Senda þúsund hermenn til Austurlanda nær Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júní 2019 07:13 Bandaríkjaher birti í nótt nýjar myndir sem hann segir renna stoðum undir ásakanir þess efnis að Íranir standi á bak við árásir á tvö flutningaskip í liðinni viku. Bandaríska varnarmálaráðuneytið Bandaríkjaher hefur í hyggju að fjölga í herliði sínu í Austurlöndum nær um eitt þúsund hermenn. Er skýringin sögð vera „fjandsamleg hegðun íranskra hersveita,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Fjölgunin er enn ein staðfestingin á þeirri ólgu sem nú ríkir í samskiptum Írans og Bandaríkjanna, ekki síst eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að draga þjóð sína út úr kjarnorkusamningnum sem gerður var við Írani og fleiri kjarnorkuríki árið 2015. Þá tilkynntu Íranir í gær að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum sem tilgreint er í fyrrnefndum samningi, sem er talið til þess fallið að auka enn á spennuna. Ekki bætti árás á tvö flutningaskip í Ómanflóa í liðinni viku úr skák. Bandaríkjamenn og Bretar segja Írani hafa staðið að baki árásunum en meðfram tilkynningunni um hermannafjölgunina í gær birti bandaríska varnarmálaráðuneytið jafnframt nýjar myndir sem það segir renna stoðum undir ásakanirnar. Írönsk stjórnvöld hafa hins vegar þvertekið fyrir aðkomu þeirra að árásunum.Önnur fjölgunin á mánuði Hermönnunum eitt þúsund er ætlað að auka öryggi annarrs herafla sem nú þegar er í Austurlöndum nær. Í tilkynningunni er þó ekkert sagt til um hvar nýju hermönnunum verður komið fyrir. Ekki eru nema örfáar vikur síðan að Bandaríkjaforseti, Donald Trump, greindi frá því að fjölgað yrði í herliði Bandaríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs um 1500 hermenn. Þrátt fyrir ásakanirnar og fjölgun hermanna segir utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, að ríki sitt vilji forðast vopnuð átök við Íran. Bandaríkin vildu þó ekki útiloka neitt í þeim efnum. Fyrrnefndu myndirnar sem birtar voru í gær eiga meðal annars að sýna íranska byltingarverði fjarlægja sprengju af öðru flutningaskipanna, sem og mynd af byltingarvörðum sigla frá vettvangi árásarinnar. Þar að auki er ein myndanna sögð sýna skemmdir sem unnar voru á öðru skipinu, að því er virðist eftir sprengingu. Myndirnar má sjá hér að ofan. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Bretar og Bandaríkjamenn segja Írani hafa gert árás á olíuskip Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist. 16. júní 2019 09:30 Netanyahu: Fylgjumst ekki aðgerðarlaus með kjarnorkuvopnaframleiðslu Írana Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga. 17. júní 2019 19:00 Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira
Bandaríkjaher hefur í hyggju að fjölga í herliði sínu í Austurlöndum nær um eitt þúsund hermenn. Er skýringin sögð vera „fjandsamleg hegðun íranskra hersveita,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Fjölgunin er enn ein staðfestingin á þeirri ólgu sem nú ríkir í samskiptum Írans og Bandaríkjanna, ekki síst eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að draga þjóð sína út úr kjarnorkusamningnum sem gerður var við Írani og fleiri kjarnorkuríki árið 2015. Þá tilkynntu Íranir í gær að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum sem tilgreint er í fyrrnefndum samningi, sem er talið til þess fallið að auka enn á spennuna. Ekki bætti árás á tvö flutningaskip í Ómanflóa í liðinni viku úr skák. Bandaríkjamenn og Bretar segja Írani hafa staðið að baki árásunum en meðfram tilkynningunni um hermannafjölgunina í gær birti bandaríska varnarmálaráðuneytið jafnframt nýjar myndir sem það segir renna stoðum undir ásakanirnar. Írönsk stjórnvöld hafa hins vegar þvertekið fyrir aðkomu þeirra að árásunum.Önnur fjölgunin á mánuði Hermönnunum eitt þúsund er ætlað að auka öryggi annarrs herafla sem nú þegar er í Austurlöndum nær. Í tilkynningunni er þó ekkert sagt til um hvar nýju hermönnunum verður komið fyrir. Ekki eru nema örfáar vikur síðan að Bandaríkjaforseti, Donald Trump, greindi frá því að fjölgað yrði í herliði Bandaríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs um 1500 hermenn. Þrátt fyrir ásakanirnar og fjölgun hermanna segir utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, að ríki sitt vilji forðast vopnuð átök við Íran. Bandaríkin vildu þó ekki útiloka neitt í þeim efnum. Fyrrnefndu myndirnar sem birtar voru í gær eiga meðal annars að sýna íranska byltingarverði fjarlægja sprengju af öðru flutningaskipanna, sem og mynd af byltingarvörðum sigla frá vettvangi árásarinnar. Þar að auki er ein myndanna sögð sýna skemmdir sem unnar voru á öðru skipinu, að því er virðist eftir sprengingu. Myndirnar má sjá hér að ofan.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Bretar og Bandaríkjamenn segja Írani hafa gert árás á olíuskip Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist. 16. júní 2019 09:30 Netanyahu: Fylgjumst ekki aðgerðarlaus með kjarnorkuvopnaframleiðslu Írana Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga. 17. júní 2019 19:00 Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira
Bretar og Bandaríkjamenn segja Írani hafa gert árás á olíuskip Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist. 16. júní 2019 09:30
Netanyahu: Fylgjumst ekki aðgerðarlaus með kjarnorkuvopnaframleiðslu Írana Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga. 17. júní 2019 19:00
Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01