Innlent

Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
F/A 18 orrustuþota kanadíska flughersins á Keflavíkurflugvelli í júní 2017.
F/A 18 orrustuþota kanadíska flughersins á Keflavíkurflugvelli í júní 2017. V'isir/Jóhann K.
Loftrýmisgæsla á vegum Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst aftur á næstu dögum þegar flugsveit bandaríska flughersins kemur hingað til lands. Alls munu 110 liðsmenn taka þátt í verkefninu en að auki munu starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi (Combined Air Operations Center) taka þátt.Til að sinna verkefninu koma hingað fimm F16 orrustuþotur og er gert ráð fyrir aðflugsæfingum á Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli. Þær munu verða dagana 29. til 31. júlí að því segir á vef Landhelgisgæslu Íslands.Verkefnið verður með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Flugsveitin mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Verkefnið er framkvæmt af Landhelgisgæslu Íslands í samvinnu við Isavia og á að ljúka í lok ágúst.

F/A 18 orrustuþota kanadíska flughersins á Keflavíkurflugvelli í júní 2017.Vísir/Jóhann K.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.