Bótaskylda Jóns Ársæls vegna Paradísarheimtar staðfest Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 18:17 Í þættinum sem um ræðir var talað við konu sem afplánaði dóm á Sogni. FBL/Ernir Bótaskylda Jóns Ársæls Þórðarsonar og Ríkissjónvarpsins gagnvart konu sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta Paradísarheimtar, þáttaraðar sem sýnd var á RÚV í vetur, hefur verið viðurkennd. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt frétt á vef RÚV er málið í sáttaferli en bæði lögmenn RÚV og konunnar verjast allra fregna af málinu og segja það vera á viðkvæmu stigi. Ekki er vitað hvaða kröfu konan gerir í málinu en forsvarsmenn Ríkisútvarpsins vildu ekki tjá sig um málið. Í þættinum sem um ræðir var talað við konu sem afplánaði dóm á Sogni. Hún var þrítug þegar þátturinn var tekinn upp og ræddi hún þar baráttu sína við fíkn og erfið uppvaxtarár. Þátturinn fékk mikla umfjöllun eftir að hann var sýndur og þótti umdeildur.Þættirnir oft sagðir dansa á línunni Þáttaröðin Paradísarheimt vakti mikla athygli fyrir viðkvæm og umdeild umfjöllunarefni á sínum tíma. Meðal annars var tekið viðtal við íslenska konu sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna og sagðist hún ekki kippa sér upp við það að vera kölluð nasisti. Var RÚV harðlega gagnrýnt fyrir að gefa slíkum skoðunum hljómgrunn í sjónvarpi. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði það koma skýrt fram í þeim þætti að sjónarmiðin væru alfarið viðmælandans. Markmið þáttarins væri að ljá fólki rödd sem hefði verið utangáttar í samfélaginu eða talið á jaðrinum. Þættinum var í tvígang frestað þar sem upphaflega átti að sýna hann á alþjóðlegum minningardegi um helförina. Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57 Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Bótaskylda Jóns Ársæls Þórðarsonar og Ríkissjónvarpsins gagnvart konu sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta Paradísarheimtar, þáttaraðar sem sýnd var á RÚV í vetur, hefur verið viðurkennd. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt frétt á vef RÚV er málið í sáttaferli en bæði lögmenn RÚV og konunnar verjast allra fregna af málinu og segja það vera á viðkvæmu stigi. Ekki er vitað hvaða kröfu konan gerir í málinu en forsvarsmenn Ríkisútvarpsins vildu ekki tjá sig um málið. Í þættinum sem um ræðir var talað við konu sem afplánaði dóm á Sogni. Hún var þrítug þegar þátturinn var tekinn upp og ræddi hún þar baráttu sína við fíkn og erfið uppvaxtarár. Þátturinn fékk mikla umfjöllun eftir að hann var sýndur og þótti umdeildur.Þættirnir oft sagðir dansa á línunni Þáttaröðin Paradísarheimt vakti mikla athygli fyrir viðkvæm og umdeild umfjöllunarefni á sínum tíma. Meðal annars var tekið viðtal við íslenska konu sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna og sagðist hún ekki kippa sér upp við það að vera kölluð nasisti. Var RÚV harðlega gagnrýnt fyrir að gefa slíkum skoðunum hljómgrunn í sjónvarpi. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði það koma skýrt fram í þeim þætti að sjónarmiðin væru alfarið viðmælandans. Markmið þáttarins væri að ljá fólki rödd sem hefði verið utangáttar í samfélaginu eða talið á jaðrinum. Þættinum var í tvígang frestað þar sem upphaflega átti að sýna hann á alþjóðlegum minningardegi um helförina.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57 Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57
Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00
RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30