Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2019 07:56 Bryndís Haraldsdóttir, einn varaforseta Alþingis, frestaði umræðunni um þriðja orkupakkann rétt fyrir klukkan sex í morgun. Vísir/Vilhelm Þingmenn Miðflokksins héldu málþófi sínu um þriðja orkupakkann áfram til að verða klukkan sex í morgun. Sem fyrr tóku nær aðeins þeir til máls frá því að umræðan hófst skömmu fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær. Forseti Alþingis sagðist fresta umræðunni „með sorg í hjarta“. Umræða um þriðja orkupakkann hófst klukkan 15:50 í gær. Fyrir utan fjörutíu mínútuna hlé sem gert var frá 19:05 til 19:45 hélt hún áfram til klukkan 5:50 í morgun. Sem fyrr skiptust þingmenn Miðflokksins á að koma í pontu og svara ræðum hvors annars. Eftir ræðu Bergþórs Ólasonar þegar klukkuna vantaði um stundarfjórðung í sex í morgun sagðist sagðist Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti þingsins, ætla sér að fresta umræðunni ef aðrir þingmenn Miðflokksins ætluðu sér ekki að svara Bergþóri. „Ef svo er ekki þá verður forseti nú með sorg í hjarta að fresta umræðu um annað dagskrármálið af dagskrá þessa þingfundar,“ sagði Bryndís. Miðflokkurinn hefur nú einn haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkanna í rúmar níutíu klukkustundir. Umræðan í heild hefur staðið yfir í vel yfir hundrað klukkustundir. Þingfundi sem hófst klukkan 15:30 á föstudag var þannig ekki slitið fyrr en að verða hálf ellefu á laugardagsmorgun. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir ákvæði um hvíldartíma ekki eiga við um þingmenn Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 27. maí 2019 15:07 Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17 Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. 27. maí 2019 12:15 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins héldu málþófi sínu um þriðja orkupakkann áfram til að verða klukkan sex í morgun. Sem fyrr tóku nær aðeins þeir til máls frá því að umræðan hófst skömmu fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær. Forseti Alþingis sagðist fresta umræðunni „með sorg í hjarta“. Umræða um þriðja orkupakkann hófst klukkan 15:50 í gær. Fyrir utan fjörutíu mínútuna hlé sem gert var frá 19:05 til 19:45 hélt hún áfram til klukkan 5:50 í morgun. Sem fyrr skiptust þingmenn Miðflokksins á að koma í pontu og svara ræðum hvors annars. Eftir ræðu Bergþórs Ólasonar þegar klukkuna vantaði um stundarfjórðung í sex í morgun sagðist sagðist Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti þingsins, ætla sér að fresta umræðunni ef aðrir þingmenn Miðflokksins ætluðu sér ekki að svara Bergþóri. „Ef svo er ekki þá verður forseti nú með sorg í hjarta að fresta umræðu um annað dagskrármálið af dagskrá þessa þingfundar,“ sagði Bryndís. Miðflokkurinn hefur nú einn haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkanna í rúmar níutíu klukkustundir. Umræðan í heild hefur staðið yfir í vel yfir hundrað klukkustundir. Þingfundi sem hófst klukkan 15:30 á föstudag var þannig ekki slitið fyrr en að verða hálf ellefu á laugardagsmorgun.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir ákvæði um hvíldartíma ekki eiga við um þingmenn Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 27. maí 2019 15:07 Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17 Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. 27. maí 2019 12:15 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Segir ákvæði um hvíldartíma ekki eiga við um þingmenn Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 27. maí 2019 15:07
Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17
Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. 27. maí 2019 12:15