Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2019 21:50 Donald Trump Bandaríkjaforseti er tilbúinn að falla frá andstöðu sinni við úrræði fyrir innflytjendur og flóttafólk, fái hann að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Alex Wong/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt rétt í þessu ávarp þar sem hann lagði fram nýjar hugmyndir um hvernig hægt væri að brúa þá gjá sem hefur myndast milli Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjaþingi vegna fjárveitingafrumvarpa, þar sem helsta deiluefnið er fjárveiting til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Staðan í þinginu hefur valdið því að um þriðjungur alríkisstofnana Bandaríkjanna hafa verið án fjármagns í rúmlega fjórar vikur og hafa þeir 800 þúsund starfsmenn sem lokunin hefur áhrif á annað hvort verið í launalausu leyfi eða unnið án kaups síðan lokunin skall á 22. desember síðastliðinn. Lokunin er sú lengsta í sögu Bandaríkjanna en fyrir það var metið 21 dagur, frá desember 1995 fram í janúar 1996, í stjórnartíð Bills Clinton. Tillögur Bandaríkjaforseta, sem eru nýjasta útspil hans til þess að fá Demókrata til að samþykkja fjárveitingu til múrsins upp á 5,7 milljarða Bandaríkjadala eða rúma 693 milljarða króna, snúa meðal annars að því að innflytjendur sem falla undir svokallað DACA-úrræði, það eru innflytjendur sem komu til Bandaríkjanna sem börn á ólöglegan hátt, muni áfram njóta úrræðis sem gerir þeim kleift að vinna í Bandaríkjunum án ríkisborgararéttar. Trump hefur hingað til verið mótfallinn slíkum úrræðum en sagðist reiðubúinn að framlengja það um þrjú ár verði fé veitt til múrsins umtalaða. Um 700 þúsund manns búa nú og starfa í Bandaríkjunum í skjóli DACA. Þá sagðist Trump einnig tilbúinn að framlengja tímabundið verndarúrræði fyrir flóttafólk, TPS, um þrjú ár. Það úrræði nær til um 300 þúsund einstaklinga sem flýja hafa þurft heimalönd sín til Bandaríkjanna vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara. Trump hefur, líkt og með DACA, verið andstæðingur þessa úrræðis fram að þessu. Hingað til hafa Demókratar, sem náðu í síðustu kosningum meirihluta í fulltrúadeild þingsins, harðneitað að samþykkja nokkuð frumvarp sem inniheldur áform um að veita fjármunum til byggingar landamæramúrsins. Þá hefur Trump neitað að skrifa undir nokkuð frumvarp sem ekki gerir ráð fyrir múrnum. Ekki er útlit fyrir að Demókratar fallist á þessar tillögur forsetans en áður en hann flutti ræðu sína í kvöld sagði Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild þingsins, í yfirlýsingu að fyrstu frásagnir af áformum forsetans sýndu greinilega að tillögur hans væru „samansafn af nokkrum hugmyndum sem þegar hafi verið hafnað, sem hvert fyrir sig væru óásættanleg og að saman bæru þær engan vott um viðleitni til þess að endurheimta stöðugleika í líf fólks.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt rétt í þessu ávarp þar sem hann lagði fram nýjar hugmyndir um hvernig hægt væri að brúa þá gjá sem hefur myndast milli Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjaþingi vegna fjárveitingafrumvarpa, þar sem helsta deiluefnið er fjárveiting til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Staðan í þinginu hefur valdið því að um þriðjungur alríkisstofnana Bandaríkjanna hafa verið án fjármagns í rúmlega fjórar vikur og hafa þeir 800 þúsund starfsmenn sem lokunin hefur áhrif á annað hvort verið í launalausu leyfi eða unnið án kaups síðan lokunin skall á 22. desember síðastliðinn. Lokunin er sú lengsta í sögu Bandaríkjanna en fyrir það var metið 21 dagur, frá desember 1995 fram í janúar 1996, í stjórnartíð Bills Clinton. Tillögur Bandaríkjaforseta, sem eru nýjasta útspil hans til þess að fá Demókrata til að samþykkja fjárveitingu til múrsins upp á 5,7 milljarða Bandaríkjadala eða rúma 693 milljarða króna, snúa meðal annars að því að innflytjendur sem falla undir svokallað DACA-úrræði, það eru innflytjendur sem komu til Bandaríkjanna sem börn á ólöglegan hátt, muni áfram njóta úrræðis sem gerir þeim kleift að vinna í Bandaríkjunum án ríkisborgararéttar. Trump hefur hingað til verið mótfallinn slíkum úrræðum en sagðist reiðubúinn að framlengja það um þrjú ár verði fé veitt til múrsins umtalaða. Um 700 þúsund manns búa nú og starfa í Bandaríkjunum í skjóli DACA. Þá sagðist Trump einnig tilbúinn að framlengja tímabundið verndarúrræði fyrir flóttafólk, TPS, um þrjú ár. Það úrræði nær til um 300 þúsund einstaklinga sem flýja hafa þurft heimalönd sín til Bandaríkjanna vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara. Trump hefur, líkt og með DACA, verið andstæðingur þessa úrræðis fram að þessu. Hingað til hafa Demókratar, sem náðu í síðustu kosningum meirihluta í fulltrúadeild þingsins, harðneitað að samþykkja nokkuð frumvarp sem inniheldur áform um að veita fjármunum til byggingar landamæramúrsins. Þá hefur Trump neitað að skrifa undir nokkuð frumvarp sem ekki gerir ráð fyrir múrnum. Ekki er útlit fyrir að Demókratar fallist á þessar tillögur forsetans en áður en hann flutti ræðu sína í kvöld sagði Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild þingsins, í yfirlýsingu að fyrstu frásagnir af áformum forsetans sýndu greinilega að tillögur hans væru „samansafn af nokkrum hugmyndum sem þegar hafi verið hafnað, sem hvert fyrir sig væru óásættanleg og að saman bæru þær engan vott um viðleitni til þess að endurheimta stöðugleika í líf fólks.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08
Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32