Innlent

Björguðu göngumanni úr sjálfheldu í flókinni aðgerð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fimm hópar björgunarsveitafólks voru sendir upp Fimmvörðuháls á bílum og sexhjólum í átt að manninum.
Fimm hópar björgunarsveitafólks voru sendir upp Fimmvörðuháls á bílum og sexhjólum í átt að manninum. Vísir/vilhelm

Björgunarsveitir á Suðurlandi björguðu í gærkvöldi manni sem rann við klifur og festi fótinn milli steina í Goðahrauni nálægt Fimmvörðuhálsi.

Mbl hafði eftir Davíð Má Björgvinssyni upplýsingafulltrúa Landsbjargar í gær að björgunarsveitarmenn hefðu náð að koma manninum, sem er erlendur, upp af syllunni klukkan hálftólf. Maðurinn var um fimm klukkutíma á syllunni í mikilli þoku og var kaldur og hrakinn. Þá voru aðstæður á vettvangi erfiðar, miklar skriður og klettar auk þess sem þoka lá yfir svæðinu.

Davíð lýsti aðgerðum björgunarsveita jafnframt sem „tæknilega erfiðum“ í samtali við Mbl en í tilkynningu frá Landsbjörg kom fram að mögulega þyrfti að notast við sérstakan fjallbjörgunarbúnað til að ná manninum af syllunni.

Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna mannsins um klukkan sex í gær. Félagi mannsins tilkynnti um atvikið en maðurinn hafði hafði verið að klifra þegar hann rann niður á syllu og festi fótinn á milli steina. Maðurinn hlaut ekki sýnilega áverka en var þó kvalinn, að því er segir í tilkynningu.

Fimm hópar björgunarsveitafólks voru sendir upp Fimmvörðuháls á bílum og sexhjólum í átt að manninum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.