Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2019 21:50 Donald Trump Bandaríkjaforseti er tilbúinn að falla frá andstöðu sinni við úrræði fyrir innflytjendur og flóttafólk, fái hann að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Alex Wong/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt rétt í þessu ávarp þar sem hann lagði fram nýjar hugmyndir um hvernig hægt væri að brúa þá gjá sem hefur myndast milli Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjaþingi vegna fjárveitingafrumvarpa, þar sem helsta deiluefnið er fjárveiting til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Staðan í þinginu hefur valdið því að um þriðjungur alríkisstofnana Bandaríkjanna hafa verið án fjármagns í rúmlega fjórar vikur og hafa þeir 800 þúsund starfsmenn sem lokunin hefur áhrif á annað hvort verið í launalausu leyfi eða unnið án kaups síðan lokunin skall á 22. desember síðastliðinn. Lokunin er sú lengsta í sögu Bandaríkjanna en fyrir það var metið 21 dagur, frá desember 1995 fram í janúar 1996, í stjórnartíð Bills Clinton. Tillögur Bandaríkjaforseta, sem eru nýjasta útspil hans til þess að fá Demókrata til að samþykkja fjárveitingu til múrsins upp á 5,7 milljarða Bandaríkjadala eða rúma 693 milljarða króna, snúa meðal annars að því að innflytjendur sem falla undir svokallað DACA-úrræði, það eru innflytjendur sem komu til Bandaríkjanna sem börn á ólöglegan hátt, muni áfram njóta úrræðis sem gerir þeim kleift að vinna í Bandaríkjunum án ríkisborgararéttar. Trump hefur hingað til verið mótfallinn slíkum úrræðum en sagðist reiðubúinn að framlengja það um þrjú ár verði fé veitt til múrsins umtalaða. Um 700 þúsund manns búa nú og starfa í Bandaríkjunum í skjóli DACA. Þá sagðist Trump einnig tilbúinn að framlengja tímabundið verndarúrræði fyrir flóttafólk, TPS, um þrjú ár. Það úrræði nær til um 300 þúsund einstaklinga sem flýja hafa þurft heimalönd sín til Bandaríkjanna vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara. Trump hefur, líkt og með DACA, verið andstæðingur þessa úrræðis fram að þessu. Hingað til hafa Demókratar, sem náðu í síðustu kosningum meirihluta í fulltrúadeild þingsins, harðneitað að samþykkja nokkuð frumvarp sem inniheldur áform um að veita fjármunum til byggingar landamæramúrsins. Þá hefur Trump neitað að skrifa undir nokkuð frumvarp sem ekki gerir ráð fyrir múrnum. Ekki er útlit fyrir að Demókratar fallist á þessar tillögur forsetans en áður en hann flutti ræðu sína í kvöld sagði Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild þingsins, í yfirlýsingu að fyrstu frásagnir af áformum forsetans sýndu greinilega að tillögur hans væru „samansafn af nokkrum hugmyndum sem þegar hafi verið hafnað, sem hvert fyrir sig væru óásættanleg og að saman bæru þær engan vott um viðleitni til þess að endurheimta stöðugleika í líf fólks.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt rétt í þessu ávarp þar sem hann lagði fram nýjar hugmyndir um hvernig hægt væri að brúa þá gjá sem hefur myndast milli Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjaþingi vegna fjárveitingafrumvarpa, þar sem helsta deiluefnið er fjárveiting til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Staðan í þinginu hefur valdið því að um þriðjungur alríkisstofnana Bandaríkjanna hafa verið án fjármagns í rúmlega fjórar vikur og hafa þeir 800 þúsund starfsmenn sem lokunin hefur áhrif á annað hvort verið í launalausu leyfi eða unnið án kaups síðan lokunin skall á 22. desember síðastliðinn. Lokunin er sú lengsta í sögu Bandaríkjanna en fyrir það var metið 21 dagur, frá desember 1995 fram í janúar 1996, í stjórnartíð Bills Clinton. Tillögur Bandaríkjaforseta, sem eru nýjasta útspil hans til þess að fá Demókrata til að samþykkja fjárveitingu til múrsins upp á 5,7 milljarða Bandaríkjadala eða rúma 693 milljarða króna, snúa meðal annars að því að innflytjendur sem falla undir svokallað DACA-úrræði, það eru innflytjendur sem komu til Bandaríkjanna sem börn á ólöglegan hátt, muni áfram njóta úrræðis sem gerir þeim kleift að vinna í Bandaríkjunum án ríkisborgararéttar. Trump hefur hingað til verið mótfallinn slíkum úrræðum en sagðist reiðubúinn að framlengja það um þrjú ár verði fé veitt til múrsins umtalaða. Um 700 þúsund manns búa nú og starfa í Bandaríkjunum í skjóli DACA. Þá sagðist Trump einnig tilbúinn að framlengja tímabundið verndarúrræði fyrir flóttafólk, TPS, um þrjú ár. Það úrræði nær til um 300 þúsund einstaklinga sem flýja hafa þurft heimalönd sín til Bandaríkjanna vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara. Trump hefur, líkt og með DACA, verið andstæðingur þessa úrræðis fram að þessu. Hingað til hafa Demókratar, sem náðu í síðustu kosningum meirihluta í fulltrúadeild þingsins, harðneitað að samþykkja nokkuð frumvarp sem inniheldur áform um að veita fjármunum til byggingar landamæramúrsins. Þá hefur Trump neitað að skrifa undir nokkuð frumvarp sem ekki gerir ráð fyrir múrnum. Ekki er útlit fyrir að Demókratar fallist á þessar tillögur forsetans en áður en hann flutti ræðu sína í kvöld sagði Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild þingsins, í yfirlýsingu að fyrstu frásagnir af áformum forsetans sýndu greinilega að tillögur hans væru „samansafn af nokkrum hugmyndum sem þegar hafi verið hafnað, sem hvert fyrir sig væru óásættanleg og að saman bæru þær engan vott um viðleitni til þess að endurheimta stöðugleika í líf fólks.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08
Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32