Solskjær: Við þurftum á svona frammistöðu að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2019 08:00 Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var skælbrosandi eftir leik. Getty/Robbie Jay Barratt Manchester United sýndi sínar bestu hliðar í 3-0 sigri á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í gærkvöldi sem er eitthvað sem stuðningsmenn félagsins hafa séð alltof lítið af á þessu tímabili. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær var líka ánægður með liðið. „Við þurftum sigurinn en við þurfum líka á svona frammistöðu að halda þar sem strákarnir sóttu meira og reyndu að skora meira en eitt mark,“ sagði Ole Gunnar Solskjær við BT Sport eftir leik. Með sigrinum tryggði Manchester United sér sæti í 32 liða úrslitunum þótt að enn sé tveir leikir eftir í riðlinum.Manchester United cruised past Partizan Belgrade to reach the knockout stages of the Europa League with two games to spare. Match report: https://t.co/DaMwtXPP88#MUFC#bbcfootball#UELpic.twitter.com/QWHHUWIxY4 — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 „Við hefðum getað skorað fullt af mörkum til viðbótar en það var ánægjulegt og mikilvægt að fá stigin,“ sagði Solskjær. „Það er búist við því að þú vinnir heimaleikinn þinn á móti svona liðum. Ég ber samt virðingu fyrir Partizan-liðinu því þeir gáfu okkur alvöru leik úti en hér heima eigum við að vinna þá,“ sagði Solskjær.Scott McTominay could be a doubt for Scotland's #EURO2020 qualifiers against Cyprus and Kazakhstan after suffering an ankle injury. More: https://t.co/z8F26ciLCC#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/xlwqSFXYSA — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 „Við áttum möguleika á að gera út um leikinn á fyrstu tíu mínútunum en þú færð mikið sjálfstraust við það að vera 2-0 yfir í hálfleik,“ sagði Solskjær. Það voru samt ekki bara góðar fréttir af liðinu í gær því Scott McTominay, miðjumaðurinn öflugi, meiddist í leiknum. „Hann sagði að hann yrði í lagi en ég veit ekki. Vonandi getur hann náð leiknum á sunnudaginn,“ sagði Solskjær en Manchester United mætir þá Brighton. „Við viljum vinna riðilinn en okkur hlakkar ekkert til að ferðast til Astana og þurfa síðan að mæta Aston Villa, Spurs og Man City í vikunni á eftir. Ég hvíli því kannski einhverja leikmenn í þeim leik,“ sagði Solskjær. „Það er alltaf gott fyrir leikmenn að skora mörk og fá með því meira sjálfstraust. Við vitum hversu mikilvægur sunnudagsleikurinn er fyrir okkur af því að við horfum upp töfluna á fjögur efstu sætin,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Manchester United sýndi sínar bestu hliðar í 3-0 sigri á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í gærkvöldi sem er eitthvað sem stuðningsmenn félagsins hafa séð alltof lítið af á þessu tímabili. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær var líka ánægður með liðið. „Við þurftum sigurinn en við þurfum líka á svona frammistöðu að halda þar sem strákarnir sóttu meira og reyndu að skora meira en eitt mark,“ sagði Ole Gunnar Solskjær við BT Sport eftir leik. Með sigrinum tryggði Manchester United sér sæti í 32 liða úrslitunum þótt að enn sé tveir leikir eftir í riðlinum.Manchester United cruised past Partizan Belgrade to reach the knockout stages of the Europa League with two games to spare. Match report: https://t.co/DaMwtXPP88#MUFC#bbcfootball#UELpic.twitter.com/QWHHUWIxY4 — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 „Við hefðum getað skorað fullt af mörkum til viðbótar en það var ánægjulegt og mikilvægt að fá stigin,“ sagði Solskjær. „Það er búist við því að þú vinnir heimaleikinn þinn á móti svona liðum. Ég ber samt virðingu fyrir Partizan-liðinu því þeir gáfu okkur alvöru leik úti en hér heima eigum við að vinna þá,“ sagði Solskjær.Scott McTominay could be a doubt for Scotland's #EURO2020 qualifiers against Cyprus and Kazakhstan after suffering an ankle injury. More: https://t.co/z8F26ciLCC#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/xlwqSFXYSA — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 „Við áttum möguleika á að gera út um leikinn á fyrstu tíu mínútunum en þú færð mikið sjálfstraust við það að vera 2-0 yfir í hálfleik,“ sagði Solskjær. Það voru samt ekki bara góðar fréttir af liðinu í gær því Scott McTominay, miðjumaðurinn öflugi, meiddist í leiknum. „Hann sagði að hann yrði í lagi en ég veit ekki. Vonandi getur hann náð leiknum á sunnudaginn,“ sagði Solskjær en Manchester United mætir þá Brighton. „Við viljum vinna riðilinn en okkur hlakkar ekkert til að ferðast til Astana og þurfa síðan að mæta Aston Villa, Spurs og Man City í vikunni á eftir. Ég hvíli því kannski einhverja leikmenn í þeim leik,“ sagði Solskjær. „Það er alltaf gott fyrir leikmenn að skora mörk og fá með því meira sjálfstraust. Við vitum hversu mikilvægur sunnudagsleikurinn er fyrir okkur af því að við horfum upp töfluna á fjögur efstu sætin,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Sjá meira