Innlent

Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
F/A 18 orrustuþota kanadíska flughersins á Keflavíkurflugvelli í júní 2017.
F/A 18 orrustuþota kanadíska flughersins á Keflavíkurflugvelli í júní 2017. V'isir/Jóhann K.

Loftrýmisgæsla á vegum Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst aftur á næstu dögum þegar flugsveit bandaríska flughersins kemur hingað til lands. Alls munu 110 liðsmenn taka þátt í verkefninu en að auki munu starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi (Combined Air Operations Center) taka þátt.

Til að sinna verkefninu koma hingað fimm F16 orrustuþotur og er gert ráð fyrir aðflugsæfingum á Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli. Þær munu verða dagana 29. til 31. júlí að því segir á vef Landhelgisgæslu Íslands.

Verkefnið verður með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Flugsveitin mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Verkefnið er framkvæmt af Landhelgisgæslu Íslands í samvinnu við Isavia og á að ljúka í lok ágúst.

F/A 18 orrustuþota kanadíska flughersins á Keflavíkurflugvelli í júní 2017. Vísir/Jóhann K.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.