Kolbeinn Þórðarson var hetja Lommel gegn Beerschot í belgísku B-deildinni í kvöld.
Kolbeinn var í byrjunarliði Lommel og kom hann þeim yfir á 19. mínútu leiksins.
Það reyndist eina markið sem skorað var og því sigurmarkið. Sigurinn kom Lommel úr fallsæti, með 21 stig eftir 20 umferðir.
Markið var það fyrsta sem Kolbeinn gerir fyrir sitt nýja félag en hann gekk í raðir Lommel í september.
Ari Freyr Skúlason var ekki í leikmannahópi Oostende í efstu deild í Belgíu vegna meiðsla. Oostende tapaði 1-0 fyrir Mechelen.
Kolbeinn með sigurmark Lommel
