Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 07:45 Assange er talinn ætla að berjast gegn framsali til Bandaríkjanna með kjafti og klóm. Vísir/EPA Forseti Ekvador fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi notað sendiráð landsins í London sem „njósnamiðstöð“. Ekkert annað ríki hafi haft áhrif á ákvörðun ríkisstjórnar Ekvadors um að afturkalla hæli Assange í síðustu viku. Assange hafði dvalið í ekvadorska sendiráðinu í London í sjö ár áður en hann var borin þaðan út af breskum lögreglumönnum á fimmtudag. Þangað leitaði hann upphaflega hælis til að koma sér undan mögulegu framsali til Svíþjóðar þar sem hann var til rannsóknar fyrir kynferðisbrot. Lenín Moreno, forseti Ekvadors, segir við breska blaðið The Guardian að Assange hafi ítrekað brotið gegn skilmálum þess að honum var veitt hæli og að Ástralinn hafi notað sendiráðið sem miðstöð fyrir njósnir. „Hver tilraun til til að valda óstöðugleika er ámælisverð fyrir Ekvador vegna þess að við erum fullvalda þjóð og berum virðingu fyrir stjórnmálum hvers lands,“ segir Moreno. Wikileaks hafði lengi sakað ekvadorsk stjórnvöld um að reyna að bola Assange úr sendiráðinu. Uppljóstranavefurinn hefur verið bendlaður við nafnlausa vefsíðu sem spratt upp kollinum þar með fullyrðingum um forsetann og fjölskyldu hans. Moreno neitar því að ákvörðunin um að svipta Assange hæli hafi verið hefndaraðgerð vegna leka um hann. Vísaði hann til tilrauna Assange til að hafa áhrif á kosningar annarra ríkja, þar á meðal birtingu gagna Páfagarðs í upphafi árs. „Við getum ekki leyft að húsið okkar, hús sem opnaði dyr sínar, verði að njósnamiðstöð. Þessar aðgerðir brjóta gegn hælisskilmálunum. Ákvörðun okkar er ekki gerræðisleg heldur byggð á alþjóðalögum,“ segir forsetinn. Lenín Moreno, forseti Ekvadors.Vísir/EPA Jennifer Robinson, lögmaður Assange, hafnar ásökunum Moreno og segir þær „svívirðilegar“. Ótti Assange um að framselja ætti hann í hendur Bandaríkjastjórnar hafi reynst á rökum reistur. Bandarísk yfirvöld hafa gert kröfu um að Assange verði framseldur vegna ákæru um að hann hafi lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu varnarmálaráðuneytisins. Moreno neitar því í viðtalinu að Assange hafi verið sviptur hælinu að undirlagi annars ríkis. Bresk stjórnvöld hafi fullvissað hann um að mannréttindi Assange verði virt í hvívetna. Hann verði ekki framseldur til annars ríkis þar sem hann gæti verið beittur pyntingum, illri meðferð eða dauðarefsingu. Assange gæti átt yfir höfði sér tólf mánaða fangelsi á Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar gegn tryggingu þegar hann leitaði í sendiráðið á sínum tíma. Þangað leitaði hann eftir að hann tapaði dómsmáli um framsal til Svíþjóðar. Í viðtalinu við Guardian gagnrýndi Moreno Assange harðlega fyrir hvernig hann kom fram við starfsfólk sendiráðsins á meðan hann dvaldi þar og umgengni hans. „Hreinlætishegðun hans var óviðunandi allan tímann sem hann dvaldi þar sem hafði áhrif á hans eigin heilsu og loftið innan í sendiráðinu,“ segir forsetinn. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30 Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Forseti Ekvador fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi notað sendiráð landsins í London sem „njósnamiðstöð“. Ekkert annað ríki hafi haft áhrif á ákvörðun ríkisstjórnar Ekvadors um að afturkalla hæli Assange í síðustu viku. Assange hafði dvalið í ekvadorska sendiráðinu í London í sjö ár áður en hann var borin þaðan út af breskum lögreglumönnum á fimmtudag. Þangað leitaði hann upphaflega hælis til að koma sér undan mögulegu framsali til Svíþjóðar þar sem hann var til rannsóknar fyrir kynferðisbrot. Lenín Moreno, forseti Ekvadors, segir við breska blaðið The Guardian að Assange hafi ítrekað brotið gegn skilmálum þess að honum var veitt hæli og að Ástralinn hafi notað sendiráðið sem miðstöð fyrir njósnir. „Hver tilraun til til að valda óstöðugleika er ámælisverð fyrir Ekvador vegna þess að við erum fullvalda þjóð og berum virðingu fyrir stjórnmálum hvers lands,“ segir Moreno. Wikileaks hafði lengi sakað ekvadorsk stjórnvöld um að reyna að bola Assange úr sendiráðinu. Uppljóstranavefurinn hefur verið bendlaður við nafnlausa vefsíðu sem spratt upp kollinum þar með fullyrðingum um forsetann og fjölskyldu hans. Moreno neitar því að ákvörðunin um að svipta Assange hæli hafi verið hefndaraðgerð vegna leka um hann. Vísaði hann til tilrauna Assange til að hafa áhrif á kosningar annarra ríkja, þar á meðal birtingu gagna Páfagarðs í upphafi árs. „Við getum ekki leyft að húsið okkar, hús sem opnaði dyr sínar, verði að njósnamiðstöð. Þessar aðgerðir brjóta gegn hælisskilmálunum. Ákvörðun okkar er ekki gerræðisleg heldur byggð á alþjóðalögum,“ segir forsetinn. Lenín Moreno, forseti Ekvadors.Vísir/EPA Jennifer Robinson, lögmaður Assange, hafnar ásökunum Moreno og segir þær „svívirðilegar“. Ótti Assange um að framselja ætti hann í hendur Bandaríkjastjórnar hafi reynst á rökum reistur. Bandarísk yfirvöld hafa gert kröfu um að Assange verði framseldur vegna ákæru um að hann hafi lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu varnarmálaráðuneytisins. Moreno neitar því í viðtalinu að Assange hafi verið sviptur hælinu að undirlagi annars ríkis. Bresk stjórnvöld hafi fullvissað hann um að mannréttindi Assange verði virt í hvívetna. Hann verði ekki framseldur til annars ríkis þar sem hann gæti verið beittur pyntingum, illri meðferð eða dauðarefsingu. Assange gæti átt yfir höfði sér tólf mánaða fangelsi á Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar gegn tryggingu þegar hann leitaði í sendiráðið á sínum tíma. Þangað leitaði hann eftir að hann tapaði dómsmáli um framsal til Svíþjóðar. Í viðtalinu við Guardian gagnrýndi Moreno Assange harðlega fyrir hvernig hann kom fram við starfsfólk sendiráðsins á meðan hann dvaldi þar og umgengni hans. „Hreinlætishegðun hans var óviðunandi allan tímann sem hann dvaldi þar sem hafði áhrif á hans eigin heilsu og loftið innan í sendiráðinu,“ segir forsetinn.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30 Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30
Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22
Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44