Unglingum í Liverpool boðnar háar fjárhæðir fyrir hnífaárásir Sylvía Hall skrifar 17. júní 2019 08:45 Frá vettvangi stunguárásar. Vísir/Getty Í BBC-hlaðvarpinu Beyond Today kom fram að unglingum í Liverpool hefur verið boðið allt að þúsund pund gegn því að stinga önnur ungmenni. Koma tilboðin mestmegnis frá foringjum glæpahringja sem vilja forðast að framkvæma sjálfir árásirnar. BBC greinir frá. Upphæðin samsvarar um það bil 160 þúsund íslenskum krónum og hafa ásakanirnar um þessa háttsemi verið tengdar við að minnsta kosti eina nýlega hnífaárás í borginni. Lögreglan í Merseyside segist vera meðvituð um að skipulagðir glæpahringir væru að nota ofbeldi til þess að leysa deilur.Sjá einnig: Tveir unglingar myrtir með tólf mínútna millibili í London Í yfirlýsingu frá lögreglu var ásökununum ekki beinlínis svarað en þó var tekið fram að slíkir glæpahringir hefðu orð á sér fyrir að misnota ungt og viðkvæmt fólk til þess að selja eiturlyf og fá það til þess að fremja ofbeldisverk. Unglingarnir sem komu fram í hlaðvarpinu sögðust einnig þekkja dæmi þess að fólk færi og fylgdist með slagsmálum þar sem hnífar væru notaðir. Slagsmálin væru skipulögð í þeim tilgangi að útkljá ósætti manna á milli. Yfir 22 þúsund glæpir tengdir hnífum voru skráðir hjá lögreglunni í Bretlandi á síðasta ári og var ein mesta fjölgun slíkra glæpa í umdæmi lögreglunnar í Merseyside, um það bil 35 prósent. Voru atvik tengd hnífaglæpum rúmlega tólf hundruð í umdæminu á síðasta ári. Bretland England Tengdar fréttir Hnífaæði meðal breskra unglinga Sífellt fleiri breskir unglingar ganga nú um vopnaðir hnífum og hafa þarlend yfirvöld látið í ljós áhyggjur af þróuninni. 2. júní 2009 07:14 Vilja málmleitarhlið í alla skóla í London Hnífaárásir tíðar í borginni. 3. maí 2017 23:11 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Í BBC-hlaðvarpinu Beyond Today kom fram að unglingum í Liverpool hefur verið boðið allt að þúsund pund gegn því að stinga önnur ungmenni. Koma tilboðin mestmegnis frá foringjum glæpahringja sem vilja forðast að framkvæma sjálfir árásirnar. BBC greinir frá. Upphæðin samsvarar um það bil 160 þúsund íslenskum krónum og hafa ásakanirnar um þessa háttsemi verið tengdar við að minnsta kosti eina nýlega hnífaárás í borginni. Lögreglan í Merseyside segist vera meðvituð um að skipulagðir glæpahringir væru að nota ofbeldi til þess að leysa deilur.Sjá einnig: Tveir unglingar myrtir með tólf mínútna millibili í London Í yfirlýsingu frá lögreglu var ásökununum ekki beinlínis svarað en þó var tekið fram að slíkir glæpahringir hefðu orð á sér fyrir að misnota ungt og viðkvæmt fólk til þess að selja eiturlyf og fá það til þess að fremja ofbeldisverk. Unglingarnir sem komu fram í hlaðvarpinu sögðust einnig þekkja dæmi þess að fólk færi og fylgdist með slagsmálum þar sem hnífar væru notaðir. Slagsmálin væru skipulögð í þeim tilgangi að útkljá ósætti manna á milli. Yfir 22 þúsund glæpir tengdir hnífum voru skráðir hjá lögreglunni í Bretlandi á síðasta ári og var ein mesta fjölgun slíkra glæpa í umdæmi lögreglunnar í Merseyside, um það bil 35 prósent. Voru atvik tengd hnífaglæpum rúmlega tólf hundruð í umdæminu á síðasta ári.
Bretland England Tengdar fréttir Hnífaæði meðal breskra unglinga Sífellt fleiri breskir unglingar ganga nú um vopnaðir hnífum og hafa þarlend yfirvöld látið í ljós áhyggjur af þróuninni. 2. júní 2009 07:14 Vilja málmleitarhlið í alla skóla í London Hnífaárásir tíðar í borginni. 3. maí 2017 23:11 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Hnífaæði meðal breskra unglinga Sífellt fleiri breskir unglingar ganga nú um vopnaðir hnífum og hafa þarlend yfirvöld látið í ljós áhyggjur af þróuninni. 2. júní 2009 07:14