Jón Daði: Ekkert hræddir við það að spila hérna í hávaðanum í Tyrklandi Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 13. nóvember 2019 09:30 Jón Daði Böðvarsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í þessum leik á móti Tyrkjum árið 2014. Getty/Mustafa Yalcin Jón Daði Böðvarsson hefur átt marga stórleikina á móti Tyrkjum í gegnum tíðina og hann er klár í leikinn í Istanbul á fimmtudagskvöldið. „Það er alvöru verkefni fram undan en það er skemmtilegt að spila í svona stemmningu og látum. Við höfum gert það líka áður og það er bara tilhlökkun,“ sagði Jón Daði Böðvarsson en íslenska liðið verður að vinna leikinn til að halda lífi í möguleikanum að komast upp úr riðlinum. Leikurinn fer fram á þeim fótboltavelli sem menn hafa mælt mesta hávaðann í heiminum. „Sem leikmaður í fótbolta þá viltu spila í sem mestri stemmningu og því meiri stemmning því skemmtilegra er að spila. Ég ásamt hinum strákunum hefur fundist mjög skemmtilegt að spila hérna út í Tyrklandi og við erum ekkert hræddir við það,“ sagði Jón Daði og íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum við Tyrki undanfarin ár. „Það hefur gengið vel á móti þeim hingað til og það er markmiðið að halda því áfram. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta er sterkara lið hjá þeim. Þeir eru komnir með meira lið núna heldur en síðustu ár. Við þurfum bara mæta með fullt sjálfstraust og klárir í verkefnið,“ sagði Jón Daði. „Við þurfum að halda áfram í sömu gildi og áður sem er sterkur varnarleikur. Svo erum við alltaf sterkir í föstum leikatriðum. Við þurfum að treysta á það að geta haldið boltanum líka af og til og sækja á þá þegar við getum. Það hefur gengið vel hingað til og það breytist ekkert,“ sagði Jón Daði. Jón Daði fékk sitt fyrsta tækifæri í keppnisleik með landsliðinu á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum haustið 2014. Hann borgaði fyrir traustið með því að skora í 3-0 sigri. „Það er leikur sem verður lengi hafður í minni. Ég hef alltaf gaman að því að spila á móti Tyrklandi. Þetta er skemmtileg fótboltaþjóð og það er svo mikil stemmning. Ég get bara ekki beðið eftir leiknum,“ sagði Jón Daði sem átti einnig mjög góðan leik í 3-0 sigri á Tyrkjum í síðasta leik þjóðanna í Tyrklandi. „Það er einn af þessum leikjum hjá manni þar sem maður er í algjöru flæði og allt gengur upp. Allar snertingar og allt. Það var æðislegur leikur að upplifa og kom okkur líka langleiðina á HM á sínum tíma. Þarna eru góðar minningar og getum við skapað fleiri minningar,“ sagði Jón Daði sem átti tvær stoðsendingar í leiknum. „Við höfum upplifað svo margt í gegnum tíðina og hópurinn er það reynslumikill að við förum bara með fulla einbeitingu í þennan leik og ekkert með neitt hik eða eitthvað hálfkák. Ef við gerum það og verðum allir hundrað prósent með hausinn í lagi og líkamann líka þá hef ég engar áhyggjur af þessu,“ sagði Jón Daði. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson hefur átt marga stórleikina á móti Tyrkjum í gegnum tíðina og hann er klár í leikinn í Istanbul á fimmtudagskvöldið. „Það er alvöru verkefni fram undan en það er skemmtilegt að spila í svona stemmningu og látum. Við höfum gert það líka áður og það er bara tilhlökkun,“ sagði Jón Daði Böðvarsson en íslenska liðið verður að vinna leikinn til að halda lífi í möguleikanum að komast upp úr riðlinum. Leikurinn fer fram á þeim fótboltavelli sem menn hafa mælt mesta hávaðann í heiminum. „Sem leikmaður í fótbolta þá viltu spila í sem mestri stemmningu og því meiri stemmning því skemmtilegra er að spila. Ég ásamt hinum strákunum hefur fundist mjög skemmtilegt að spila hérna út í Tyrklandi og við erum ekkert hræddir við það,“ sagði Jón Daði og íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum við Tyrki undanfarin ár. „Það hefur gengið vel á móti þeim hingað til og það er markmiðið að halda því áfram. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta er sterkara lið hjá þeim. Þeir eru komnir með meira lið núna heldur en síðustu ár. Við þurfum bara mæta með fullt sjálfstraust og klárir í verkefnið,“ sagði Jón Daði. „Við þurfum að halda áfram í sömu gildi og áður sem er sterkur varnarleikur. Svo erum við alltaf sterkir í föstum leikatriðum. Við þurfum að treysta á það að geta haldið boltanum líka af og til og sækja á þá þegar við getum. Það hefur gengið vel hingað til og það breytist ekkert,“ sagði Jón Daði. Jón Daði fékk sitt fyrsta tækifæri í keppnisleik með landsliðinu á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum haustið 2014. Hann borgaði fyrir traustið með því að skora í 3-0 sigri. „Það er leikur sem verður lengi hafður í minni. Ég hef alltaf gaman að því að spila á móti Tyrklandi. Þetta er skemmtileg fótboltaþjóð og það er svo mikil stemmning. Ég get bara ekki beðið eftir leiknum,“ sagði Jón Daði sem átti einnig mjög góðan leik í 3-0 sigri á Tyrkjum í síðasta leik þjóðanna í Tyrklandi. „Það er einn af þessum leikjum hjá manni þar sem maður er í algjöru flæði og allt gengur upp. Allar snertingar og allt. Það var æðislegur leikur að upplifa og kom okkur líka langleiðina á HM á sínum tíma. Þarna eru góðar minningar og getum við skapað fleiri minningar,“ sagði Jón Daði sem átti tvær stoðsendingar í leiknum. „Við höfum upplifað svo margt í gegnum tíðina og hópurinn er það reynslumikill að við förum bara með fulla einbeitingu í þennan leik og ekkert með neitt hik eða eitthvað hálfkák. Ef við gerum það og verðum allir hundrað prósent með hausinn í lagi og líkamann líka þá hef ég engar áhyggjur af þessu,“ sagði Jón Daði.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira