Birta og Kamma verkefnastjórar hjá nýnefndum Grænvangi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2019 10:18 Kamma Thordarson og Birta Kristín Helgadóttir eru nýráðnir verkefnastjórar hjá Grænvangi. Stjórn Samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir hefur samþykkt að formlegt nafn vettvangsins verði eftirleiðis Grænvangur á íslensku, en Green by Iceland á ensku. Þá hefur Grænvangur ráðið tvo nýja verkefnastjóra til starfa. Haft er eftir Unni Brá Konráðsdóttur formanni stjórnar Grænvangs að gamla nafnið hafi ekki verið mjög þjált í daglegri notkun. Nýja nafnið hafi aftur á móti alla burði til að festa sig í sessi. Meðfram nafnabreytingunni hefur Kamma Thordarson verið ráðin verkefnisstjóri kynninga og Birta Kristín Helgadóttir verkefnisstjóri greininga frá og með 1. nóvember. Kamma útskrifaðist frá Sciences Po Paris með meistarapróf í annars vegar alþjóðasamskiptum með áherslu á orkumál og hins vegar blaða- og fréttamennsku. Hún stundaði einnig nám í kínversku við Kínverska háskólann í Hong Kong. Undanfarið ár hefur hún unnið á samskiptasviði Íslandsstofu þar sem hún hefur einkum sinnt verkefnum í vefgerð og samfélagsmiðlum. Hún hefur áður unnið hjá Iceland Encounter og Iceland Travel Assistance, auk þess að hafa sinnt starfsnámi hjá Sameinuðu þjóðunum. Birta Kristín er með M.Sc. próf í umhverfis- og orkuverkfræði með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa frá Háskóla Íslands. Í lokaverkefni sínu fjallaði hún um möguleg áhrif loftslagsbreytinga á vindorku á Íslandi og hlaut til þess styrk úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar. Undanfarin ár hefur hún starfað sem ráðgjafi á fagsviði endurnýjanlegrar orku hjá EFLU verkfræðistofu. Hennar helstu verkefni hafa verið á sviði vindorku og þá einkum við frumhönnun, verkefnastjórnun, stefnumótun, skipulag og umhverfismál. Hún situr í stjórn félagsins Konur í orkumálum og stundar að auki skíðaþjálfun hjá Skíðadeild Ármanns. Stofnfundur Grænvangs fór fram þann 19. september. Hlutverk hans er að efla samstarf atvinnulífs og stjórnvalda við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að kolefnishlutleysi árið 2040. Þá mun vettvangurinn einnig vinna með íslenskum fyrirtækjum að markaðssetningu grænna lausna á alþjóðamarkaði og styðja við orðspor Íslands sem leiðandi lands á sviði sjálfbærni. Umhverfismál Vistaskipti Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri N1 færir sig yfir í loftslagsmál og grænar lausnir Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. 13. ágúst 2019 15:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Stjórn Samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir hefur samþykkt að formlegt nafn vettvangsins verði eftirleiðis Grænvangur á íslensku, en Green by Iceland á ensku. Þá hefur Grænvangur ráðið tvo nýja verkefnastjóra til starfa. Haft er eftir Unni Brá Konráðsdóttur formanni stjórnar Grænvangs að gamla nafnið hafi ekki verið mjög þjált í daglegri notkun. Nýja nafnið hafi aftur á móti alla burði til að festa sig í sessi. Meðfram nafnabreytingunni hefur Kamma Thordarson verið ráðin verkefnisstjóri kynninga og Birta Kristín Helgadóttir verkefnisstjóri greininga frá og með 1. nóvember. Kamma útskrifaðist frá Sciences Po Paris með meistarapróf í annars vegar alþjóðasamskiptum með áherslu á orkumál og hins vegar blaða- og fréttamennsku. Hún stundaði einnig nám í kínversku við Kínverska háskólann í Hong Kong. Undanfarið ár hefur hún unnið á samskiptasviði Íslandsstofu þar sem hún hefur einkum sinnt verkefnum í vefgerð og samfélagsmiðlum. Hún hefur áður unnið hjá Iceland Encounter og Iceland Travel Assistance, auk þess að hafa sinnt starfsnámi hjá Sameinuðu þjóðunum. Birta Kristín er með M.Sc. próf í umhverfis- og orkuverkfræði með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa frá Háskóla Íslands. Í lokaverkefni sínu fjallaði hún um möguleg áhrif loftslagsbreytinga á vindorku á Íslandi og hlaut til þess styrk úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar. Undanfarin ár hefur hún starfað sem ráðgjafi á fagsviði endurnýjanlegrar orku hjá EFLU verkfræðistofu. Hennar helstu verkefni hafa verið á sviði vindorku og þá einkum við frumhönnun, verkefnastjórnun, stefnumótun, skipulag og umhverfismál. Hún situr í stjórn félagsins Konur í orkumálum og stundar að auki skíðaþjálfun hjá Skíðadeild Ármanns. Stofnfundur Grænvangs fór fram þann 19. september. Hlutverk hans er að efla samstarf atvinnulífs og stjórnvalda við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að kolefnishlutleysi árið 2040. Þá mun vettvangurinn einnig vinna með íslenskum fyrirtækjum að markaðssetningu grænna lausna á alþjóðamarkaði og styðja við orðspor Íslands sem leiðandi lands á sviði sjálfbærni.
Umhverfismál Vistaskipti Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri N1 færir sig yfir í loftslagsmál og grænar lausnir Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. 13. ágúst 2019 15:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri N1 færir sig yfir í loftslagsmál og grænar lausnir Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. 13. ágúst 2019 15:00