Fáklæddur ferðamaður í háskaleik við Skógafoss Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 11:43 Færsla Noru McMahon hefur vakið mikla athygli og umtal í Facebook-hópnum Iceland Q&A. Myndirnar af manninum sjást í skjáskoti af færslunni. Skjáskot/Facebook Erlendur ferðamaður vakti athygli fyrir einkar glæfralega hegðun við Skógafoss í gærkvöldi. Myndir náðust af manninum þar sem hann stendur fáklæddur við brún fossins. Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis sem varð vitni að atvikinu í gær segir að lítið hefði mátt út af bregða til að illa færi fyrir ferðamanninum. Nora McMahon birti fyrst myndir af atvikinu í Facebook-hópnum Iceland Q&A í gær. „Hvað sem þú gerir, þegar þú heimsækir Ísland, ekki vera þessi hálfviti,“ skrifar Nora við myndina. Myndum Noru var síðar deilt áfram í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar. Hátterni ferðamannsins vakti töluverða hneykslan í báðum hópum.Hér að neðan má sjá umræddar myndir á Instagram-reikningi McMahon. View this post on InstagramNext level assholery-I thought I was going to watch an idiot Instagram “influencer” die. We’re raising generations of narcissists who will do anything for a “like”. A post shared by Nora McMahon (@snora88) on Sep 9, 2019 at 12:51pm PDT Örlygur Örlygsson, sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Travice, var staddur við Skógafoss um sjöleytið í gær þegar ferðamaðurinn greip til uppátækisins. Örlygur segir í samtali við Vísi að honum hafi brugðið við að sjá manninn, sem var staddur við fossinn ásamt samferðafólki sínu. Fólkið virðist hafa komið að fossinum á bílaleigubíl og þá telur Örlygur að þau hafi öll verið bandarísk. „Hann stóð bara á brúninni. Ef það hefði verið smásteinn á brúninni þá hefði hann farið niður,“ segir Örlygur, sem vatt sér þvínæst upp að manninum og spurði hann út í háttalagið. Ætlunin hafi greinilega verið að ná spennandi myndum úr Íslandsferðalaginu. „Hann sagði að þetta skipti ekki máli því að lífið er allt áhætta. Ég gat ekkert sagt, var bara mjög hissa á þessu.“ Örlygur segir að maðurinn hafi komist klakklaust niður á jafnsléttu, þar sem hann hafi einnig farið á bak við fossinn ásamt samferðafólki sínu. Lögreglan á Suðurlandi hafði ekki heyrt af atvikinu þegar fréttastofa hafði samband í dag. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Erlendur ferðamaður vakti athygli fyrir einkar glæfralega hegðun við Skógafoss í gærkvöldi. Myndir náðust af manninum þar sem hann stendur fáklæddur við brún fossins. Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis sem varð vitni að atvikinu í gær segir að lítið hefði mátt út af bregða til að illa færi fyrir ferðamanninum. Nora McMahon birti fyrst myndir af atvikinu í Facebook-hópnum Iceland Q&A í gær. „Hvað sem þú gerir, þegar þú heimsækir Ísland, ekki vera þessi hálfviti,“ skrifar Nora við myndina. Myndum Noru var síðar deilt áfram í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar. Hátterni ferðamannsins vakti töluverða hneykslan í báðum hópum.Hér að neðan má sjá umræddar myndir á Instagram-reikningi McMahon. View this post on InstagramNext level assholery-I thought I was going to watch an idiot Instagram “influencer” die. We’re raising generations of narcissists who will do anything for a “like”. A post shared by Nora McMahon (@snora88) on Sep 9, 2019 at 12:51pm PDT Örlygur Örlygsson, sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Travice, var staddur við Skógafoss um sjöleytið í gær þegar ferðamaðurinn greip til uppátækisins. Örlygur segir í samtali við Vísi að honum hafi brugðið við að sjá manninn, sem var staddur við fossinn ásamt samferðafólki sínu. Fólkið virðist hafa komið að fossinum á bílaleigubíl og þá telur Örlygur að þau hafi öll verið bandarísk. „Hann stóð bara á brúninni. Ef það hefði verið smásteinn á brúninni þá hefði hann farið niður,“ segir Örlygur, sem vatt sér þvínæst upp að manninum og spurði hann út í háttalagið. Ætlunin hafi greinilega verið að ná spennandi myndum úr Íslandsferðalaginu. „Hann sagði að þetta skipti ekki máli því að lífið er allt áhætta. Ég gat ekkert sagt, var bara mjög hissa á þessu.“ Örlygur segir að maðurinn hafi komist klakklaust niður á jafnsléttu, þar sem hann hafi einnig farið á bak við fossinn ásamt samferðafólki sínu. Lögreglan á Suðurlandi hafði ekki heyrt af atvikinu þegar fréttastofa hafði samband í dag.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira