagt að hún muni ekki fjalla um málið. „þó að það hafi komið fram hjá einhverjum blaðafulltrúa þarna að þau munu ekki gefa út nein álit í málinu þá verð ég náttúrulega að láta reyna á það og jafnframt lýsa þann aðila sem fer fyrir því eftirliti vanhæfan þar sem að hann er fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og tilheyrir Samfylkingunni,“ segir Vigdís og á þar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem er framkvæmdastjóri lýðræðis og mannréttindastofnunar ÖSE. Vigdís ræddi um kæruna í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í liðinni viku og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð 12:00 Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins vegna borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor hefur verið vísað frá. Vigdís greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segist ætla að kæra niðurstöðu sýslumannsins til dómsmálaráðuneytisins. Kæra Vigdísar kom til eftir að Persónuvernd úrskurðaði að ekki hefði verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Telur Vigdís þetta tvímælalaust ígildi þess að kosningarnar séu þar með ómarktækar og kærði þær því til sýslumanns sem nú hefur vísað málinu frá. „Hann bendir mér einnig á það hvaða leiðir eru færar fyrir mig næst,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. „Ég get kært málið til dómsmálaráðuneytisins og ég hef þegar tekið ákvörðun um að gera það. Ég ætla að tæma allar kæruleiðir innanlands.“ Hún telur að málið geti verið fordæmisgefandi og geti leitt til breytingar á kosningalöggjöfinni sem hún telur gallaða en kærufrestur vegna kosninga er einungis sjö dagar. Kæra hennar barst sýslumanni mörgum mánuðum eftir kærufrestinn. „Ég gæti alveg trúað því að þetta mál gæti orðið fordæmisgefandi með þeim hætti að kosningalögum verði breytt á þann hátt að ef upp kemur kosningasvindl verði rýmri tími til að kæra kosningarnar.“ Hún útilokar ekki að leita utan landsteinanna ef ekkert kemur úr kærunni til dómsmálaráðuneytisins. Það er Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sem fer með kosningaeftirlit. Stofnunin hefur þegar sagt að hún muni ekki fjalla um málið. „þó að það hafi komið fram hjá einhverjum blaðafulltrúa þarna að þau munu ekki gefa út nein álit í málinu þá verð ég náttúrulega að láta reyna á það og jafnframt lýsa þann aðila sem fer fyrir því eftirliti vanhæfan þar sem að hann er fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og tilheyrir Samfylkingunni,“ segir Vigdís og á þar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem er framkvæmdastjóri lýðræðis og mannréttindastofnunar ÖSE. Vigdís ræddi um kæruna í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í liðinni viku og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð 12:00
Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35