Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 12:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Á fundi borgarstjórnar sem hófst klukkan tólf fer fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 og umræða um fimm ára áætlun borgarinnar fyrir árin 2020-2024. Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna eftir fjármagnsliði. Þá er gert ráð fyrir tæpum 20 milljörðum í fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2020. Í máli Dags B. Eggertssonar á fundi borgarstjórnar kom fram að áætlunin taki mið af því að hægst hafi á í hagkerfinu og að enn eigi eftir að ljúka við gerð kjarasamninga. „Að undanförnu hefur verið samdráttur í efnahagslífinu. Það krefst þess að við séum enn betur á varðbergi gagnvart efnahagsumhverfinu. Við mætum samdrætti með traustri fjármálastjórn, hóflegri hagræðingarkröfu og metnaðarfullri fjárfestingaráætlun borgarsjóðs og borgarfyrirtækja“ er haft eftir Degi í tilkynningu. Þá sagði Dagur í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar að „gjaldskrár verði áfram lágar og útsvar óbreytt.“ Að því er fram kemur í tilkynningu borgarinnar gerir áætlunin ráð fyrir góðri afkomu af samstæðu borgarinnar á næstu árum. Henni tilheyra B-hluta fyrirtæki borgarinnar á borð við Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, Félagsbústaði og malbikunarstöðin Höfði. Framlegð samstæðunnar er áætluð hátt í 22% á næsta ári en í fimm ára áætlun er gert ráð fyrir að framlegð hækki í ríflega 24%. Í fyrra var skuldaviðmið samstæðunnar 73% en reglur gera ráð fyrir að skuldaviðmið samstæðu sveitarfélaga séu innan við 150%. Meðal þeirra fjárfestinga sem gert er ráð fyrir í áætlun næsta árs eru sundlaug og íþrótta- og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal, íþróttahöll og frjálsíþróttasvæði í suður-Mjódd og endurgerð á Hlemmtorgi. „Reykjavík er í örum vexti og eru ný íbúðahverfi að rísa í Vogabyggð, Hlíðarenda og við Leirtjörn í Úlfarsárdal. Þá verður stórauknu fjármagni veitt til skólaþróunar á grundvelli nýrrar menntastefnu auk þess sem aukin verkefni á sviði velferðar koma til framkvæmda, svo sem ný búsetuúrræði, innleiðing NPA og nýtt stuðningsnet í þjónustu við börn og fjölskyldur. Auknu fé verður veitt til viðhalds gatna og hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Grænar áherslur eru ríkjandi í fjárfestingaráformum borgarinnar og loftslagsmál í forgrunni í áætlunum hennar um Borgarlínu og uppbyggingu í nágrenni við legustæði hennar,“ segir enn fremur í tilkynningu borgarinnar. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar sem hófst klukkan tólf fer fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 og umræða um fimm ára áætlun borgarinnar fyrir árin 2020-2024. Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna eftir fjármagnsliði. Þá er gert ráð fyrir tæpum 20 milljörðum í fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2020. Í máli Dags B. Eggertssonar á fundi borgarstjórnar kom fram að áætlunin taki mið af því að hægst hafi á í hagkerfinu og að enn eigi eftir að ljúka við gerð kjarasamninga. „Að undanförnu hefur verið samdráttur í efnahagslífinu. Það krefst þess að við séum enn betur á varðbergi gagnvart efnahagsumhverfinu. Við mætum samdrætti með traustri fjármálastjórn, hóflegri hagræðingarkröfu og metnaðarfullri fjárfestingaráætlun borgarsjóðs og borgarfyrirtækja“ er haft eftir Degi í tilkynningu. Þá sagði Dagur í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar að „gjaldskrár verði áfram lágar og útsvar óbreytt.“ Að því er fram kemur í tilkynningu borgarinnar gerir áætlunin ráð fyrir góðri afkomu af samstæðu borgarinnar á næstu árum. Henni tilheyra B-hluta fyrirtæki borgarinnar á borð við Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, Félagsbústaði og malbikunarstöðin Höfði. Framlegð samstæðunnar er áætluð hátt í 22% á næsta ári en í fimm ára áætlun er gert ráð fyrir að framlegð hækki í ríflega 24%. Í fyrra var skuldaviðmið samstæðunnar 73% en reglur gera ráð fyrir að skuldaviðmið samstæðu sveitarfélaga séu innan við 150%. Meðal þeirra fjárfestinga sem gert er ráð fyrir í áætlun næsta árs eru sundlaug og íþrótta- og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal, íþróttahöll og frjálsíþróttasvæði í suður-Mjódd og endurgerð á Hlemmtorgi. „Reykjavík er í örum vexti og eru ný íbúðahverfi að rísa í Vogabyggð, Hlíðarenda og við Leirtjörn í Úlfarsárdal. Þá verður stórauknu fjármagni veitt til skólaþróunar á grundvelli nýrrar menntastefnu auk þess sem aukin verkefni á sviði velferðar koma til framkvæmda, svo sem ný búsetuúrræði, innleiðing NPA og nýtt stuðningsnet í þjónustu við börn og fjölskyldur. Auknu fé verður veitt til viðhalds gatna og hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Grænar áherslur eru ríkjandi í fjárfestingaráformum borgarinnar og loftslagsmál í forgrunni í áætlunum hennar um Borgarlínu og uppbyggingu í nágrenni við legustæði hennar,“ segir enn fremur í tilkynningu borgarinnar.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent