Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. september 2019 06:00 Náttúrufræðistofnun segir lundann í bráðri hættu. Fréttablaðið/Stefán Innan umhverfisráðuneytisins eru nú til skoðunar aðgerðir til að sporna við fækkun lundans og annarra svartfuglategunda á grundvelli núverandi laga. Heildarendurskoðun á villidýralögum verður gerð í vor. „Ég óskaði eftir frekari gögnum um stofnstærðir svartfugla til að meta aðgerðir byggðar á núverandi löggjöf. Það er nú í skoðun í ráðuneytinu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Sumt er á valdi okkar að stýra en til dæmis er erfiðara að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga á fæðuframboð svartfugla. Ég tel að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða hvað varðar svartfugla og sérstaklega lundann sem flokkast í mikilli hættu.“ Samkvæmt válista Náttúrufræðistofnunar, sem birtur var haustið 2018, er lundinn metinn í bráðri hættu. Ekkert stig er fyrir ofan nema útdauði. Stærð lundastofnsins hefur farið niður á við undanfarna áratugi og er lundinn mikið veiddur til sölu á veitingastöðum. Árið 2017 var teista friðuð fyrir skotveiðum en hún er aðeins metin í hættu en ekki bráðri hættu.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Fréttablaðið/AntonVinna er hafin við heildarendurskoðun á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum og hyggst Guðmundur leggja fram frumvarp í vor. Endurskoðunin var boðuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2017. Fyrirhugaðar breytingar verða að einhverju leyti byggðar á viðamikilli skýrslu frá árinu 2013. Samkvæmt núverandi löggjöf er meginreglan að villt dýr séu friðuð og heimild til veiða séu undantekningar. Guðmundur segir að ekki verði hróflað við þessari reglu. „Með löggjöfinni verður sjálfbær nýting og sjálfbærar veiðar leiðarljósið,“ segir hann. „Það verður að vera góður vísindalegur grundvöllur fyrir nýtingu og veiðum. Því er mikilvægt að ráðast í að vinna stjórnunar- og nýtingaráætlanir fyrir alla þá stofna sem eru nýttir.“ Slíkt mat lægi til ákvörðunar um veiðar og nýtingu, friðun, sölubann eða aðrar aðgerðir. Lundaveiðar eru hlunnindaveiðar og það hefur flækt málin hvað varðar verndunaraðgerðir. Friðunarákvæði laganna mega ekki vera þeirri nýtingu til fyrirstöðu heldur aðeins sölu og skotveiðum. Guðmundur segir að þetta atriði verði skoðað við endurskoðun laganna. Telur hann langsótt að landeigendur gætu átt rétt á skaðabótum vegna þessa. „Hér er verið að ræða um auðlindanýtingu sem byggir á vísindum. Útgerðarmenn geta til dæmis ekki átt skaðabótakröfu vegna aflastýringar fiskistofna,“ segir Guðmundur. „Ef til kæmi almenn og gegnsæ takmörkun á vísindalegum grunni til verndar náttúrunni þá sé ég ekki að það gangi gegn sjónarmiðum um eignarrétt.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Innan umhverfisráðuneytisins eru nú til skoðunar aðgerðir til að sporna við fækkun lundans og annarra svartfuglategunda á grundvelli núverandi laga. Heildarendurskoðun á villidýralögum verður gerð í vor. „Ég óskaði eftir frekari gögnum um stofnstærðir svartfugla til að meta aðgerðir byggðar á núverandi löggjöf. Það er nú í skoðun í ráðuneytinu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Sumt er á valdi okkar að stýra en til dæmis er erfiðara að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga á fæðuframboð svartfugla. Ég tel að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða hvað varðar svartfugla og sérstaklega lundann sem flokkast í mikilli hættu.“ Samkvæmt válista Náttúrufræðistofnunar, sem birtur var haustið 2018, er lundinn metinn í bráðri hættu. Ekkert stig er fyrir ofan nema útdauði. Stærð lundastofnsins hefur farið niður á við undanfarna áratugi og er lundinn mikið veiddur til sölu á veitingastöðum. Árið 2017 var teista friðuð fyrir skotveiðum en hún er aðeins metin í hættu en ekki bráðri hættu.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Fréttablaðið/AntonVinna er hafin við heildarendurskoðun á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum og hyggst Guðmundur leggja fram frumvarp í vor. Endurskoðunin var boðuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2017. Fyrirhugaðar breytingar verða að einhverju leyti byggðar á viðamikilli skýrslu frá árinu 2013. Samkvæmt núverandi löggjöf er meginreglan að villt dýr séu friðuð og heimild til veiða séu undantekningar. Guðmundur segir að ekki verði hróflað við þessari reglu. „Með löggjöfinni verður sjálfbær nýting og sjálfbærar veiðar leiðarljósið,“ segir hann. „Það verður að vera góður vísindalegur grundvöllur fyrir nýtingu og veiðum. Því er mikilvægt að ráðast í að vinna stjórnunar- og nýtingaráætlanir fyrir alla þá stofna sem eru nýttir.“ Slíkt mat lægi til ákvörðunar um veiðar og nýtingu, friðun, sölubann eða aðrar aðgerðir. Lundaveiðar eru hlunnindaveiðar og það hefur flækt málin hvað varðar verndunaraðgerðir. Friðunarákvæði laganna mega ekki vera þeirri nýtingu til fyrirstöðu heldur aðeins sölu og skotveiðum. Guðmundur segir að þetta atriði verði skoðað við endurskoðun laganna. Telur hann langsótt að landeigendur gætu átt rétt á skaðabótum vegna þessa. „Hér er verið að ræða um auðlindanýtingu sem byggir á vísindum. Útgerðarmenn geta til dæmis ekki átt skaðabótakröfu vegna aflastýringar fiskistofna,“ segir Guðmundur. „Ef til kæmi almenn og gegnsæ takmörkun á vísindalegum grunni til verndar náttúrunni þá sé ég ekki að það gangi gegn sjónarmiðum um eignarrétt.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira