Messi hefur valdið sjálfum sér vonbrigðum á Copa America Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 14:00 Lionel Messi. Getty/ Bruna Prado Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins, er þessa dagana að elta langþráðan titil með argentínska landsliðinu, en hefur samt ekki verið allt of sannfærandi á Copa America. Hann viðurkennir það meira að segja sjálfur í viðtölum við fjölmiðla. Argentínska landsliðið hefur spilað fjóra leiki í Suðurameríkukeppninni í Brasilíu en sigrar í tveimur síðustu leikjum hafa nægt liðinu til að komast í undanúrslit keppninnar. Liðið fékk aðeins eitt stig í fyrstu tveimur leikjunum en rétt skreið inn í átta liða úrslitin með sigri í síðasta leik. Messi er bara með eitt mark í þessum fjórum leikjum og hefur enn ekki náð því að leggja upp mark fyrir félaga sína í liðinu. Þetta eru frekar óvenjulegar tölur hjá þessum magnaða leikmanni.Lionel Messi: "The truth is that it's not been my best Copa America, not what I expected." pic.twitter.com/HraIWG8mO6 — Goal (@goal) June 29, 2019„Þetta er ekki mín besta Copa America. Ég er ekki að spila eins vel og ég vonaðist eftir,“ sagði Lionel Messi eftir sigurinn á Venesúela í átta liða úrslitunum. „Það mikilvægasta er að við unnum leikinn,“ sagði Lionel Messi en þeir Lautaro Martinez og Giovani Lo Celso skoruðu mörk liðsins í 2-0 sigri. Eina mark Messi á mótinu kom í 1-1 jafnteflisleik á móti Paragvæ og markið skoraði hann úr vítaspyrnu. Sigur Argentínumanna þýðir að liðið tryggði sér undanúrslitaleik á móti heimamönnum í Brasilíu. Argentínskir blaðamenn hafa líka verið vonsviknir þegar kemur að frammistöðu besta leikmanns liðsins.Lionel Messi makes Copa America admission ahead of blockbuster semi-final with Brazilhttps://t.co/LfoHhwskR4pic.twitter.com/FCYOvyGnRx — Mirror Football (@MirrorFootball) June 30, 2019„Framlag Messi inn á vellinum er lífsnauðsynlegt fyrir liðið. Ef þið gætuð síðan séð hvað hann gefur mikið af sér í búningsklefanum þá myndu þið örugglega sjá þetta öðruvísi. Ég fullvissa ykkur um að það er frábært að hafa hann hérna,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu. „Það er eina sem hægt er að segja um Leo er að hann er besti knattspyrnumaður heims,“ bætti Scaloni við. Lionel Messi hefur alls skorað 68 mörk og gefið 43 stoðsendingar í 134 leikjum fyrir argentínska landsliðið. Hann er langmarkahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi og er jafnframt í þriðja sætið yfir þá leikjahæstu á eftir Javier Mascherano (147 leikir) og Javier Zanetti (143). Fótbolti Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins, er þessa dagana að elta langþráðan titil með argentínska landsliðinu, en hefur samt ekki verið allt of sannfærandi á Copa America. Hann viðurkennir það meira að segja sjálfur í viðtölum við fjölmiðla. Argentínska landsliðið hefur spilað fjóra leiki í Suðurameríkukeppninni í Brasilíu en sigrar í tveimur síðustu leikjum hafa nægt liðinu til að komast í undanúrslit keppninnar. Liðið fékk aðeins eitt stig í fyrstu tveimur leikjunum en rétt skreið inn í átta liða úrslitin með sigri í síðasta leik. Messi er bara með eitt mark í þessum fjórum leikjum og hefur enn ekki náð því að leggja upp mark fyrir félaga sína í liðinu. Þetta eru frekar óvenjulegar tölur hjá þessum magnaða leikmanni.Lionel Messi: "The truth is that it's not been my best Copa America, not what I expected." pic.twitter.com/HraIWG8mO6 — Goal (@goal) June 29, 2019„Þetta er ekki mín besta Copa America. Ég er ekki að spila eins vel og ég vonaðist eftir,“ sagði Lionel Messi eftir sigurinn á Venesúela í átta liða úrslitunum. „Það mikilvægasta er að við unnum leikinn,“ sagði Lionel Messi en þeir Lautaro Martinez og Giovani Lo Celso skoruðu mörk liðsins í 2-0 sigri. Eina mark Messi á mótinu kom í 1-1 jafnteflisleik á móti Paragvæ og markið skoraði hann úr vítaspyrnu. Sigur Argentínumanna þýðir að liðið tryggði sér undanúrslitaleik á móti heimamönnum í Brasilíu. Argentínskir blaðamenn hafa líka verið vonsviknir þegar kemur að frammistöðu besta leikmanns liðsins.Lionel Messi makes Copa America admission ahead of blockbuster semi-final with Brazilhttps://t.co/LfoHhwskR4pic.twitter.com/FCYOvyGnRx — Mirror Football (@MirrorFootball) June 30, 2019„Framlag Messi inn á vellinum er lífsnauðsynlegt fyrir liðið. Ef þið gætuð síðan séð hvað hann gefur mikið af sér í búningsklefanum þá myndu þið örugglega sjá þetta öðruvísi. Ég fullvissa ykkur um að það er frábært að hafa hann hérna,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu. „Það er eina sem hægt er að segja um Leo er að hann er besti knattspyrnumaður heims,“ bætti Scaloni við. Lionel Messi hefur alls skorað 68 mörk og gefið 43 stoðsendingar í 134 leikjum fyrir argentínska landsliðið. Hann er langmarkahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi og er jafnframt í þriðja sætið yfir þá leikjahæstu á eftir Javier Mascherano (147 leikir) og Javier Zanetti (143).
Fótbolti Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti