Félagsdómur segir örverkföll Eflingar ólögleg Margrét Helga Erlingsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 15. mars 2019 18:53 Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. Vísir/vilhelm Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. Félagsdómur greindi frá niðurstöðu sinni á sjöunda tímanum í kvöld að því er fram kemur í frétt RÚV um málið.Þetta eru fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um. Fyrstu aðgerðirnar áttu að hefjast mánudaginn 18. mars næstkomandi. Í kvöldfréttum RÚV tjáði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sig um rökstuðning niðurstöðunnar: „Rökin eru þau að þetta standist ekki vinnulöggjöfina og þessi beiting verkfallsréttarins og þróun hans standist einfaldlega ekki lög og því séu þessi boðuðu verkföll ólögmæt og komi þar af leiðandi ekki til framkvæmda.“ Aðspurður hvort komið hefði á óvart hve fljótur Félagsdómur var að úrskurða í málinu svarar Halldór því til að hann hafi verið afar viss í sinni sök. „Það tók félagsdóm rétt um þrjár klukkustundir að komast að einróma niðurstöðu. Við vorum auðvitað viss í okkar sök að þessi skrumskæling vinnulöggjafarinnar gæti ekki staðist og við fögnum því úrskurði Félagsdóms í dag.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum hafi verið reynt á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.vísir/vilhelmForsvarsmenn Eflingar lýsa yfir vonbrigðum með úrskurðinn. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að því miður fái félagsmennirnir ekki að nýta verkfallsréttinn til fulls. Boðaðar aðgerðir hefðu verið hófsamar og byggt á stigmögnun í tað fest að til fullra áhrifa hefði komið strax. Forsvarsmenn Eflingar segjast hlíta dómnum og hyggjast læra af honum. „Við erum hvergi af baki dottin og höldum ótrauð áfram með hefðbundin verkföll sem boðuð hafa verið og hefjast næstkomandi föstudag,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Samtök atvinnulífsins höfðuðu í annað sinn mál gegn Eflingu fyrir Félagsdómi. Halldór Benjamin Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur sagt að með boðuðum verkföllum og vinnutruflunum hafi Efling reynt á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.Dómur félagsdóms hefur ekki verið birtur. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. Félagsdómur greindi frá niðurstöðu sinni á sjöunda tímanum í kvöld að því er fram kemur í frétt RÚV um málið.Þetta eru fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um. Fyrstu aðgerðirnar áttu að hefjast mánudaginn 18. mars næstkomandi. Í kvöldfréttum RÚV tjáði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sig um rökstuðning niðurstöðunnar: „Rökin eru þau að þetta standist ekki vinnulöggjöfina og þessi beiting verkfallsréttarins og þróun hans standist einfaldlega ekki lög og því séu þessi boðuðu verkföll ólögmæt og komi þar af leiðandi ekki til framkvæmda.“ Aðspurður hvort komið hefði á óvart hve fljótur Félagsdómur var að úrskurða í málinu svarar Halldór því til að hann hafi verið afar viss í sinni sök. „Það tók félagsdóm rétt um þrjár klukkustundir að komast að einróma niðurstöðu. Við vorum auðvitað viss í okkar sök að þessi skrumskæling vinnulöggjafarinnar gæti ekki staðist og við fögnum því úrskurði Félagsdóms í dag.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum hafi verið reynt á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.vísir/vilhelmForsvarsmenn Eflingar lýsa yfir vonbrigðum með úrskurðinn. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að því miður fái félagsmennirnir ekki að nýta verkfallsréttinn til fulls. Boðaðar aðgerðir hefðu verið hófsamar og byggt á stigmögnun í tað fest að til fullra áhrifa hefði komið strax. Forsvarsmenn Eflingar segjast hlíta dómnum og hyggjast læra af honum. „Við erum hvergi af baki dottin og höldum ótrauð áfram með hefðbundin verkföll sem boðuð hafa verið og hefjast næstkomandi föstudag,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Samtök atvinnulífsins höfðuðu í annað sinn mál gegn Eflingu fyrir Félagsdómi. Halldór Benjamin Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur sagt að með boðuðum verkföllum og vinnutruflunum hafi Efling reynt á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.Dómur félagsdóms hefur ekki verið birtur.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48