Demókratar deildu: „Milljarðamæringar í vínhellum eiga ekki að velja næsta forseta“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 11:28 Frambjóðendurnir sjö á sviði í gær. AP/Chris Carlson Helstu forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Los Angeles í gær. Sjö frambjóðendur tóku þátt í kappræðunum. Andrew Yang, Pete Buttigieg, Eilizabeth Warren, Joe Biden, Bernie Sanders, Amy Klobuchar og Tom Steyer. Sex vikur eru þar til fyrstu atkvæðagreiðslurnar í forvalinu fara fram. Kappræðurnar fóru að mestu rólega fram en það einkenndi þær hvernig aðrir frambjóðendur beindu spjótum sínum að Pete Buttigieg. Að mestu snerust ummæli frambjóðenda um Buttigieg að reynsluleysi hans og vinsældum hans meðal auðjöfra. Hinn 37 ára gamli borgarstjóri frá Indiana hefur rakað inn peningum í kosningabaráttunni og fjölmiðlar vestanhafs segja það hafa farið í taugarnar á öðrum þekktari og reynslumeiri frambjóðendum. Fréttir um fjáröflunarkvöldverð Buttigieg í Napa hafa vakið mikla athygli þar sem hann snæddi kvöldverð með auðugum aðilum í vínhelli. Hann var á hælunum mest allt kvöldið.Elizabeth Warren og Buttigieg deildu hvað mest og snerust þær deilur að mestu um þennan helli. Warren hefur ekki tekið á móti fjárveitingum frá ríkum aðilum og þykir með frjálslyndari frambjóðendum flokksins. Deilur þeirra hafa verið að byggjast upp og þá sérstaklega vegna þess að Buttigieg hefur verið að laða fylgjendur Warren til sín. Buttigieg virtist tilbúinn með svar og benti á að hann væri bókstaflega eini aðilinn á sviðinu sem væri ekki milljóna- eða milljarðamæringur. Eigur Warren væru til dæmis hundrað sinnum meiri en eigur hans. Þá sagði hann að ef Warren vildi leggja til kosningasjóða hans myndi hann taka því fagnandi þó hún væri mun auðugri en hann. Hann gagnrýndi hana einnig fyrir að hafa tekið við framlögum auðjöfra í framboði hennar til öldungadeildarinnar í fyrra og flutt rúmar tíu milljónir dala úr til núverandi kosningabaráttu sinnar. Amy Klobuchar gagnrýndi Buttigieg einnig en hún gagnrýndi hann fyrir reynsluleysi. Hún sagðist sjálf hafa sýnt að hún geti unnið kosningar. Hann svaraði einnig og sagði að eflaust þætti henni lítið til koma varðandi stærð South Bend, borgarinnar sem Buttigieg hefur verið bæjarstjóri í undanfarin ári. En ef hún vildi spá í hver gæti sigrað kosningar ætti hún að ímynda sér hvernig það væri að fá 80 prósent atkvæða sem samkynhneigður maður í Indiana, þar sem Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og alræmdur hommahatari, var ríkisstjóri. Kappræðurnar sneru þó alls ekki eingöngu að Pete Buttigieg. Frambjóðendurnir ræddu einnig hver ætti besta möguleikann á því að sigra Donald Trump, ákærurnar gegn forsetanum, spillingu, aldur og kynþætti. Joe Biden, sem er hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrata, miðað við kannanir, þykir hafa staðið sig temmilega vel og sérstaklega með tilliti til þess að í fyrri kappræðum hefur hann ekki staðið sig vel. Þrátt fyrir það hefur Biden gengið vel í könnunum. Biden nefndi það að hann gæti átt auðveldara en aðrir frambjóðendur með að vinna með Repúblikönum á þingi. Hann hefði sýnt það í gegnum tíðina. „Ef einhver hefur tilefni til að vera reiður út í Repúblikana og til að vilja ekki vinna með þeim, er það ég. Þeir hafa ráðist á mig, son minn og fjölskyldu,“ sagði Biden. „Staðreyndin er samt sú að við verðum, við verðum að koma hlutunum í verk.“ Hér að neðan má sjá samantekt Washington Post frá gærkvöldinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Helstu forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Los Angeles í gær. Sjö frambjóðendur tóku þátt í kappræðunum. Andrew Yang, Pete Buttigieg, Eilizabeth Warren, Joe Biden, Bernie Sanders, Amy Klobuchar og Tom Steyer. Sex vikur eru þar til fyrstu atkvæðagreiðslurnar í forvalinu fara fram. Kappræðurnar fóru að mestu rólega fram en það einkenndi þær hvernig aðrir frambjóðendur beindu spjótum sínum að Pete Buttigieg. Að mestu snerust ummæli frambjóðenda um Buttigieg að reynsluleysi hans og vinsældum hans meðal auðjöfra. Hinn 37 ára gamli borgarstjóri frá Indiana hefur rakað inn peningum í kosningabaráttunni og fjölmiðlar vestanhafs segja það hafa farið í taugarnar á öðrum þekktari og reynslumeiri frambjóðendum. Fréttir um fjáröflunarkvöldverð Buttigieg í Napa hafa vakið mikla athygli þar sem hann snæddi kvöldverð með auðugum aðilum í vínhelli. Hann var á hælunum mest allt kvöldið.Elizabeth Warren og Buttigieg deildu hvað mest og snerust þær deilur að mestu um þennan helli. Warren hefur ekki tekið á móti fjárveitingum frá ríkum aðilum og þykir með frjálslyndari frambjóðendum flokksins. Deilur þeirra hafa verið að byggjast upp og þá sérstaklega vegna þess að Buttigieg hefur verið að laða fylgjendur Warren til sín. Buttigieg virtist tilbúinn með svar og benti á að hann væri bókstaflega eini aðilinn á sviðinu sem væri ekki milljóna- eða milljarðamæringur. Eigur Warren væru til dæmis hundrað sinnum meiri en eigur hans. Þá sagði hann að ef Warren vildi leggja til kosningasjóða hans myndi hann taka því fagnandi þó hún væri mun auðugri en hann. Hann gagnrýndi hana einnig fyrir að hafa tekið við framlögum auðjöfra í framboði hennar til öldungadeildarinnar í fyrra og flutt rúmar tíu milljónir dala úr til núverandi kosningabaráttu sinnar. Amy Klobuchar gagnrýndi Buttigieg einnig en hún gagnrýndi hann fyrir reynsluleysi. Hún sagðist sjálf hafa sýnt að hún geti unnið kosningar. Hann svaraði einnig og sagði að eflaust þætti henni lítið til koma varðandi stærð South Bend, borgarinnar sem Buttigieg hefur verið bæjarstjóri í undanfarin ári. En ef hún vildi spá í hver gæti sigrað kosningar ætti hún að ímynda sér hvernig það væri að fá 80 prósent atkvæða sem samkynhneigður maður í Indiana, þar sem Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og alræmdur hommahatari, var ríkisstjóri. Kappræðurnar sneru þó alls ekki eingöngu að Pete Buttigieg. Frambjóðendurnir ræddu einnig hver ætti besta möguleikann á því að sigra Donald Trump, ákærurnar gegn forsetanum, spillingu, aldur og kynþætti. Joe Biden, sem er hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrata, miðað við kannanir, þykir hafa staðið sig temmilega vel og sérstaklega með tilliti til þess að í fyrri kappræðum hefur hann ekki staðið sig vel. Þrátt fyrir það hefur Biden gengið vel í könnunum. Biden nefndi það að hann gæti átt auðveldara en aðrir frambjóðendur með að vinna með Repúblikönum á þingi. Hann hefði sýnt það í gegnum tíðina. „Ef einhver hefur tilefni til að vera reiður út í Repúblikana og til að vilja ekki vinna með þeim, er það ég. Þeir hafa ráðist á mig, son minn og fjölskyldu,“ sagði Biden. „Staðreyndin er samt sú að við verðum, við verðum að koma hlutunum í verk.“ Hér að neðan má sjá samantekt Washington Post frá gærkvöldinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira