Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2019 22:40 Frá minningarathöfn í dag. EPA/ADAM WARLAWA Maðurinn sem stakk Pawal Adamowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, á langan sakaferil að baki. Hann hefur með annars verið dæmdur fyrir bankarán og árás á lögregluþjón. Honum var síðast sleppt úr fangelsi undir lok síðasta árs. Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. Hann verður látinn sæta geðrannsókn svo kanna megi hvort hægt sé að rétta yfir honum. Fregnir herma, samkvæmt BBC, að árásarmaðurinn, sem er 27 ára gamall, hafi öskrað Adamowicz er dauður á sviði og sagt að hann hafi verið ranglega dæmdur og fangelsaður. Þá mun hann hafa sagt að hann hefði verið pyntaður í fangelsi.Adamowicz gekkst undir fimm klukkustunda langa skurðaðgerð. Hann fékk meðal annars stungusár á hjartað og vélindað. Læknar segja hann hafa fengið 41 skammt af blóði á meðan á aðgerðinni stóð og þegar fregnir af alvarleika sára hans bárust mynduðust langar raðir af fólki sem vildi gefa blóð. Jónína Benediktsdóttir, sem er stödd í Gdansk, segir íbúa borgarinnar í Póllandi hálflamaða af sorg vegna morðs borgarstjórans Pawel Adamowicz. Hann var stunginn á góðgerðarviðburði í gær og lést á sjúkrahúsi í dag. Pawels Adamowicz var 53 ára gamall. Hann hlaut alvarlega kviðáverka í árásinni og gekkst undir fimm klukkustunda langa skurðaðgerð. Jónína segir Adamowicz hafa verið vel liðinn í borginni og Gdansk hafi blómstrað undir hans stjórn. Hann tók við stjórn borgarinnar árið 1998 og var endurkjörinn fjórum sinnum, nú síðast í nóvember.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um morðið, þar sem rætt var við Jónínu. Pólland Tengdar fréttir Íbúar Gdansk hvattir til að gefa borgarstjóranum blóð Ástand borgarstjórans Pawel Adamowicz er sagt mjög alvarlegt eftir að hann var stunginn með hníf í gær. 14. janúar 2019 10:09 Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14 Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Maðurinn sem stakk Pawal Adamowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, á langan sakaferil að baki. Hann hefur með annars verið dæmdur fyrir bankarán og árás á lögregluþjón. Honum var síðast sleppt úr fangelsi undir lok síðasta árs. Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. Hann verður látinn sæta geðrannsókn svo kanna megi hvort hægt sé að rétta yfir honum. Fregnir herma, samkvæmt BBC, að árásarmaðurinn, sem er 27 ára gamall, hafi öskrað Adamowicz er dauður á sviði og sagt að hann hafi verið ranglega dæmdur og fangelsaður. Þá mun hann hafa sagt að hann hefði verið pyntaður í fangelsi.Adamowicz gekkst undir fimm klukkustunda langa skurðaðgerð. Hann fékk meðal annars stungusár á hjartað og vélindað. Læknar segja hann hafa fengið 41 skammt af blóði á meðan á aðgerðinni stóð og þegar fregnir af alvarleika sára hans bárust mynduðust langar raðir af fólki sem vildi gefa blóð. Jónína Benediktsdóttir, sem er stödd í Gdansk, segir íbúa borgarinnar í Póllandi hálflamaða af sorg vegna morðs borgarstjórans Pawel Adamowicz. Hann var stunginn á góðgerðarviðburði í gær og lést á sjúkrahúsi í dag. Pawels Adamowicz var 53 ára gamall. Hann hlaut alvarlega kviðáverka í árásinni og gekkst undir fimm klukkustunda langa skurðaðgerð. Jónína segir Adamowicz hafa verið vel liðinn í borginni og Gdansk hafi blómstrað undir hans stjórn. Hann tók við stjórn borgarinnar árið 1998 og var endurkjörinn fjórum sinnum, nú síðast í nóvember.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um morðið, þar sem rætt var við Jónínu.
Pólland Tengdar fréttir Íbúar Gdansk hvattir til að gefa borgarstjóranum blóð Ástand borgarstjórans Pawel Adamowicz er sagt mjög alvarlegt eftir að hann var stunginn með hníf í gær. 14. janúar 2019 10:09 Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14 Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Íbúar Gdansk hvattir til að gefa borgarstjóranum blóð Ástand borgarstjórans Pawel Adamowicz er sagt mjög alvarlegt eftir að hann var stunginn með hníf í gær. 14. janúar 2019 10:09
Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14
Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14