Vonar að stjórnvöld innleiði samþykktina Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júní 2019 07:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Á nýafstöðnu afmælisþingi ILO, eða Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, var samþykkt tímamótasamþykkt gegn ofbeldi og áreitni á vinnustað. Samþykktin er fyrsti alþjóðasamningur sinnar tegundar og markar mikil tímamót í baráttu gegn ofbeldi og áreitni á vinnustað. Unnið hafði verið að samþykktinni um árabil og var hún samþykkt af öllum löndum nema sjö þann 21. júní síðastliðinn. ASÍ, SA og ríkisstjórnin greiddu atkvæði með og er nú næsta skref að fá hana fullgilta hér á landi svo við verðum skuldbundin henni að alþjóðarétti. „Þetta er fyrsta alþjóðasamþykkt sinnar tegundar og þess vegna er þetta merkilegt plagg. Einnig er þetta eitthvað sem kemur eftir #metoo bylgjuna þannig að þetta er skilgreind afurð hennar og skiptir gífurlegu máli fyrir ríki sem eru kannski ekki með jafn þétta löggjöf og þar sem slíkt er ekki jafn viðurkennt og hér,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Í samþykktinni er mikil áhersla lögð á að horfa til framtíðar innan vinnuheimsins með „manneskjulegum augum“. Sterk áhersla er á að gera fólki kleift að njóta góðs af breytingum í heimi vinnunnar með því að styrkja stofnanir til að tryggja öryggi allra á vinnumarkaði. Drífa segir að hún vonist til og vænti þess að íslensk stjórnvöld innleiði samþykktina við fyrsta tækifæri. „Það væri afskaplega góður bragur ef Ísland myndi gera það og vera meðal þeirra fyrstu. Við eigum að taka frumkvæði í þessu og gera þetta mjög stolt og af virðingu. Við erum mjög ánægð með þetta og munum leggja fast að stjórnvöldum að staðfesta þessa samþykkt,“ segir Drífa. Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi MeToo Vinnumarkaður Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Á nýafstöðnu afmælisþingi ILO, eða Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, var samþykkt tímamótasamþykkt gegn ofbeldi og áreitni á vinnustað. Samþykktin er fyrsti alþjóðasamningur sinnar tegundar og markar mikil tímamót í baráttu gegn ofbeldi og áreitni á vinnustað. Unnið hafði verið að samþykktinni um árabil og var hún samþykkt af öllum löndum nema sjö þann 21. júní síðastliðinn. ASÍ, SA og ríkisstjórnin greiddu atkvæði með og er nú næsta skref að fá hana fullgilta hér á landi svo við verðum skuldbundin henni að alþjóðarétti. „Þetta er fyrsta alþjóðasamþykkt sinnar tegundar og þess vegna er þetta merkilegt plagg. Einnig er þetta eitthvað sem kemur eftir #metoo bylgjuna þannig að þetta er skilgreind afurð hennar og skiptir gífurlegu máli fyrir ríki sem eru kannski ekki með jafn þétta löggjöf og þar sem slíkt er ekki jafn viðurkennt og hér,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Í samþykktinni er mikil áhersla lögð á að horfa til framtíðar innan vinnuheimsins með „manneskjulegum augum“. Sterk áhersla er á að gera fólki kleift að njóta góðs af breytingum í heimi vinnunnar með því að styrkja stofnanir til að tryggja öryggi allra á vinnumarkaði. Drífa segir að hún vonist til og vænti þess að íslensk stjórnvöld innleiði samþykktina við fyrsta tækifæri. „Það væri afskaplega góður bragur ef Ísland myndi gera það og vera meðal þeirra fyrstu. Við eigum að taka frumkvæði í þessu og gera þetta mjög stolt og af virðingu. Við erum mjög ánægð með þetta og munum leggja fast að stjórnvöldum að staðfesta þessa samþykkt,“ segir Drífa.
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi MeToo Vinnumarkaður Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira