Umfjöllun Guardian um Hatara: Vilja næst spila í landi sem stundar ekki „ólöglegt hernám“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2019 09:33 Meðlimir Hatara spariklæddir á rauða dreglinum í Tel Aviv um helgina. Getty/Guy Prives Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. Söngvarar sveitarinnar, Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, lýsa pólitískri afstöðu sinni í keppninni og viðtökum í Ísrael í viðtalinu – og koma einnig inn á „fílinn í herberginu“.Spenna og hatursbréf Í greininni er rifjað upp að ísraelsk stjórnvöld hafi verið beitt þrýstingi vegna komu Hatara til landsins en innanríkisráðuneytið þar í landi hefur ítrekað verið hvatt til að meina Hatara inngöngu í landið. Þá hefur gagnrýni borist úr báðum áttum, þ.e. stuðningsmanna ísraelskra stjórnvalda annars vegar og Palestínumanna hins vegar. „Það er spenna. Það er fíll í herberginu,“ segir Matthías í því samhengi og bætir við að hljómsveitinni hafi borist hatursbréf. Þátttaka jafngildir pólitískri afstöðu Þá ítrekar Matthías það sem kom fram í viðtali breska ríkisútvarpsins við Hatara í gær, þ.e. að þeir muni beita sér fyrir því að varpa ljósi á stefnu ísraelskra stjórnvalda – einkum þegar kemur að Palestínu – þrátt fyrir að pólitískur áróður sé bannaður í keppninni.Hatari við BBC: „Fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi“„Eurovision er auðvitað fallegur hlutur sem er byggður á hugmyndum um frið og einingu og í ár er hún haldin í landi sem er þjakað af átökum og sundrung,“ segir Matthías. „Það að leyfa orðræðunni um mjúku, friðelskandi poppkeppnina fara fram óáreitta í þessu samhengi er, að okkar mati, ótrúlega pólitískt. Allir sem taka þátt í þessu eru að taka þátt í pólitískri yfirlýsingu, hvort sem þeir eru meðvitaðir um það eða ekki.“Fáránlegt að taka þátt í keppninni Þá er einnig drepið á heimsókn Hatara á Vesturbakkann en Matthías lýsir því sem „fáránlegu“ að taka þátt í keppninni. Þar séu allir kurteisir og hugsi aðeins um tónlistina. „Og að vera í þessari sápukúlu daginn eftir að hafa séð aðskilnaðarstefnuna í framkvæmd, klukkutíma bíltúr í burtu, er þversögn sem við viljum vera meðvitaðir um.“ Hataramenn eru að lokum inntir eftir framtíðarplönum og segjast þeir hyggja á útgáfu nýrrar plötu í september. Þá gera þeir einnig ákveðnar kröfur til tónleikastaða framtíðarinnar: „Spila á tónleikum í löndum þar sem ólöglegt hernám er ekki að eiga sér stað,“ segir Matthías um áætlanir sveitarinnar eftir Eurovision í Tel Aviv. Hatari stígur á stokk annað kvöld á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Sveitin hefur nú æft tvisvar á stóra sviðinu en í kvöld fer fram dómararennsli í Eurovision-höllinni. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, ræddi næstu daga í keppninni og viðtökurnar hingað til í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Eurovision Tengdar fréttir Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00 Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15 Hatari við BBC: „Fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi“ Breska ríkisútvarpið er með ítarlega úttekt á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár en þar eru fulltrúar Íslands, hljómsveitin Hatari, sagðir þeir líklegustu til að valda uppnámi. 12. maí 2019 22:11 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. Söngvarar sveitarinnar, Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, lýsa pólitískri afstöðu sinni í keppninni og viðtökum í Ísrael í viðtalinu – og koma einnig inn á „fílinn í herberginu“.Spenna og hatursbréf Í greininni er rifjað upp að ísraelsk stjórnvöld hafi verið beitt þrýstingi vegna komu Hatara til landsins en innanríkisráðuneytið þar í landi hefur ítrekað verið hvatt til að meina Hatara inngöngu í landið. Þá hefur gagnrýni borist úr báðum áttum, þ.e. stuðningsmanna ísraelskra stjórnvalda annars vegar og Palestínumanna hins vegar. „Það er spenna. Það er fíll í herberginu,“ segir Matthías í því samhengi og bætir við að hljómsveitinni hafi borist hatursbréf. Þátttaka jafngildir pólitískri afstöðu Þá ítrekar Matthías það sem kom fram í viðtali breska ríkisútvarpsins við Hatara í gær, þ.e. að þeir muni beita sér fyrir því að varpa ljósi á stefnu ísraelskra stjórnvalda – einkum þegar kemur að Palestínu – þrátt fyrir að pólitískur áróður sé bannaður í keppninni.Hatari við BBC: „Fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi“„Eurovision er auðvitað fallegur hlutur sem er byggður á hugmyndum um frið og einingu og í ár er hún haldin í landi sem er þjakað af átökum og sundrung,“ segir Matthías. „Það að leyfa orðræðunni um mjúku, friðelskandi poppkeppnina fara fram óáreitta í þessu samhengi er, að okkar mati, ótrúlega pólitískt. Allir sem taka þátt í þessu eru að taka þátt í pólitískri yfirlýsingu, hvort sem þeir eru meðvitaðir um það eða ekki.“Fáránlegt að taka þátt í keppninni Þá er einnig drepið á heimsókn Hatara á Vesturbakkann en Matthías lýsir því sem „fáránlegu“ að taka þátt í keppninni. Þar séu allir kurteisir og hugsi aðeins um tónlistina. „Og að vera í þessari sápukúlu daginn eftir að hafa séð aðskilnaðarstefnuna í framkvæmd, klukkutíma bíltúr í burtu, er þversögn sem við viljum vera meðvitaðir um.“ Hataramenn eru að lokum inntir eftir framtíðarplönum og segjast þeir hyggja á útgáfu nýrrar plötu í september. Þá gera þeir einnig ákveðnar kröfur til tónleikastaða framtíðarinnar: „Spila á tónleikum í löndum þar sem ólöglegt hernám er ekki að eiga sér stað,“ segir Matthías um áætlanir sveitarinnar eftir Eurovision í Tel Aviv. Hatari stígur á stokk annað kvöld á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Sveitin hefur nú æft tvisvar á stóra sviðinu en í kvöld fer fram dómararennsli í Eurovision-höllinni. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, ræddi næstu daga í keppninni og viðtökurnar hingað til í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00 Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15 Hatari við BBC: „Fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi“ Breska ríkisútvarpið er með ítarlega úttekt á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár en þar eru fulltrúar Íslands, hljómsveitin Hatari, sagðir þeir líklegustu til að valda uppnámi. 12. maí 2019 22:11 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00
Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15
Hatari við BBC: „Fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi“ Breska ríkisútvarpið er með ítarlega úttekt á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár en þar eru fulltrúar Íslands, hljómsveitin Hatari, sagðir þeir líklegustu til að valda uppnámi. 12. maí 2019 22:11