Innlent

Konan ekki í lífshættu eftir fallið fram af svölunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Konunni var hrint fram af svölum íbúðarhúss í Breiðholti.
Konunni var hrint fram af svölum íbúðarhúss í Breiðholti. Vísir/vilhelm
Ekki er búið að ákveða hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri sem talinn er hafa hrint konu fram af svölum í Breiðholti í gærkvöldi. Konan, sem er á þrítugsaldri, er illa slösuð eftir fallið en ekki í lífshættu.

Lögreglu barst tilkynning um málið á níunda tímanum í gær. Konan var flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús og maðurinn handtekinn á vettvangi.

Einar Guðberg Jónsson lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild segir í samtali við Vísi að yfirheyrslur séu nú í gangi. Hann getur ekki staðfest að rætt hafi verið við manninn eða vitni á vettvangi. Tekin verði ákvörðun um gæsluvarðhald að loknum yfirheyrslum.

Þá getur Einar ekki heldur sagt neitt til um tengsl fólksins að svo stöddu. Inntur eftir því hvað það þýði að málið sé komið inn á borð miðlægrar rannsóknardeildar segir Einar það dæmigert fyrir feril alvarlegra og flókinna mála.


Tengdar fréttir

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti

Hún var flutt á sjúkrahús og er alvarlega slösuð en sá sem talinn er hafa hrint henni var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.