Segir fjórtán verkfallsbrot staðfest innan hótelgeirans og fleiri til skoðunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2019 11:47 Fjórtán verkfallsbrot eru staðfest innan hótelgeirans og fleiri tilfelli eru til skoðunar hjá lögfræðingum Eflingar að sögn Valgerðar Árnadóttur, félagsfulltrúa hjá Eflingu. Vísir/Vilhelm Fjórtán verkfallsbrot eru staðfest innan hótelgeirans og fleiri tilfelli eru til skoðunar hjá lögfræðingum Eflingar að sögn Valgerðar Árnadóttur, félagsfulltrúa hjá Eflingu. Valgerður og aðrir starfsmenn Eflingar vinna þessa dagana að því meta umfang verfallsbrota sem voru framin í sólarhringsverkfalli VR og Eflingar síðasta föstudag. Lögfræðingar stéttarfélagsins skoða nú hvaða málum verður vísað til félagsdóms. Valgerður telur að alvarlegustu brotunum verði vísað til félagsdóms. „Þetta er mjög yfirgripsmikill listi,“ segir Valgerður sem segist vera í áfalli vegna þess einbeitta brotavilja sem hún segir að hafi verið sýndur í verkfallinu. Það hafi verið eitthvað um verkfallsbrot á nánast öllum hótelum. Algengasta dæmið um verkfallsbrot segir Valgerður vera að yfirþernur og móttökustjórar hafi gengið í störf herbergisþerna í verkfalli.Valgerður segir að verkfallsvörðum hafi verið meinaður aðgangur á sumum stöðum.Vísir/vilhelmÞá segir hún að nokkrir stjórnendur hótelanna hafi sýnt mikinn mótþróa og ekki viljað hleypa verkfallsvörðum að til að gaumgæfa aðstæður. „Tvær hótelkeðjur sem sýndu mestu andstöðuna við verkfallsverði og það voru því miður stóru hótelkeðjurnar Icelandair Hotels og Center Hotels,“ segir Valgerður. Hún segir að Dagar-hreinlætisfyrirtæki hefði þrifið á öllum hótelunum. Verkfallsvörðum hafi þá verið meinaður aðgangur þegar til stóð að athuga hvort starfsfólk hreinlætisfyrirtækisins væri að þrífa herbergin því þeim var sagt að eingöngu væri verið að þrífa anddyri hótelanna. „Öll Center-hótelin höfðu ráðið öryggisverði fyrir þennan dag og þeirra helsta hlutverk var að meina verkfallsvörðum aðgöngu. Það var mjög mikill dónaskapur sem mætti verkfallsvörðum á þessum hótelum,“ segir Valgerður.Hyggjast efla verkfallsvörslu til muna Hún segir að Efling muni efla verkfallsvörslu til muna fyrir næstu verkföll og sérstaklega á þeim stöðum þar sem mikið var um brot. Valgerður segir að það hafi komið á óvart hversu margar ábendingar Efling hafi fengið frá ferðamönnum sem séu greinilega meðvitaðir um mikilvægi verkfalla fyrir verkafólk. Starfsmenn Eflingar hafa ekki lokið við að meta umfang verkfallsbrota hjá hópbifreiðabílstjórum en Valgerður gat þó sagt að það hefði verið mikið um verkfallsbrot í þeim geira. Kristófer Oliversson, eigandi Center-hótela segist ekki kannast við þessar lýsingar og segir þetta vera ósannindi. Hann hafi sjálfur boðið þremur verkfallsvörðum inn og gengið með þeim um allt hús. Þá segist Kristófer ekki heldur hafa óskað eftir aðstoð Daga-hreinlætisfyrirtækis. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hóteleigendur hóti starfsfólki og reyni á verkfallslöggjöf Efling hefur fengið margar ábendingar frá félagsmönnum um verkfallsbrot vinnuveitenda. Félagsfulltrúi hjá Eflingu segir dæmi um að hótelstarfsfólki hafi verið hótað að vinnustaður þeirra verði gjaldþrota ef til verkfalls kemur. 21. mars 2019 19:15 Margar tilkynningar um verkfallsbrot Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. 23. mars 2019 07:45 Djarfari verkfallsbrot vegna skilaboða frá atvinnurekendum Formaður Eflingar telur að Samtök atvinnulífsins hafi sent skilaboð til atvinnurekenda um að láta reyna á verkfallsbrot í aðgerðum gærdagsins. Atvinnurekendur segjast þvert á móti hvetja sitt fólk til að hlýta lögum um vinnudeilur. 23. mars 2019 18:15 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Fjórtán verkfallsbrot eru staðfest innan hótelgeirans og fleiri tilfelli eru til skoðunar hjá lögfræðingum Eflingar að sögn Valgerðar Árnadóttur, félagsfulltrúa hjá Eflingu. Valgerður og aðrir starfsmenn Eflingar vinna þessa dagana að því meta umfang verfallsbrota sem voru framin í sólarhringsverkfalli VR og Eflingar síðasta föstudag. Lögfræðingar stéttarfélagsins skoða nú hvaða málum verður vísað til félagsdóms. Valgerður telur að alvarlegustu brotunum verði vísað til félagsdóms. „Þetta er mjög yfirgripsmikill listi,“ segir Valgerður sem segist vera í áfalli vegna þess einbeitta brotavilja sem hún segir að hafi verið sýndur í verkfallinu. Það hafi verið eitthvað um verkfallsbrot á nánast öllum hótelum. Algengasta dæmið um verkfallsbrot segir Valgerður vera að yfirþernur og móttökustjórar hafi gengið í störf herbergisþerna í verkfalli.Valgerður segir að verkfallsvörðum hafi verið meinaður aðgangur á sumum stöðum.Vísir/vilhelmÞá segir hún að nokkrir stjórnendur hótelanna hafi sýnt mikinn mótþróa og ekki viljað hleypa verkfallsvörðum að til að gaumgæfa aðstæður. „Tvær hótelkeðjur sem sýndu mestu andstöðuna við verkfallsverði og það voru því miður stóru hótelkeðjurnar Icelandair Hotels og Center Hotels,“ segir Valgerður. Hún segir að Dagar-hreinlætisfyrirtæki hefði þrifið á öllum hótelunum. Verkfallsvörðum hafi þá verið meinaður aðgangur þegar til stóð að athuga hvort starfsfólk hreinlætisfyrirtækisins væri að þrífa herbergin því þeim var sagt að eingöngu væri verið að þrífa anddyri hótelanna. „Öll Center-hótelin höfðu ráðið öryggisverði fyrir þennan dag og þeirra helsta hlutverk var að meina verkfallsvörðum aðgöngu. Það var mjög mikill dónaskapur sem mætti verkfallsvörðum á þessum hótelum,“ segir Valgerður.Hyggjast efla verkfallsvörslu til muna Hún segir að Efling muni efla verkfallsvörslu til muna fyrir næstu verkföll og sérstaklega á þeim stöðum þar sem mikið var um brot. Valgerður segir að það hafi komið á óvart hversu margar ábendingar Efling hafi fengið frá ferðamönnum sem séu greinilega meðvitaðir um mikilvægi verkfalla fyrir verkafólk. Starfsmenn Eflingar hafa ekki lokið við að meta umfang verkfallsbrota hjá hópbifreiðabílstjórum en Valgerður gat þó sagt að það hefði verið mikið um verkfallsbrot í þeim geira. Kristófer Oliversson, eigandi Center-hótela segist ekki kannast við þessar lýsingar og segir þetta vera ósannindi. Hann hafi sjálfur boðið þremur verkfallsvörðum inn og gengið með þeim um allt hús. Þá segist Kristófer ekki heldur hafa óskað eftir aðstoð Daga-hreinlætisfyrirtækis.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hóteleigendur hóti starfsfólki og reyni á verkfallslöggjöf Efling hefur fengið margar ábendingar frá félagsmönnum um verkfallsbrot vinnuveitenda. Félagsfulltrúi hjá Eflingu segir dæmi um að hótelstarfsfólki hafi verið hótað að vinnustaður þeirra verði gjaldþrota ef til verkfalls kemur. 21. mars 2019 19:15 Margar tilkynningar um verkfallsbrot Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. 23. mars 2019 07:45 Djarfari verkfallsbrot vegna skilaboða frá atvinnurekendum Formaður Eflingar telur að Samtök atvinnulífsins hafi sent skilaboð til atvinnurekenda um að láta reyna á verkfallsbrot í aðgerðum gærdagsins. Atvinnurekendur segjast þvert á móti hvetja sitt fólk til að hlýta lögum um vinnudeilur. 23. mars 2019 18:15 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Hóteleigendur hóti starfsfólki og reyni á verkfallslöggjöf Efling hefur fengið margar ábendingar frá félagsmönnum um verkfallsbrot vinnuveitenda. Félagsfulltrúi hjá Eflingu segir dæmi um að hótelstarfsfólki hafi verið hótað að vinnustaður þeirra verði gjaldþrota ef til verkfalls kemur. 21. mars 2019 19:15
Margar tilkynningar um verkfallsbrot Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. 23. mars 2019 07:45
Djarfari verkfallsbrot vegna skilaboða frá atvinnurekendum Formaður Eflingar telur að Samtök atvinnulífsins hafi sent skilaboð til atvinnurekenda um að láta reyna á verkfallsbrot í aðgerðum gærdagsins. Atvinnurekendur segjast þvert á móti hvetja sitt fólk til að hlýta lögum um vinnudeilur. 23. mars 2019 18:15