Fótbolti

Jón Guðni og félagar aftur á toppinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Guðni Fjóluson og félagar eru í baráttu við Ragnar Sigurðsson og Rostov um toppsæti rússnesku úrvalsdeildarinnar
Jón Guðni Fjóluson og félagar eru í baráttu við Ragnar Sigurðsson og Rostov um toppsæti rússnesku úrvalsdeildarinnar vísir/getty
Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Krasnodar þegar liðið endurheimti toppsæti rússnesku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Krasnodar vann 4-2 sigur á Ural á útivelli þar sem tvö mörk undir lokin tryggðu Krasnodar sigurinn.

Dimitri Skoptintsev hafði komið Krasnodar yfir snemma leiks en Yuri Bavin jafnaði metin fyrir Ural stuttu seinna. Ari kom gestunum svo aftur yfir áður en fyrri hálfleikur rann sitt skeiði.

Eftir að Othman El Kabir hafði jafnað fyrir Ural þá settu Daniil Utkin og Maciel Wanderson sitt hvort markið á tveggja mínútna kafla og tryggðu Krasnodar sigurinn.

Með sigrinum er Krasnodar komið í 17 stig í deildinni, jafn mörg og Rostov sem sat á toppi deildarinnar eftir gærdaginn. Krasnodar er hins vegar með mun betri markatölu og endurheimti því toppsætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×