Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2019 23:06 Um er að ræða uppfærslu á ratsjárkerfum NATO ásamt viðhaldi og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Eyþór Áætlað er að bandaríski herinn og Atlantshafsbandalagið muni verja tæpum 14 milljörðum króna á næstu árum vegna uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Í auglýsingu um útboð sem bandarísk yfirvöld birtu í dag kemur fram að til stendur að stækka flughlað innan öryggissvæðisins, reisa færanlegar gistieiningar og færa flughlað fyrir hættulegan farm. Kostnaðaráætlun framkvæmdanna nemur rúmum sex milljörðum íslenskra króna. Þessi framkvæmd verður alfarið fjármögnuð af bandaríska ríkinu. Aðeins verður samið um hönnun- og framkvæmd verksins við íslensk eða bandarísk fyrirtæki og þurfa þau að skrá sig í gagnagrunn bandarískra yfirvalda til að geta tekið þátt í útboðsferlinu. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu stendur til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og ljúki árið 2023. Í frétt RÚV kemur jafnframt fram að nú þegar sé búið að ganga að tilboði íslenskra verktaka í framkvæmdir á vegum hersins fyrir þrjá milljarða króna. Gert er ráð fyrir því að íslensk stjórnvöld setji alls 400 milljónir króna í framkvæmdir á vegum NATO á næstu árum. Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Bandaríkin auglýsa útboð til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli Bandarísk yfirvöld hafa birt auglýsingu um útboð á hönnun- og framkvæmdum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 17:22 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Áætlað er að bandaríski herinn og Atlantshafsbandalagið muni verja tæpum 14 milljörðum króna á næstu árum vegna uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Í auglýsingu um útboð sem bandarísk yfirvöld birtu í dag kemur fram að til stendur að stækka flughlað innan öryggissvæðisins, reisa færanlegar gistieiningar og færa flughlað fyrir hættulegan farm. Kostnaðaráætlun framkvæmdanna nemur rúmum sex milljörðum íslenskra króna. Þessi framkvæmd verður alfarið fjármögnuð af bandaríska ríkinu. Aðeins verður samið um hönnun- og framkvæmd verksins við íslensk eða bandarísk fyrirtæki og þurfa þau að skrá sig í gagnagrunn bandarískra yfirvalda til að geta tekið þátt í útboðsferlinu. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu stendur til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og ljúki árið 2023. Í frétt RÚV kemur jafnframt fram að nú þegar sé búið að ganga að tilboði íslenskra verktaka í framkvæmdir á vegum hersins fyrir þrjá milljarða króna. Gert er ráð fyrir því að íslensk stjórnvöld setji alls 400 milljónir króna í framkvæmdir á vegum NATO á næstu árum.
Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Bandaríkin auglýsa útboð til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli Bandarísk yfirvöld hafa birt auglýsingu um útboð á hönnun- og framkvæmdum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 17:22 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Bandaríkin auglýsa útboð til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli Bandarísk yfirvöld hafa birt auglýsingu um útboð á hönnun- og framkvæmdum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 17:22
Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11
Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02