Hyggjast hópfjármagna hof eftir framúrkeyrslu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. febrúar 2019 08:00 Ásatrúarfélaginu var úthlutuð lóð í Öskjuhlíð árið 2006 en tíu árum síðar hófust framkvæmdir. Svona var staðan í fyrradag. Fréttablaðið/Anton Brink Kostnaður við byggingu ásatrúarhofsins í Öskjuhlíð er kominn langt fram úr áætlun og skoðar félagið nú nýstárlegar leiðir til fjáröflunar fyrir lokasprett framkvæmdanna. Allsherjargoði segir hópfjármögnunarherferð í undirbúningi til að komast hjá skuldsetningu. Vonast er til að safna að minnsta kosti 18 milljónum króna með þessu móti. „Það er svo mikið af fólki búið að hafa samband og vill fá að vita hvort það geti styrkt þetta á einhvern hátt,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði spurður út í málið. „Við höfum verið að reyna að finna þessu farveg þannig að við séum ekki með betlistafinn heldur frekar að þetta sé eitthvað þar sem fólk er að fá eitthvað á móti,“ segir Hilmar Örn og segir að verið sé að hanna einhverja pakka sem bæði henta þeim sem gefa lítið og þeim sem hafa viljað gefa meira. Hópfjármögnunarsíður á borð við Karolina Fund bjóða velunnurum oft fríðindi eða eitthvað annað í staðinn fyrir styrkveitinguna. Ekki er búið að ákveða hvort Karolina Fund eða annar sambærilegur vettvangur verður fyrir valinu. „Við höfum verið að skoða alla möguleika. Maður vill geta gert þetta með ákveðinni reisn.“ Hingað til hefur verkefnið verið fjármagnað alfarið af félagsmönnum og því fé sem félagið hefur safnað. En Ásatrúarfélagið er ekki ónæmt fyrir hættunni á framúrkeyrslu í framkvæmdum, frekar en aðrir. „Við höfum lent í, eins og virðist vera með hverja einustu byggingu á Íslandi, að fara langt fram yfir áætlun. Upprunaleg áætlun upp á 127 milljónir er löngu sprungin,“ segir Hilmar Örn. Í dag áætlar hann að þurfi 270 milljónir til að klára verkið. Á lögréttufundi þann 12. desember kom fram að fjárhagsstaða félagsins væri betri nú en undanfarna mánuði og hægt hafi verið að standa við allar skuldbindingar félagsins og hofkostnað án þess að það bitni á félagsstarfseminni. Nokkuð sem Hilmar segir að sé góðu fólki að þakka. „Við höfum ekki enn þurft að taka bankalán og við viljum sjá hvað við getum lagt til sjálf og með þessu átaki. Upprunalega hugmyndin var að gera þetta skuldlaust og við þrjóskumst við enn þá.“ Hilmar segir bjartsýnustu spár gera ráð fyrir verklokum í desember, vonir standi þó til að koma félagsstarfinu inn í bygginguna í haust en smíði hvelfingar hofsins sé óvissuþáttur. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Trúmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Kostnaður við byggingu ásatrúarhofsins í Öskjuhlíð er kominn langt fram úr áætlun og skoðar félagið nú nýstárlegar leiðir til fjáröflunar fyrir lokasprett framkvæmdanna. Allsherjargoði segir hópfjármögnunarherferð í undirbúningi til að komast hjá skuldsetningu. Vonast er til að safna að minnsta kosti 18 milljónum króna með þessu móti. „Það er svo mikið af fólki búið að hafa samband og vill fá að vita hvort það geti styrkt þetta á einhvern hátt,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði spurður út í málið. „Við höfum verið að reyna að finna þessu farveg þannig að við séum ekki með betlistafinn heldur frekar að þetta sé eitthvað þar sem fólk er að fá eitthvað á móti,“ segir Hilmar Örn og segir að verið sé að hanna einhverja pakka sem bæði henta þeim sem gefa lítið og þeim sem hafa viljað gefa meira. Hópfjármögnunarsíður á borð við Karolina Fund bjóða velunnurum oft fríðindi eða eitthvað annað í staðinn fyrir styrkveitinguna. Ekki er búið að ákveða hvort Karolina Fund eða annar sambærilegur vettvangur verður fyrir valinu. „Við höfum verið að skoða alla möguleika. Maður vill geta gert þetta með ákveðinni reisn.“ Hingað til hefur verkefnið verið fjármagnað alfarið af félagsmönnum og því fé sem félagið hefur safnað. En Ásatrúarfélagið er ekki ónæmt fyrir hættunni á framúrkeyrslu í framkvæmdum, frekar en aðrir. „Við höfum lent í, eins og virðist vera með hverja einustu byggingu á Íslandi, að fara langt fram yfir áætlun. Upprunaleg áætlun upp á 127 milljónir er löngu sprungin,“ segir Hilmar Örn. Í dag áætlar hann að þurfi 270 milljónir til að klára verkið. Á lögréttufundi þann 12. desember kom fram að fjárhagsstaða félagsins væri betri nú en undanfarna mánuði og hægt hafi verið að standa við allar skuldbindingar félagsins og hofkostnað án þess að það bitni á félagsstarfseminni. Nokkuð sem Hilmar segir að sé góðu fólki að þakka. „Við höfum ekki enn þurft að taka bankalán og við viljum sjá hvað við getum lagt til sjálf og með þessu átaki. Upprunalega hugmyndin var að gera þetta skuldlaust og við þrjóskumst við enn þá.“ Hilmar segir bjartsýnustu spár gera ráð fyrir verklokum í desember, vonir standi þó til að koma félagsstarfinu inn í bygginguna í haust en smíði hvelfingar hofsins sé óvissuþáttur.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Trúmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira