Lagði á ráðin um að myrða bestu vinkonu sina eftir milljónaboð á internetinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2019 23:30 Fórnarlambið, Cynthia Hoffman. Mynd/Skjáskot Sex táningar hafa verið ákærðir í Alaska-ríki Bandaríkjanna í tengslum við morðið á Cynthia Hoffman sem framið var 2. júní síðastliðinn. Besta vinkona Hoffman er sökuð um að hafa lagt á ráðin um morðið eftir að maður sem hún hafði kynnst á netinu bauð henni fúlgur fjár fyrir að senda honum myndbönd og ljósmyndir af morði. Greint er frá ákærunum á vef CNN en þar segir að hin átján ára Denali Brehmer hafi byrjað að undirbúa morðið á bestu vinkonu sinni eftir að hún kynntist manni á internetinu sem gekk undir nafninu Tyler. Þóttist hann vera milljónamæringur og bauð hann Brehmer að minnsta kosti níu milljónir dollara, um milljarð króna, fyrir að fremja morðið. Tyler þessi er hinsvegar hinn 21 árs gamli Darin Schilmiller, búsettur í Indiana-ríki í Bandaríkjunum. Hann hefur verið handtekinn í tengslum við málið og mun að öllum líkindum verða ákærður í Alaska fyrir þátt sinn í morðinu. Í gögnum málsins segir að hann hafi einnig beðið Brehmer um að brjóta kynferðislega gegn „átta eða níu ára gömlu barni“ sem og fimmtán ára gömlu barni og senda myndbönd af brotunum til hans.Í frétt CNN segir að Shilmiller og Brehmer hafi rætt saman um að nauðga og myrða einhvern í Alaska nokkrum vikum áður en Hoffman var myrt. Brehmer fékk nokkra í lið með sér til þess að myrða Hoffman og lofaði þeim í staðinn hlut í verðlaunafé Shilmiller Plötuðu þau Hoffman með sér í bílferð undir því yfirskyni að þau ætluðu í gönguferð. Stoppuðu þau á leiðinni í rjóðri þar sem hópurinn batt hendur og fætur hennar áður en að einn úr hópnum skaut hana í höfuðið. Losuðu þau sig við líkið í nærliggjandi á. Símagögn benda til þess að Brehmer hafi sent Shilmiller myndir og myndbönd á meðan ódæðið var framið. Þeir sem komu að morðinu hafa allir verið ákærðir fyrir aðild sína að málinu en tveir af þeim eru undir lögaldri. Bandaríkin Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Sex táningar hafa verið ákærðir í Alaska-ríki Bandaríkjanna í tengslum við morðið á Cynthia Hoffman sem framið var 2. júní síðastliðinn. Besta vinkona Hoffman er sökuð um að hafa lagt á ráðin um morðið eftir að maður sem hún hafði kynnst á netinu bauð henni fúlgur fjár fyrir að senda honum myndbönd og ljósmyndir af morði. Greint er frá ákærunum á vef CNN en þar segir að hin átján ára Denali Brehmer hafi byrjað að undirbúa morðið á bestu vinkonu sinni eftir að hún kynntist manni á internetinu sem gekk undir nafninu Tyler. Þóttist hann vera milljónamæringur og bauð hann Brehmer að minnsta kosti níu milljónir dollara, um milljarð króna, fyrir að fremja morðið. Tyler þessi er hinsvegar hinn 21 árs gamli Darin Schilmiller, búsettur í Indiana-ríki í Bandaríkjunum. Hann hefur verið handtekinn í tengslum við málið og mun að öllum líkindum verða ákærður í Alaska fyrir þátt sinn í morðinu. Í gögnum málsins segir að hann hafi einnig beðið Brehmer um að brjóta kynferðislega gegn „átta eða níu ára gömlu barni“ sem og fimmtán ára gömlu barni og senda myndbönd af brotunum til hans.Í frétt CNN segir að Shilmiller og Brehmer hafi rætt saman um að nauðga og myrða einhvern í Alaska nokkrum vikum áður en Hoffman var myrt. Brehmer fékk nokkra í lið með sér til þess að myrða Hoffman og lofaði þeim í staðinn hlut í verðlaunafé Shilmiller Plötuðu þau Hoffman með sér í bílferð undir því yfirskyni að þau ætluðu í gönguferð. Stoppuðu þau á leiðinni í rjóðri þar sem hópurinn batt hendur og fætur hennar áður en að einn úr hópnum skaut hana í höfuðið. Losuðu þau sig við líkið í nærliggjandi á. Símagögn benda til þess að Brehmer hafi sent Shilmiller myndir og myndbönd á meðan ódæðið var framið. Þeir sem komu að morðinu hafa allir verið ákærðir fyrir aðild sína að málinu en tveir af þeim eru undir lögaldri.
Bandaríkin Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira