Dæmdur í 55 ára fangelsi eftir að hafa gefið út lag um morðið á flótta undan réttvísinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júlí 2019 12:43 Skjáskot úr myndbandi Tay K við lagið The Race, þar sem hann fjallar um morðið og flóttann undan lögregla. Skjáskot/youtube Bandaríski rapparinn Tay-K, sem heitir réttu nafni Taymor McIntyre, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi fyrir morð. Saksóknari notaði gríðarvinsælt lag, sem rapparinn gaf út þegar hann var á flótta undan réttvísinni, sem sönnunargögn í málinu. McIntyre, sem nú er nítján ára, var aðeins sautján ára þegar hann framdi morðið ásamt sex mönnum, sem einnig voru dæmdir fyrir verknaðinn. Sjömenningarnir réðust inn á heimili Ethan Walker í borginni Mansfield í Texas í júlí árið 2016 og hugðust ræna hann. Það fór á endanum svo að Walker var skotinn til bana. Lögmenn McIntyre byggðu mál sitt m.a. á því að hann hefði ekki tekið í gikkinn og sjálfur sagðist rapparinn aðeins hafa verið á staðnum til þess að leita uppi eiturlyf á heimilinu og stela þeim. Hann var hins vegar fundinn sekur um morð og vopnað rán. Rappferill McIntyre blómstraði í takt við umfjöllun um morðákæruna og málaferlin sem fylgdu í kjölfarið. Hann var úrskurðaður í stofufangelsi en árið 2017 lagði hann á flótta, sem hann tilkynnti jafnframt um á Twitter-reikningi sínum með orðunum: „fuck dis house arrest shit … they gn hav 2 catch me“, sem á íslensku gæti útlagst sem: „Þetta stofufangelsi má fara til fjandans – þeir verða að ná mér.“McIntyre komst frá Texas til New Jersey og tók þar upp lagið The Race, sem hlusta má á í spilaranum hér að ofan. Lagið fjallar m.a. um flótta hans undan réttvísinni og ákærurnar á hendur honum. Horft hefur verið á myndbandið við lagið yfir 170 milljón sinnum á YouTube. Saksóknarar spiluðu myndbandið við réttarhöldin í viðleitni til að sýna fram á sekt McIntyre en í því má m.a. sjá rapparann fyrir framan veggspjald, þar sem lýst er eftir honum, og þá var farið yfir texta lagsins með kviðdómnum. Lögregla hafði hendur í hári rapparans í júní árið 2017. Hann er sakaður um að hafa myrt annan mann, hinn 23 ára Mark Saldivar, og lamið og rænt annan, hinn 65 ára Owney Pepe, þegar hann var á flótta. Bandaríkin Tónlist Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Bandaríski rapparinn Tay-K, sem heitir réttu nafni Taymor McIntyre, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi fyrir morð. Saksóknari notaði gríðarvinsælt lag, sem rapparinn gaf út þegar hann var á flótta undan réttvísinni, sem sönnunargögn í málinu. McIntyre, sem nú er nítján ára, var aðeins sautján ára þegar hann framdi morðið ásamt sex mönnum, sem einnig voru dæmdir fyrir verknaðinn. Sjömenningarnir réðust inn á heimili Ethan Walker í borginni Mansfield í Texas í júlí árið 2016 og hugðust ræna hann. Það fór á endanum svo að Walker var skotinn til bana. Lögmenn McIntyre byggðu mál sitt m.a. á því að hann hefði ekki tekið í gikkinn og sjálfur sagðist rapparinn aðeins hafa verið á staðnum til þess að leita uppi eiturlyf á heimilinu og stela þeim. Hann var hins vegar fundinn sekur um morð og vopnað rán. Rappferill McIntyre blómstraði í takt við umfjöllun um morðákæruna og málaferlin sem fylgdu í kjölfarið. Hann var úrskurðaður í stofufangelsi en árið 2017 lagði hann á flótta, sem hann tilkynnti jafnframt um á Twitter-reikningi sínum með orðunum: „fuck dis house arrest shit … they gn hav 2 catch me“, sem á íslensku gæti útlagst sem: „Þetta stofufangelsi má fara til fjandans – þeir verða að ná mér.“McIntyre komst frá Texas til New Jersey og tók þar upp lagið The Race, sem hlusta má á í spilaranum hér að ofan. Lagið fjallar m.a. um flótta hans undan réttvísinni og ákærurnar á hendur honum. Horft hefur verið á myndbandið við lagið yfir 170 milljón sinnum á YouTube. Saksóknarar spiluðu myndbandið við réttarhöldin í viðleitni til að sýna fram á sekt McIntyre en í því má m.a. sjá rapparann fyrir framan veggspjald, þar sem lýst er eftir honum, og þá var farið yfir texta lagsins með kviðdómnum. Lögregla hafði hendur í hári rapparans í júní árið 2017. Hann er sakaður um að hafa myrt annan mann, hinn 23 ára Mark Saldivar, og lamið og rænt annan, hinn 65 ára Owney Pepe, þegar hann var á flótta.
Bandaríkin Tónlist Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira