Erlent

Rukka Assange um málskostnað

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ýmsir hafa mótmælt framsalskröfu Bandaríkjanna.
Ýmsir hafa mótmælt framsalskröfu Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP

Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. Ákvörðunin er sögð ótengd því að Assange var sviptur hæli sínu í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum og handtekinn á fimmtudag.



Rannsókn var hætt fyrir tveimur árum og þrjú mál af fjórum eru nú fyrnd. En fyrst Assange hefur nú verið sviptur hæli íhuga Svíar, samkvæmt BBC, að taka fjórða málið upp á ný. Það gæti hins vegar reynst erfitt. Sven-Erik Alhem, fyrrverandi saksóknari, sagði við sænska miðilinn TT að vitnisburður í tíu ára gömlum málum gæti einfaldlega reynst of óáreiðanlegur.



Bandaríkin hafa farið fram á að Assange verði framseldur. Þar er hann sakaður um að skipuleggja tölvuinnbrot í samráði við Chelsea Manning, sem lak leyniskjölum til WikiLeaks.


Tengdar fréttir

Telur rangt að framselja Assange

Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan.

Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi

Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×