Umboðsmaður Bale segir Zidane vera til skammar Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. júlí 2019 12:30 Zidane að ýta Bale burt frá Real Madrid Allar líkur eru á að Gareth Bale muni yfirgefa Real Madrid í sumar en Zinedine Zidane, stjóri Real, hefur lagt áherslu á að félagið geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma Walesverjanum frá félaginu. Það sem flækir þó málin er að Bale hefur ekki mikinn áhuga á að yfirgefa spænska stórveldið. Hann virðist þó neyðast til þess enda gaf Zidane það sterklega til kynna eftir leik liðsins gegn Bayern Munchen í gær, þar sem Bale sat allan tímann á varamannabekknum þrátt fyrir ellefu skiptingar. „Bale spilaði ekki því hann er mjög nálægt því að fara. Við vonumst til að hann yfirgefi félagið sem fyrst. Það væri best fyrir alla aðila og við erum að vinna í því að koma honum í annað lið,“ sagði Zidane. „Ég hef ekkert á móti honum persónulega en það er kominn tími á þetta. Brottför hans er mín ákvörðun og hann veit sína stöðu. Hann mun fara í nýtt lið. Ég veit ekki hvort það gerist á næstu 24 eða 46 klukkutímum en það mun gerast að lokum og það er öllum fyrir bestu,“ sagði Zidane ákveðinn. Umboðsmaður Bale brjálaðurBale er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2022 og fær vel greitt hjá spænska stórveldinu enda var hann dýrasti leikmaður heims þegar Real keypti hann frá Tottenham sumarið 2013. Þessi þrítugi sóknarmaður hefur látið hafa eftir sér að honum líði vel í spænsku höfuðborginni og hefur hann ekki verið ýkja spenntur fyrir viðræðum við önnur félög. Jonathan Barnett, umboðsmaður Bale, var æfur yfir ummælum Zidane eftir leikinn gegn Bayern í nótt. „Zidane er sjálfum sér til skammar. Hann sýnir enga virðingu gagnvart leikmanni sem hefur gert svo mikið fyrir Real Madrid,“ sagði Barnett sem var í kjölfarið spurður að því hvort Bale væri nálægt því að yfirgefa Real Madrid. „Við erum að vinna í því,“ sagði Barnett. Líklegast þykir að Bale muni ganga í raðir Bayern Munchen en enskir fjölmiðlar skrifa reyndar um það í dag að næsti áfangastaður Walesverjans gæti komið öllum í opna skjöldu.Zinedine Zidane at Real Madrid:Games: 227 Goals: 49Assists: 66 Trophies: 6Gareth Bale at Real Madrid: Games: 231 Goals: 102 Assists: 65 Trophies: 13Put some respect on his name. pic.twitter.com/wWTZ4jwexF— 360Sources (@360Sources) July 21, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Allar líkur eru á að Gareth Bale muni yfirgefa Real Madrid í sumar en Zinedine Zidane, stjóri Real, hefur lagt áherslu á að félagið geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma Walesverjanum frá félaginu. Það sem flækir þó málin er að Bale hefur ekki mikinn áhuga á að yfirgefa spænska stórveldið. Hann virðist þó neyðast til þess enda gaf Zidane það sterklega til kynna eftir leik liðsins gegn Bayern Munchen í gær, þar sem Bale sat allan tímann á varamannabekknum þrátt fyrir ellefu skiptingar. „Bale spilaði ekki því hann er mjög nálægt því að fara. Við vonumst til að hann yfirgefi félagið sem fyrst. Það væri best fyrir alla aðila og við erum að vinna í því að koma honum í annað lið,“ sagði Zidane. „Ég hef ekkert á móti honum persónulega en það er kominn tími á þetta. Brottför hans er mín ákvörðun og hann veit sína stöðu. Hann mun fara í nýtt lið. Ég veit ekki hvort það gerist á næstu 24 eða 46 klukkutímum en það mun gerast að lokum og það er öllum fyrir bestu,“ sagði Zidane ákveðinn. Umboðsmaður Bale brjálaðurBale er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2022 og fær vel greitt hjá spænska stórveldinu enda var hann dýrasti leikmaður heims þegar Real keypti hann frá Tottenham sumarið 2013. Þessi þrítugi sóknarmaður hefur látið hafa eftir sér að honum líði vel í spænsku höfuðborginni og hefur hann ekki verið ýkja spenntur fyrir viðræðum við önnur félög. Jonathan Barnett, umboðsmaður Bale, var æfur yfir ummælum Zidane eftir leikinn gegn Bayern í nótt. „Zidane er sjálfum sér til skammar. Hann sýnir enga virðingu gagnvart leikmanni sem hefur gert svo mikið fyrir Real Madrid,“ sagði Barnett sem var í kjölfarið spurður að því hvort Bale væri nálægt því að yfirgefa Real Madrid. „Við erum að vinna í því,“ sagði Barnett. Líklegast þykir að Bale muni ganga í raðir Bayern Munchen en enskir fjölmiðlar skrifa reyndar um það í dag að næsti áfangastaður Walesverjans gæti komið öllum í opna skjöldu.Zinedine Zidane at Real Madrid:Games: 227 Goals: 49Assists: 66 Trophies: 6Gareth Bale at Real Madrid: Games: 231 Goals: 102 Assists: 65 Trophies: 13Put some respect on his name. pic.twitter.com/wWTZ4jwexF— 360Sources (@360Sources) July 21, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira