Margir vanmeta aðstæður við Fimmvörðuháls Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júlí 2019 06:00 Sigið í útkalli. Mynd/Landsbjörg. Þrjú slys urðu á aðeins fimm dögum á Fimmvörðuhálsi fyrir skemmstu. Einn hinna slösuðu var Íslendingur og hinir tveir erlendir ferðamenn. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir tíðarfarið og mannfjöldann helstu skýringuna. „Fjöldi útkalla sveiflast töluvert á milli ára,“ segir Davíð. „Sumarið í fyrra var rólegra og sumarið þar áður enn rólegra.“ Davíð segir að fólk eigi það til að vanmeta aðstæður og ofmeta eigin getu. Á stað eins og Fimmvörðuhálsi geti veður skipast skjótt í lofti. Í nýjasta útkallinu sá Davíð bláan himinn breytast í svartaþoku á örskömmum tíma. „Þarna ertu kominn upp á hálendi, í 1.100 metra hæð. Það var snjór þar sem útkallið var í gær. Við ákváðum að fara upp snjóskaflinn af því að það var talið öruggara en að fara upp grjótið.“ Að sögn Davíðs er sífellt verið að bæta við skiltum og auka upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna. „Í fullkomnum heimi væru þarna mannaðar stöðvar eins og þekkist víða erlendis. Þar ferðu ekki inn á gönguleiðir án þess að tala við landvörð, gera grein fyrir þér og fá mat á því hvort þú sért nógu vel búinn fyrir ferðina.“ Landsbjörg verðleggur ekki hvert útkall og Davíð segir að mesti kostnaðurinn felist í því að hafa menn til staðar. Allt sé unnið í sjálfboðavinnu og stuðningur atvinnurekenda sé ómetanlegur. Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Tengdar fréttir Björguðu göngumanni úr sjálfheldu í flókinni aðgerð Björgunarsveitir á Suðurlandi björguðu í gærkvöldi manni sem rann við klifur og festi fótinn milli steina í Goðahrauni. 23. júlí 2019 06:34 Rann 300 metra áður en hann nam staðar á syllu Björgunarsveitir á Suðurlandi fengu útkall um klukkan sex í gær að maður væri í sjálfheldu á í Goðahrauni. 23. júlí 2019 11:24 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Þrjú slys urðu á aðeins fimm dögum á Fimmvörðuhálsi fyrir skemmstu. Einn hinna slösuðu var Íslendingur og hinir tveir erlendir ferðamenn. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir tíðarfarið og mannfjöldann helstu skýringuna. „Fjöldi útkalla sveiflast töluvert á milli ára,“ segir Davíð. „Sumarið í fyrra var rólegra og sumarið þar áður enn rólegra.“ Davíð segir að fólk eigi það til að vanmeta aðstæður og ofmeta eigin getu. Á stað eins og Fimmvörðuhálsi geti veður skipast skjótt í lofti. Í nýjasta útkallinu sá Davíð bláan himinn breytast í svartaþoku á örskömmum tíma. „Þarna ertu kominn upp á hálendi, í 1.100 metra hæð. Það var snjór þar sem útkallið var í gær. Við ákváðum að fara upp snjóskaflinn af því að það var talið öruggara en að fara upp grjótið.“ Að sögn Davíðs er sífellt verið að bæta við skiltum og auka upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna. „Í fullkomnum heimi væru þarna mannaðar stöðvar eins og þekkist víða erlendis. Þar ferðu ekki inn á gönguleiðir án þess að tala við landvörð, gera grein fyrir þér og fá mat á því hvort þú sért nógu vel búinn fyrir ferðina.“ Landsbjörg verðleggur ekki hvert útkall og Davíð segir að mesti kostnaðurinn felist í því að hafa menn til staðar. Allt sé unnið í sjálfboðavinnu og stuðningur atvinnurekenda sé ómetanlegur.
Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Tengdar fréttir Björguðu göngumanni úr sjálfheldu í flókinni aðgerð Björgunarsveitir á Suðurlandi björguðu í gærkvöldi manni sem rann við klifur og festi fótinn milli steina í Goðahrauni. 23. júlí 2019 06:34 Rann 300 metra áður en hann nam staðar á syllu Björgunarsveitir á Suðurlandi fengu útkall um klukkan sex í gær að maður væri í sjálfheldu á í Goðahrauni. 23. júlí 2019 11:24 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Björguðu göngumanni úr sjálfheldu í flókinni aðgerð Björgunarsveitir á Suðurlandi björguðu í gærkvöldi manni sem rann við klifur og festi fótinn milli steina í Goðahrauni. 23. júlí 2019 06:34
Rann 300 metra áður en hann nam staðar á syllu Björgunarsveitir á Suðurlandi fengu útkall um klukkan sex í gær að maður væri í sjálfheldu á í Goðahrauni. 23. júlí 2019 11:24