Mauro Icardi ætlar að kæra Inter Milan fyrir mismunun. Hann vill fá 1,5 milljón evra í skaðabætur frá félaginu og endurheimta sæti sitt í aðalliðinu. ESPN greinir frá þessu í morgun.
Icardi segir að hann hafi ekki mátt taka þátt í auglýsingaherferðum og myndatökum félagsins, hann hafi verið neyddur til þess að æfa með varaliðinu eftir að hafa fengið að hita upp með aðalliðinu og þá hafi hann ekki fengið að vera með í sérstökum æfingum fyrir framherja.
Þá segist hann ekki vera með í hópspjalli liðsins á samfélagsmiðlum þar sem upplýsingum um æfingar er komið á framfæri, heldur fær hann sérstök skilaboð um hvernær hann eigi að mæta á æfingar.
Lögfræðingur Icardi segir að framherjinn sé að kæra til þess að komast aftur í liðið. Það að hann biðji um skaðabætur sé einfaldlega krafa í slíkum kærumálum, leikmaðurinn sjálfur hafi ekki beðið um skaðabæturnar.
Deilur Inter og Icardi hófust í janúar vegna samningaviðræðna.
Kærir Inter til að komast aftur í liðið
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn


Messi slær enn eitt metið
Fótbolti


„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn

Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“
Enski boltinn

