Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2019 21:08 Mitch McConnell og Jon Stewart. Vísir/Getty Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé „svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. McConnell segir það engan vafa leika á því að sjóðurinn verði fullfjármagnaður. Stewart, sem best er þekktur fyrir miskunnarlaust háð sitt sem þáttastjórnandi the Daily Show á árum áður, hélt hjartnæma ræðu er hann kom fyrir þingnefnd í síðastu viku sem vakti gríðarlega athygli. Þar gagnrýndi hann þingmenn harðlega fyrir að draga lappirnar í því að samþykkja fjármögnun sjóðsins. Fjármagn sjóðsins rennur út á næsta ári og þarf bandaríska þingið að samþykkja frekari fjárveitingu svo sjóðurinn geti fjármagnað heilsugæslu fyrir þá sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001Sjá einnig:Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn"Your indifference cost these men and women their most valuable commodity: time." Jon Stewart receives a standing ovation from 9/11 first responders after slamming lawmakers for failing to fund programs providing healthcare to the first responders https://t.co/vSFOq11Wr5pic.twitter.com/BrAC3UfYMD — ABC News Politics (@ABCPolitics) June 11, 2019 Beindist reiði Stewart einkum að McConnell og sakaði Stewart leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni um að hafa tafið málið fram á síðustu stundu er þingið samþykkti síðast að fjármagna sjóðinn, árið 2015. Í viðtölum í bandarískum fjölmiðlum eftir ræðuna varaði Stewart McConnell við að draga málið, en báðar deildir Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja fjárveitinguna. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni, repúblikanar í öldungadeildinni.Í samtali við FOX í sagðist McConnellekki átta sig á því af hverju Stewart væri svona reiður út í sig og að eðlilegar skýringar væru á því af hverju málið tæki tíma.„Margt af því sem kemur frá þinginu gerist á lokametrinum. Við höfum aldrei skorast undan því að taka á málinu og það mun ekki gerast hér,“ sagði McConnell. „Ég skil ekki af hverju hann er svona pirraður. Við munum sjá um 9/11 sjóðinn.“Meðal þess sem Stewart gagnrýndi í eldræðu sinni var það sem hann sagði vera skort á áhuga þingmanna í garð þeirra sem þyrftu á sjóðnum að halda. Það sýndi sig í því að ekki hafi allir nefndarmenn mætt á fundinn þar sem málið var tekið fyrir og Stewart tók til máls. McConnell sagði af og frá að mæting á nefndarfundi gæfi vísbendingu um áhuga eða áhugaleysi þingmanna.„Það gerist mjög oft vegna þess að nefndarmenn eru með mörg járn í eldinum. Frá mínum bæjardyrum séð er eins og hann sé að reyna að vekja athygli á sér áður en hann fer í framboð,“ sagði McConnell og baunaði þar með til baka á Stewart. Bandaríkin Tengdar fréttir Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé „svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. McConnell segir það engan vafa leika á því að sjóðurinn verði fullfjármagnaður. Stewart, sem best er þekktur fyrir miskunnarlaust háð sitt sem þáttastjórnandi the Daily Show á árum áður, hélt hjartnæma ræðu er hann kom fyrir þingnefnd í síðastu viku sem vakti gríðarlega athygli. Þar gagnrýndi hann þingmenn harðlega fyrir að draga lappirnar í því að samþykkja fjármögnun sjóðsins. Fjármagn sjóðsins rennur út á næsta ári og þarf bandaríska þingið að samþykkja frekari fjárveitingu svo sjóðurinn geti fjármagnað heilsugæslu fyrir þá sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001Sjá einnig:Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn"Your indifference cost these men and women their most valuable commodity: time." Jon Stewart receives a standing ovation from 9/11 first responders after slamming lawmakers for failing to fund programs providing healthcare to the first responders https://t.co/vSFOq11Wr5pic.twitter.com/BrAC3UfYMD — ABC News Politics (@ABCPolitics) June 11, 2019 Beindist reiði Stewart einkum að McConnell og sakaði Stewart leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni um að hafa tafið málið fram á síðustu stundu er þingið samþykkti síðast að fjármagna sjóðinn, árið 2015. Í viðtölum í bandarískum fjölmiðlum eftir ræðuna varaði Stewart McConnell við að draga málið, en báðar deildir Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja fjárveitinguna. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni, repúblikanar í öldungadeildinni.Í samtali við FOX í sagðist McConnellekki átta sig á því af hverju Stewart væri svona reiður út í sig og að eðlilegar skýringar væru á því af hverju málið tæki tíma.„Margt af því sem kemur frá þinginu gerist á lokametrinum. Við höfum aldrei skorast undan því að taka á málinu og það mun ekki gerast hér,“ sagði McConnell. „Ég skil ekki af hverju hann er svona pirraður. Við munum sjá um 9/11 sjóðinn.“Meðal þess sem Stewart gagnrýndi í eldræðu sinni var það sem hann sagði vera skort á áhuga þingmanna í garð þeirra sem þyrftu á sjóðnum að halda. Það sýndi sig í því að ekki hafi allir nefndarmenn mætt á fundinn þar sem málið var tekið fyrir og Stewart tók til máls. McConnell sagði af og frá að mæting á nefndarfundi gæfi vísbendingu um áhuga eða áhugaleysi þingmanna.„Það gerist mjög oft vegna þess að nefndarmenn eru með mörg járn í eldinum. Frá mínum bæjardyrum séð er eins og hann sé að reyna að vekja athygli á sér áður en hann fer í framboð,“ sagði McConnell og baunaði þar með til baka á Stewart.
Bandaríkin Tengdar fréttir Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20