Þingið mun rannsaka meint afbrot forsetans Þórgnýr Albert Einarsson skrifar 19. janúar 2019 07:15 Bandaríkjaforseti er enn á ný sagður hafa brotið af sér. NordicPhotos/AFP Tvær nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings munu hefja rannsókn á því hvort Donald Trump forseti hafi skipað Michael Cohen, þá persónulegum lögfræðingi sínum, að ljúga að þinginu meðan á kosningabaráttu stóð árið 2016 um mislukkuð fasteignaviðskipti í Moskvu. BuzzFeed News greindi fyrst frá hinu meinta broti og hafði eftir tveimur heimildarmönnum innan úr löggæslukerfinu. Á þessum tíma sagði Trump sjálfur að hann hefði engin viðskiptatengsl við Rússland. Jerrold Nadler, Demókrati og formaður dómsmálanefndar, sagði að það væri alríkisglæpur að skipa undirmanni sínum að ljúga að þinginu. „Dómsmálanefndin á að komast til botns í þessu máli og það munum við gera,“ tísti Nadler. Adam Schiff, Demókrati og formaður upplýsingamálanefndar, sagði að nefndin myndi gera það sem nauðsynlegt er til þess að komast að hinu sanna í málinu. Bætti því við að ásökunin væri sú alvarlegasta á hendur Trump til þessa. Eins og Schiff tók fram hefur Trump verið sakaður um ýmislegt í forsetatíð sinni þótt hann hafi ekki verið dæmdur fyrir neitt. Þannig hefur Trump verið sagður nýta embætti sitt til þess að hagnast persónulega og reyna að hindra framgang réttvísinnar svo eitthvað sé nefnt. Fleiri Demókratar brugðust við umfjölluninni af hörku. Joaquin Castro, fulltrúadeildarþingmaður og bróðir Julians Castro, sem hefur tilkynnt um forsetaframboð, sagði að ef satt reyndist þyrfti Trump annaðhvort að segja af sér eða sæta ákæru til embættismissis. David Cicilline, Demókrati í dómsmálanefndinni, sagði að ef Trump hefði skipað Cohen í raun og veru að ljúga að þinginu væri það „hindrun á framgangi réttvísinnar. Punktur.“ Einkar áhugaverð í þessu samhengi eru ummæli Williams Barr, sem Trump hefur tilnefnt í stól dómsmálaráðherra, er féllu þegar hann var yfirheyrður í öldungadeildinni á þriðjudag. Barr sagði að hver sá sem skipar vitni að ljúga teljist hindra rannsókn. Michael Cohen var sakfelldur fyrir að hafa séð um þagnargreiðslur til kvenna sem sögðu Trump hafa sængað hjá sér. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Lanny Davis, lögmaður Cohens, sagðist í gær ekki ætla að tjá sig um fréttina. Sjálfur tjáði Trump sig um málið á Twitter. Sagði Cohen ljúga til þess að losna fyrr úr fangelsi. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Tvær nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings munu hefja rannsókn á því hvort Donald Trump forseti hafi skipað Michael Cohen, þá persónulegum lögfræðingi sínum, að ljúga að þinginu meðan á kosningabaráttu stóð árið 2016 um mislukkuð fasteignaviðskipti í Moskvu. BuzzFeed News greindi fyrst frá hinu meinta broti og hafði eftir tveimur heimildarmönnum innan úr löggæslukerfinu. Á þessum tíma sagði Trump sjálfur að hann hefði engin viðskiptatengsl við Rússland. Jerrold Nadler, Demókrati og formaður dómsmálanefndar, sagði að það væri alríkisglæpur að skipa undirmanni sínum að ljúga að þinginu. „Dómsmálanefndin á að komast til botns í þessu máli og það munum við gera,“ tísti Nadler. Adam Schiff, Demókrati og formaður upplýsingamálanefndar, sagði að nefndin myndi gera það sem nauðsynlegt er til þess að komast að hinu sanna í málinu. Bætti því við að ásökunin væri sú alvarlegasta á hendur Trump til þessa. Eins og Schiff tók fram hefur Trump verið sakaður um ýmislegt í forsetatíð sinni þótt hann hafi ekki verið dæmdur fyrir neitt. Þannig hefur Trump verið sagður nýta embætti sitt til þess að hagnast persónulega og reyna að hindra framgang réttvísinnar svo eitthvað sé nefnt. Fleiri Demókratar brugðust við umfjölluninni af hörku. Joaquin Castro, fulltrúadeildarþingmaður og bróðir Julians Castro, sem hefur tilkynnt um forsetaframboð, sagði að ef satt reyndist þyrfti Trump annaðhvort að segja af sér eða sæta ákæru til embættismissis. David Cicilline, Demókrati í dómsmálanefndinni, sagði að ef Trump hefði skipað Cohen í raun og veru að ljúga að þinginu væri það „hindrun á framgangi réttvísinnar. Punktur.“ Einkar áhugaverð í þessu samhengi eru ummæli Williams Barr, sem Trump hefur tilnefnt í stól dómsmálaráðherra, er féllu þegar hann var yfirheyrður í öldungadeildinni á þriðjudag. Barr sagði að hver sá sem skipar vitni að ljúga teljist hindra rannsókn. Michael Cohen var sakfelldur fyrir að hafa séð um þagnargreiðslur til kvenna sem sögðu Trump hafa sængað hjá sér. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Lanny Davis, lögmaður Cohens, sagðist í gær ekki ætla að tjá sig um fréttina. Sjálfur tjáði Trump sig um málið á Twitter. Sagði Cohen ljúga til þess að losna fyrr úr fangelsi.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira