Ronaldo var einn þeirra sem var tilnefndur sem leikmaður ársins hjá FIFA en auk Ronaldo voru Lionel Messi og Virgil Van Dijk tilnefndir.
Portúgalinn var ekki mættur til Mílan í gær og hann birti svo mynd af sér í stofunni heima að lesa bók. Lionel Messi var svo valinn besti leikmaður FIFA á árinu.
Paciência e persistência sao duas caracteristicas que diferenciam o profissional do amador. Tudo o que hoje é grande um dia começou pequeno. Você não pode fazer tudo, mas faça tudo o que puder para transformar seus sonhos em realidade. E procure manter em mente que depois da noite sempre vem o amanhecer. LRView this post on Instagram
A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on Sep 23, 2019 at 1:20pm PDT
Ronaldo hefur verið að glíma við meiðsli og verður ekki með Juventus í kvöld sem mætir Brescia en spurning er hvort að það hafi haldið aftur að honum að ferðast frá Tórínó til Mílan fyrir hátíðina.
Það er ljóst að Maurizio Sarri, stjóri Juventus, hefur ekki bannað sínum mönnum að mæta því Matthijs De Ligt, samherji Ronaldo hjá Juventus, var mættur á hátíðina
Þeir voru báðir í úrvalsliði FIFA á síðustu leiktíð og Hollendingurinn tók við sínum verðlaunum en Portúgalinn var ekki sjáanlegur.