Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. mars 2019 12:03 Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. fbl/ernir Fjórir hafa greinst með mislinga hér á landi undanfarna daga, tveir fullorðnir og tvö börn. Á þriðjudag sendi sóttvarnalæknir foreldrum sem sóttu barnalæknaþjónustu Domus Medica síðastliðinn sunnudag bréf vegna þess að annað tveggja barna sem þegar hafa greinst var þar á sama tíma. „Við reyndum að hafa rúman fjölda þeirra sem voru fyrir og eftir að þetta barn var á vaktinni og þetta voru alls tuttugu einstaklingar,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir en segir aðra sem voru á barnalæknaþjónustunni á sunnudag þurfi ekki að hafa áhyggjur. Þórólfur Guðnason segir að brugðist hafi verið hratt við og bréfin send mjög fljótlega eftir að í ljós kom að umrætt barn væri með mislinga enda áhyggjuefni að smitað barn hafi verið á biðstofu þar sem önnur ung börn voru einnig. „Því við höfum ítrekað bent á hvað þetta er smitandi. Barn sem er í flugvél og smitast þar getur líka smitast á biðstofu þar sem krakkar eru hver ofan í öðru.“ Í bréfinu eru þeir sem voru á barnalæknaþjónustunni umrætt sinn beðnir um að vera heima með óbólusett börn frá föstudeginum 8. mars til mánudagsins 25. mars, eða í sautján daga. Það er sá tími sem þau geta mögulega smitað aðra hafi þau sýkst. Engin ný mislingasmit hafa komið fram í gær en Þórólfur segir að heilbrigðisyfirvöld vakti nú tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirvísir/valliHvað eru margir í sóttkví? „Það eru einhverjir tugir myndi ég halda.“Mistök á túlkun á prófi Þórólfur er þó ekki með nákvæma tölu um það. Annað barnanna sem hafa greinst var á ungbarnaleikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ en tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða af öðrum ástæðum, hefur verið gert að vera heima í rúmar tvær vikur. Þórólfur segir að það sé ekki við foreldrana að sakast. Þau höfðu fengið staðfest með mislingaprófi að barnið hefði ekki smitast og fóru þess vegna með það á leikskólann. „Það var ekki alveg rétt. Prófið var tekið það snemma að það var ekki hægt að segja með vissu að það væri hægt að útiloka mislingasmit. Þetta eru mistök sem ber að harma og hefðu svo sem ekki átt að koma fram.“ Um sé að ræða mistök á túlkun heilbrigðisstarfsmanna á mislingaprófinu. „Þannig að menn stóðu í þeirri trú að prófið væri það gott að það myndi greina mislinga á þessu stigi en við höfum verið að leggja áherslu á það við heilbrigðisstarfsmenn og aðra að prófið er ekki öruggt fyrr en einkenni koma fram og það er ekki fyrr en eftir svona fyrstu vikuna eftir að viðkomandi er útsettur.“ Þetta séu upplýsingar sem greinilega þurfi að hamra betur á. „Þetta eru hlutir sem menn hreinlega áttuðu sig ekki á á þessum tímapunkti,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Fréttin hefur verið uppfærð. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
Fjórir hafa greinst með mislinga hér á landi undanfarna daga, tveir fullorðnir og tvö börn. Á þriðjudag sendi sóttvarnalæknir foreldrum sem sóttu barnalæknaþjónustu Domus Medica síðastliðinn sunnudag bréf vegna þess að annað tveggja barna sem þegar hafa greinst var þar á sama tíma. „Við reyndum að hafa rúman fjölda þeirra sem voru fyrir og eftir að þetta barn var á vaktinni og þetta voru alls tuttugu einstaklingar,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir en segir aðra sem voru á barnalæknaþjónustunni á sunnudag þurfi ekki að hafa áhyggjur. Þórólfur Guðnason segir að brugðist hafi verið hratt við og bréfin send mjög fljótlega eftir að í ljós kom að umrætt barn væri með mislinga enda áhyggjuefni að smitað barn hafi verið á biðstofu þar sem önnur ung börn voru einnig. „Því við höfum ítrekað bent á hvað þetta er smitandi. Barn sem er í flugvél og smitast þar getur líka smitast á biðstofu þar sem krakkar eru hver ofan í öðru.“ Í bréfinu eru þeir sem voru á barnalæknaþjónustunni umrætt sinn beðnir um að vera heima með óbólusett börn frá föstudeginum 8. mars til mánudagsins 25. mars, eða í sautján daga. Það er sá tími sem þau geta mögulega smitað aðra hafi þau sýkst. Engin ný mislingasmit hafa komið fram í gær en Þórólfur segir að heilbrigðisyfirvöld vakti nú tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirvísir/valliHvað eru margir í sóttkví? „Það eru einhverjir tugir myndi ég halda.“Mistök á túlkun á prófi Þórólfur er þó ekki með nákvæma tölu um það. Annað barnanna sem hafa greinst var á ungbarnaleikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ en tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða af öðrum ástæðum, hefur verið gert að vera heima í rúmar tvær vikur. Þórólfur segir að það sé ekki við foreldrana að sakast. Þau höfðu fengið staðfest með mislingaprófi að barnið hefði ekki smitast og fóru þess vegna með það á leikskólann. „Það var ekki alveg rétt. Prófið var tekið það snemma að það var ekki hægt að segja með vissu að það væri hægt að útiloka mislingasmit. Þetta eru mistök sem ber að harma og hefðu svo sem ekki átt að koma fram.“ Um sé að ræða mistök á túlkun heilbrigðisstarfsmanna á mislingaprófinu. „Þannig að menn stóðu í þeirri trú að prófið væri það gott að það myndi greina mislinga á þessu stigi en við höfum verið að leggja áherslu á það við heilbrigðisstarfsmenn og aðra að prófið er ekki öruggt fyrr en einkenni koma fram og það er ekki fyrr en eftir svona fyrstu vikuna eftir að viðkomandi er útsettur.“ Þetta séu upplýsingar sem greinilega þurfi að hamra betur á. „Þetta eru hlutir sem menn hreinlega áttuðu sig ekki á á þessum tímapunkti,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira