Fótbolti

Hamrén: Ég vona að Kolbeinn verði klár í júní

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Getty/Jean Catuffe
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í framherjamál íslenska landliðsins fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 en aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í íslenska hópnum að þessu sinni.

Björn Bergmann Sigurðarson og Alfreð Finnbogason eru þessir framherjar en bæði Gylfi Þór Sigurðsson og Albert Guðmundsson eru líka skráðir sem framlínumenn í hópnum.

Annar þessara hreinræktuðu framherja, Alfreð Finnbogason, hefur verið meiddur að undanförnu. Hamren segir að Alfreð hafi æft mikið og vonandi spilar hann með Augsburg um helgina.





Gylfi Þór Sigurðsson er líka möguleiki í framlínunni. „Þetta er ekki áhætta,“ segir Hamren um að velja ekki fleiri hreinræktaða framherja í hópinn að þessu sinni.

Ef að Alfreð eða einhver annar þarf að draga sig úr hópnum eftir leiki helgarinnar þá segir Hamrén að hann þurfi að taka á því eftir helgina.

Erik Hamrén hefur verið í sambandi við Kolbein Sigþórsson sem losnaði á dögunum frá franska liðinu Nantes en er enn án félaga þar sem það var löngu búið að loka glugganum.

„Kolbeinn er ekki tilbúinn fyrir þetta verkefnið. Það var von Hamren að hann yrði klár en þannig er það ekki.

„Ég vona að hann verði klár í júní, en við vitum ekki hvað tekur við hjá honum. Ég er vongóður um að eitthvað gott muni gerast hjá honum,“ segir Hamrén.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×