„Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2019 14:03 Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. Vísir/Ernir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að það yrði „ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks. Ögmundur, sem er yfirlýstur hernaðarandstæðingur, birti pistil á vefsvæði sínu í gær þar sem hann sagði almenna þjóðaröryggisstefnu hvorki duga til að réttlæta „umfangsmikla hernaðaruppbyggingu hér á landi“ né að „stríðsglæpamönnum sé heimilað að hreiðra um sig í landinu að nýju“. Alþingi samþykkti í síðasta mánuði að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á á Keflavíkurflugvelli. Sjá nánar: Bandaríski herinn og NATO áætla samtals 14 milljarða í framkvæmdir á ÍslandiBandaríkjaher hyggur á umfangsmikla uppbyggingu á Íslandi.Fréttablaðið/EyþórÞá áformar Bandaríkjaher sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári að því er fram kemur í fjárhagsáætlun bandaríska flughersins fyrir næsta ár. Stækka á flughlað innan öryggissvæðisins, reisa á færanlegar gistieiningar og færa flughlað fyrir hættulegan farm. Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjaher standa þá fyrir endurbótum á flugskýli 831 á Keflavíkurflugvelli til þess að stórar kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjahers komist þar inn. Bandaríski flugherinn ætlar svo að útbúa aðstöðu til búsetu í einskonar gámaíbúðum fyrir meira en þúsund hermenn inni á varnarsvæðinu. Ögmundur biðlar til VG að grípa í taumana. „Við vitum allt um dapurlega sögu Sjálfstæðisflokksins í þessu efni og tilhneigingu innan Framsóknar til undirgefni gagnvart NATÓ þótt þar hafi einnig löngum verið annar þráður og betri, oftar en ekki að vísu illgreinanlegur.“ Hann gagnrýnir viðbrögð VG. „Þar á bæ er hamrað á því að allt sé þetta öðrum að kenna. VG fái ekki neitt við ráðið, sé fórnarlamb.“ Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir Bandaríkjaher ætlar í milljarðaframkvæmdir á Íslandi Bandaríkjaher áformar að sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. 21. júní 2019 20:22 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02 Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa veldur fordæmalausri fækkun fálka Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur taki áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að það yrði „ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks. Ögmundur, sem er yfirlýstur hernaðarandstæðingur, birti pistil á vefsvæði sínu í gær þar sem hann sagði almenna þjóðaröryggisstefnu hvorki duga til að réttlæta „umfangsmikla hernaðaruppbyggingu hér á landi“ né að „stríðsglæpamönnum sé heimilað að hreiðra um sig í landinu að nýju“. Alþingi samþykkti í síðasta mánuði að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á á Keflavíkurflugvelli. Sjá nánar: Bandaríski herinn og NATO áætla samtals 14 milljarða í framkvæmdir á ÍslandiBandaríkjaher hyggur á umfangsmikla uppbyggingu á Íslandi.Fréttablaðið/EyþórÞá áformar Bandaríkjaher sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári að því er fram kemur í fjárhagsáætlun bandaríska flughersins fyrir næsta ár. Stækka á flughlað innan öryggissvæðisins, reisa á færanlegar gistieiningar og færa flughlað fyrir hættulegan farm. Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjaher standa þá fyrir endurbótum á flugskýli 831 á Keflavíkurflugvelli til þess að stórar kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjahers komist þar inn. Bandaríski flugherinn ætlar svo að útbúa aðstöðu til búsetu í einskonar gámaíbúðum fyrir meira en þúsund hermenn inni á varnarsvæðinu. Ögmundur biðlar til VG að grípa í taumana. „Við vitum allt um dapurlega sögu Sjálfstæðisflokksins í þessu efni og tilhneigingu innan Framsóknar til undirgefni gagnvart NATÓ þótt þar hafi einnig löngum verið annar þráður og betri, oftar en ekki að vísu illgreinanlegur.“ Hann gagnrýnir viðbrögð VG. „Þar á bæ er hamrað á því að allt sé þetta öðrum að kenna. VG fái ekki neitt við ráðið, sé fórnarlamb.“
Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir Bandaríkjaher ætlar í milljarðaframkvæmdir á Íslandi Bandaríkjaher áformar að sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. 21. júní 2019 20:22 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02 Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa veldur fordæmalausri fækkun fálka Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur taki áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Bandaríkjaher ætlar í milljarðaframkvæmdir á Íslandi Bandaríkjaher áformar að sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. 21. júní 2019 20:22
Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11
Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02
Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06