Prófsteinn á andlegu hliðina gegn Andorra Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. mars 2019 12:30 Erik Hamrén og Freyr svöruðu spurningum blaðamanna í gær. Fréttablaðið/anton Þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hefðu orðið fyrir valinu fyrir næstu leiki landsliðsins. Fram undan eru fyrstu leikir Íslands í nýrri undankeppni EM 2020 og hefur Ísland leik gegn Andorra ytra. Það vekur athygli að það eru aðeins þrír eiginlegir framherjar í hópnum og einn þeirra, Alfreð Finnbogason, er að ná sér af meiðslum. Alfreð hefur ekkert komið við sögu með félagsliði sínu, Augsburg, síðasta mánuðinn en þjálfarateymið sagði að markmiðið væri að hann tæki þátt í leik þýska félagsins um helgina. Ásamt honum eru Albert Guðmundsson og Björn Bergmann Sigurðarson í hópnum. Jón Daði Böðvarsson gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla og þá var Kolbeinn Sigþórsson ekki valinn að þessu sinni. „Markmiðið er að Alfreð spili um helgina með Augsburg og ég krosslegg fingur að ekkert fari úrskeiðis,“ sagði Hamrén, aðspurður á blaðamannafundinum um þá ákvörðun að taka aðeins þrjá framherja í leikina og benti á að það væru fleiri leikmenn sem gætu skorað mörk. „Það skiptir ekki endilega máli að framherji skori mörk heldur að liðið skori og við erum með marga leikmenn sem geta skorað mörk.“ Hamrén á von á tveimur erfiðum leikjum en segir að íslenska liðið fari til að vinna báða leikina. „Þessi lið eru ákveðnar andstæður, Frakkland er risaveldi í knattspyrnuheiminum og með marga leikmenn í heimsklassa á meðan fólk býst við stórsigri gegn Andorra. Andorramenn hafa verið erfiðir heim að sækja undanfarna mánuði, aðeins tapað einum af síðustu sex heimaleikjunum og það var gegn Portúgal sem þeim tókst að stríða,“ sagði Hamrén. „Leikurinn gegn Andorra verður stórt próf andlega og leikmennirnir vita það. Við verðum með nánast fullskipað lið og flestir þekkja það hvað þarf til að komast á stórmót. Til þess að við náum markmiðum okkar þurfum við að ná góðum úrslitum úr þessu landsleikjahléi,“ sagði Hamrén sem bíður enn eftir fyrsta sigrinum. „Auðvitað hefur það áhrif á mann að takast ekki að vinna leiki en spilamennskan batnaði talsvert eftir afhroðið í fyrsta leiknum,“ sagði Hamrén, aðspurður út í biðina eftir fyrsta sigrinum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Styrktarþjálfari sem starfar hjá Leicester kemur inn í þjálfarateymi Íslands Tom Joel sem hefur verið hjá Leicester síðan 2011 tekur við af Sebastian Boxleitner. 14. mars 2019 13:36 Magni Fannberg kemur inn í njósnateymi landsliðsins Þróunarstjóri Svíþjóðarmeistara AIK hjálpar strákunum okkar í undankeppni EM 2020. 14. mars 2019 13:25 Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43 Hamrén: Ég vona að Kolbeinn verði klár í júní Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í framherjamál íslenska landliðsins fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 en aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í íslenska hópnum að þessu sinni. 14. mars 2019 13:40 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hefðu orðið fyrir valinu fyrir næstu leiki landsliðsins. Fram undan eru fyrstu leikir Íslands í nýrri undankeppni EM 2020 og hefur Ísland leik gegn Andorra ytra. Það vekur athygli að það eru aðeins þrír eiginlegir framherjar í hópnum og einn þeirra, Alfreð Finnbogason, er að ná sér af meiðslum. Alfreð hefur ekkert komið við sögu með félagsliði sínu, Augsburg, síðasta mánuðinn en þjálfarateymið sagði að markmiðið væri að hann tæki þátt í leik þýska félagsins um helgina. Ásamt honum eru Albert Guðmundsson og Björn Bergmann Sigurðarson í hópnum. Jón Daði Böðvarsson gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla og þá var Kolbeinn Sigþórsson ekki valinn að þessu sinni. „Markmiðið er að Alfreð spili um helgina með Augsburg og ég krosslegg fingur að ekkert fari úrskeiðis,“ sagði Hamrén, aðspurður á blaðamannafundinum um þá ákvörðun að taka aðeins þrjá framherja í leikina og benti á að það væru fleiri leikmenn sem gætu skorað mörk. „Það skiptir ekki endilega máli að framherji skori mörk heldur að liðið skori og við erum með marga leikmenn sem geta skorað mörk.“ Hamrén á von á tveimur erfiðum leikjum en segir að íslenska liðið fari til að vinna báða leikina. „Þessi lið eru ákveðnar andstæður, Frakkland er risaveldi í knattspyrnuheiminum og með marga leikmenn í heimsklassa á meðan fólk býst við stórsigri gegn Andorra. Andorramenn hafa verið erfiðir heim að sækja undanfarna mánuði, aðeins tapað einum af síðustu sex heimaleikjunum og það var gegn Portúgal sem þeim tókst að stríða,“ sagði Hamrén. „Leikurinn gegn Andorra verður stórt próf andlega og leikmennirnir vita það. Við verðum með nánast fullskipað lið og flestir þekkja það hvað þarf til að komast á stórmót. Til þess að við náum markmiðum okkar þurfum við að ná góðum úrslitum úr þessu landsleikjahléi,“ sagði Hamrén sem bíður enn eftir fyrsta sigrinum. „Auðvitað hefur það áhrif á mann að takast ekki að vinna leiki en spilamennskan batnaði talsvert eftir afhroðið í fyrsta leiknum,“ sagði Hamrén, aðspurður út í biðina eftir fyrsta sigrinum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Styrktarþjálfari sem starfar hjá Leicester kemur inn í þjálfarateymi Íslands Tom Joel sem hefur verið hjá Leicester síðan 2011 tekur við af Sebastian Boxleitner. 14. mars 2019 13:36 Magni Fannberg kemur inn í njósnateymi landsliðsins Þróunarstjóri Svíþjóðarmeistara AIK hjálpar strákunum okkar í undankeppni EM 2020. 14. mars 2019 13:25 Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43 Hamrén: Ég vona að Kolbeinn verði klár í júní Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í framherjamál íslenska landliðsins fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 en aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í íslenska hópnum að þessu sinni. 14. mars 2019 13:40 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Styrktarþjálfari sem starfar hjá Leicester kemur inn í þjálfarateymi Íslands Tom Joel sem hefur verið hjá Leicester síðan 2011 tekur við af Sebastian Boxleitner. 14. mars 2019 13:36
Magni Fannberg kemur inn í njósnateymi landsliðsins Þróunarstjóri Svíþjóðarmeistara AIK hjálpar strákunum okkar í undankeppni EM 2020. 14. mars 2019 13:25
Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04
Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43
Hamrén: Ég vona að Kolbeinn verði klár í júní Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í framherjamál íslenska landliðsins fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 en aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í íslenska hópnum að þessu sinni. 14. mars 2019 13:40