Segir fjórtán verkfallsbrot staðfest innan hótelgeirans og fleiri til skoðunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2019 11:47 Fjórtán verkfallsbrot eru staðfest innan hótelgeirans og fleiri tilfelli eru til skoðunar hjá lögfræðingum Eflingar að sögn Valgerðar Árnadóttur, félagsfulltrúa hjá Eflingu. Vísir/Vilhelm Fjórtán verkfallsbrot eru staðfest innan hótelgeirans og fleiri tilfelli eru til skoðunar hjá lögfræðingum Eflingar að sögn Valgerðar Árnadóttur, félagsfulltrúa hjá Eflingu. Valgerður og aðrir starfsmenn Eflingar vinna þessa dagana að því meta umfang verfallsbrota sem voru framin í sólarhringsverkfalli VR og Eflingar síðasta föstudag. Lögfræðingar stéttarfélagsins skoða nú hvaða málum verður vísað til félagsdóms. Valgerður telur að alvarlegustu brotunum verði vísað til félagsdóms. „Þetta er mjög yfirgripsmikill listi,“ segir Valgerður sem segist vera í áfalli vegna þess einbeitta brotavilja sem hún segir að hafi verið sýndur í verkfallinu. Það hafi verið eitthvað um verkfallsbrot á nánast öllum hótelum. Algengasta dæmið um verkfallsbrot segir Valgerður vera að yfirþernur og móttökustjórar hafi gengið í störf herbergisþerna í verkfalli.Valgerður segir að verkfallsvörðum hafi verið meinaður aðgangur á sumum stöðum.Vísir/vilhelmÞá segir hún að nokkrir stjórnendur hótelanna hafi sýnt mikinn mótþróa og ekki viljað hleypa verkfallsvörðum að til að gaumgæfa aðstæður. „Tvær hótelkeðjur sem sýndu mestu andstöðuna við verkfallsverði og það voru því miður stóru hótelkeðjurnar Icelandair Hotels og Center Hotels,“ segir Valgerður. Hún segir að Dagar-hreinlætisfyrirtæki hefði þrifið á öllum hótelunum. Verkfallsvörðum hafi þá verið meinaður aðgangur þegar til stóð að athuga hvort starfsfólk hreinlætisfyrirtækisins væri að þrífa herbergin því þeim var sagt að eingöngu væri verið að þrífa anddyri hótelanna. „Öll Center-hótelin höfðu ráðið öryggisverði fyrir þennan dag og þeirra helsta hlutverk var að meina verkfallsvörðum aðgöngu. Það var mjög mikill dónaskapur sem mætti verkfallsvörðum á þessum hótelum,“ segir Valgerður.Hyggjast efla verkfallsvörslu til muna Hún segir að Efling muni efla verkfallsvörslu til muna fyrir næstu verkföll og sérstaklega á þeim stöðum þar sem mikið var um brot. Valgerður segir að það hafi komið á óvart hversu margar ábendingar Efling hafi fengið frá ferðamönnum sem séu greinilega meðvitaðir um mikilvægi verkfalla fyrir verkafólk. Starfsmenn Eflingar hafa ekki lokið við að meta umfang verkfallsbrota hjá hópbifreiðabílstjórum en Valgerður gat þó sagt að það hefði verið mikið um verkfallsbrot í þeim geira. Kristófer Oliversson, eigandi Center-hótela segist ekki kannast við þessar lýsingar og segir þetta vera ósannindi. Hann hafi sjálfur boðið þremur verkfallsvörðum inn og gengið með þeim um allt hús. Þá segist Kristófer ekki heldur hafa óskað eftir aðstoð Daga-hreinlætisfyrirtækis. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hóteleigendur hóti starfsfólki og reyni á verkfallslöggjöf Efling hefur fengið margar ábendingar frá félagsmönnum um verkfallsbrot vinnuveitenda. Félagsfulltrúi hjá Eflingu segir dæmi um að hótelstarfsfólki hafi verið hótað að vinnustaður þeirra verði gjaldþrota ef til verkfalls kemur. 21. mars 2019 19:15 Margar tilkynningar um verkfallsbrot Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. 23. mars 2019 07:45 Djarfari verkfallsbrot vegna skilaboða frá atvinnurekendum Formaður Eflingar telur að Samtök atvinnulífsins hafi sent skilaboð til atvinnurekenda um að láta reyna á verkfallsbrot í aðgerðum gærdagsins. Atvinnurekendur segjast þvert á móti hvetja sitt fólk til að hlýta lögum um vinnudeilur. 23. mars 2019 18:15 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Fjórtán verkfallsbrot eru staðfest innan hótelgeirans og fleiri tilfelli eru til skoðunar hjá lögfræðingum Eflingar að sögn Valgerðar Árnadóttur, félagsfulltrúa hjá Eflingu. Valgerður og aðrir starfsmenn Eflingar vinna þessa dagana að því meta umfang verfallsbrota sem voru framin í sólarhringsverkfalli VR og Eflingar síðasta föstudag. Lögfræðingar stéttarfélagsins skoða nú hvaða málum verður vísað til félagsdóms. Valgerður telur að alvarlegustu brotunum verði vísað til félagsdóms. „Þetta er mjög yfirgripsmikill listi,“ segir Valgerður sem segist vera í áfalli vegna þess einbeitta brotavilja sem hún segir að hafi verið sýndur í verkfallinu. Það hafi verið eitthvað um verkfallsbrot á nánast öllum hótelum. Algengasta dæmið um verkfallsbrot segir Valgerður vera að yfirþernur og móttökustjórar hafi gengið í störf herbergisþerna í verkfalli.Valgerður segir að verkfallsvörðum hafi verið meinaður aðgangur á sumum stöðum.Vísir/vilhelmÞá segir hún að nokkrir stjórnendur hótelanna hafi sýnt mikinn mótþróa og ekki viljað hleypa verkfallsvörðum að til að gaumgæfa aðstæður. „Tvær hótelkeðjur sem sýndu mestu andstöðuna við verkfallsverði og það voru því miður stóru hótelkeðjurnar Icelandair Hotels og Center Hotels,“ segir Valgerður. Hún segir að Dagar-hreinlætisfyrirtæki hefði þrifið á öllum hótelunum. Verkfallsvörðum hafi þá verið meinaður aðgangur þegar til stóð að athuga hvort starfsfólk hreinlætisfyrirtækisins væri að þrífa herbergin því þeim var sagt að eingöngu væri verið að þrífa anddyri hótelanna. „Öll Center-hótelin höfðu ráðið öryggisverði fyrir þennan dag og þeirra helsta hlutverk var að meina verkfallsvörðum aðgöngu. Það var mjög mikill dónaskapur sem mætti verkfallsvörðum á þessum hótelum,“ segir Valgerður.Hyggjast efla verkfallsvörslu til muna Hún segir að Efling muni efla verkfallsvörslu til muna fyrir næstu verkföll og sérstaklega á þeim stöðum þar sem mikið var um brot. Valgerður segir að það hafi komið á óvart hversu margar ábendingar Efling hafi fengið frá ferðamönnum sem séu greinilega meðvitaðir um mikilvægi verkfalla fyrir verkafólk. Starfsmenn Eflingar hafa ekki lokið við að meta umfang verkfallsbrota hjá hópbifreiðabílstjórum en Valgerður gat þó sagt að það hefði verið mikið um verkfallsbrot í þeim geira. Kristófer Oliversson, eigandi Center-hótela segist ekki kannast við þessar lýsingar og segir þetta vera ósannindi. Hann hafi sjálfur boðið þremur verkfallsvörðum inn og gengið með þeim um allt hús. Þá segist Kristófer ekki heldur hafa óskað eftir aðstoð Daga-hreinlætisfyrirtækis.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hóteleigendur hóti starfsfólki og reyni á verkfallslöggjöf Efling hefur fengið margar ábendingar frá félagsmönnum um verkfallsbrot vinnuveitenda. Félagsfulltrúi hjá Eflingu segir dæmi um að hótelstarfsfólki hafi verið hótað að vinnustaður þeirra verði gjaldþrota ef til verkfalls kemur. 21. mars 2019 19:15 Margar tilkynningar um verkfallsbrot Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. 23. mars 2019 07:45 Djarfari verkfallsbrot vegna skilaboða frá atvinnurekendum Formaður Eflingar telur að Samtök atvinnulífsins hafi sent skilaboð til atvinnurekenda um að láta reyna á verkfallsbrot í aðgerðum gærdagsins. Atvinnurekendur segjast þvert á móti hvetja sitt fólk til að hlýta lögum um vinnudeilur. 23. mars 2019 18:15 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Hóteleigendur hóti starfsfólki og reyni á verkfallslöggjöf Efling hefur fengið margar ábendingar frá félagsmönnum um verkfallsbrot vinnuveitenda. Félagsfulltrúi hjá Eflingu segir dæmi um að hótelstarfsfólki hafi verið hótað að vinnustaður þeirra verði gjaldþrota ef til verkfalls kemur. 21. mars 2019 19:15
Margar tilkynningar um verkfallsbrot Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. 23. mars 2019 07:45
Djarfari verkfallsbrot vegna skilaboða frá atvinnurekendum Formaður Eflingar telur að Samtök atvinnulífsins hafi sent skilaboð til atvinnurekenda um að láta reyna á verkfallsbrot í aðgerðum gærdagsins. Atvinnurekendur segjast þvert á móti hvetja sitt fólk til að hlýta lögum um vinnudeilur. 23. mars 2019 18:15