Hræðilegt að milljónaverðmætum hafi verið stolið svona rétt fyrir jól Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 12:56 Verslun Hjálmars Torfasonar fagnar sextíu ára rekstri á næsta ári. Vísir/vilhelm Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. Eigandi verslunarinnar segir aðkomuna hafa verið ógeðslega en stendur vaktina í búðinni í dag, þrátt fyrir áfallið.RÚV greindi fyrst frá innbrotinu nú í hádeginu. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn sé enn í haldi en hann var handtekinn skömmu eftir að tilkynnt var um innbrotið. Hann hefur ekki verið yfirheyrður en fyrirhugað er að gera það í dag. Guðmundur segir að skartgripirnir sem stolið var séu ekki fundnir. Verðmæti þeirra er talið hlaupa á milljónum króna. Málið er í rannsókn. Fjölskyldan lagðist á eitt Torfi Hjálmarsson eigandi verslunarinnar segir í samtali við Vísi að innbrotið hafi reynst sér afar þungbært, sérstaklega svona rétt fyrir jól. „Ég er í sjokki. Þetta er ekki gott mál. Bara hræðilegt.“Hvernig var aðkoman?„Hún var ógeðsleg. Fronturinn er skemmdur, hurðin er ónýt. Aðaltjónið er náttúrulega þýfið, skartgripirnir.“ Torfi ber lögreglu afar vel söguna og segir hana standa fagmannlega að rannsókn málsins. „Þeir eru búnir að vera að vinna í allan morgun í rannsókn og ég stend bara fyrir aftan og reyni að gera eitthvað annað en að snúast í hringi. Þeir eru ótrúlega „prófessjonal“ og ofsalega flottir. Það er allavega gott en svo veit ég ekkert meir. Ég veit ekkert hvernig rannsóknin gengur.“ Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og fagnar sextíu ára afmæli sínu á næsta ári. Torfi segir að hann hafi notið aðstoðar fjölskyldu sinnar í dag en það þýði ekkert annað en að halda versluninni opinni nú rétt fyrir jól. „Það er ekkert annað að gera. Þetta er auðvitað alltaf erfitt, en þessi tími... Ég á mjög góða fjölskyldu og það komu allir og lögðust á eitt, þannig að það er opið.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. Eigandi verslunarinnar segir aðkomuna hafa verið ógeðslega en stendur vaktina í búðinni í dag, þrátt fyrir áfallið.RÚV greindi fyrst frá innbrotinu nú í hádeginu. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn sé enn í haldi en hann var handtekinn skömmu eftir að tilkynnt var um innbrotið. Hann hefur ekki verið yfirheyrður en fyrirhugað er að gera það í dag. Guðmundur segir að skartgripirnir sem stolið var séu ekki fundnir. Verðmæti þeirra er talið hlaupa á milljónum króna. Málið er í rannsókn. Fjölskyldan lagðist á eitt Torfi Hjálmarsson eigandi verslunarinnar segir í samtali við Vísi að innbrotið hafi reynst sér afar þungbært, sérstaklega svona rétt fyrir jól. „Ég er í sjokki. Þetta er ekki gott mál. Bara hræðilegt.“Hvernig var aðkoman?„Hún var ógeðsleg. Fronturinn er skemmdur, hurðin er ónýt. Aðaltjónið er náttúrulega þýfið, skartgripirnir.“ Torfi ber lögreglu afar vel söguna og segir hana standa fagmannlega að rannsókn málsins. „Þeir eru búnir að vera að vinna í allan morgun í rannsókn og ég stend bara fyrir aftan og reyni að gera eitthvað annað en að snúast í hringi. Þeir eru ótrúlega „prófessjonal“ og ofsalega flottir. Það er allavega gott en svo veit ég ekkert meir. Ég veit ekkert hvernig rannsóknin gengur.“ Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og fagnar sextíu ára afmæli sínu á næsta ári. Torfi segir að hann hafi notið aðstoðar fjölskyldu sinnar í dag en það þýði ekkert annað en að halda versluninni opinni nú rétt fyrir jól. „Það er ekkert annað að gera. Þetta er auðvitað alltaf erfitt, en þessi tími... Ég á mjög góða fjölskyldu og það komu allir og lögðust á eitt, þannig að það er opið.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira