Minni líkur á friði eftir kosningarnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. apríl 2019 07:00 Sigur Benjamíns Netanjahú og ísraelskra íhaldsflokka í þingkosningum veldur Palestínumönnum áhyggjum. vísir/getty Benjamín Netanjahú og Líkúdflokkur hans eru sigurvegarar ísraelsku þingkosninganna. Þetta kom í ljós þegar stærstur hluti atkvæða hafði verið talinn í gær. Útgönguspár og kannanir höfðu bent til þess að Kahol Lavan, framboð fyrrverandi hershöfðingjans Benny Gantz, yrði stærst. Það rættist hins vegar ekki og þótt framboðið hafi þrefaldað sig á milli kosninga fékk það jafnmörg sæti og Líkúd, 35. Netanjahú er sömuleiðis í afar sterkri stöðu þegar kemur að stjórnarmyndun. Hægriflokkarnir fengu samtals 65 þingsæti en mið- og vinstriflokkar, sem Gantz hefði þurft að stóla á, fengu 55 sæti. Öfgaíhaldsflokkurinn Zehut, sem hefði getað sett strik í reikninginn, náði ekki yfir 3,25 prósenta þröskuldinn og mun því ekki valda Netanjahú né Gantz hugarangri á kjörtímabilinu. Netanjahú, gjarnan kallaður Bíbí, virðist því ætla að sitja sitt fimmta kjörtímabil á stól forsætisráðherra. Lengur en nokkur annar. Stefnan er skýr. „Þetta verður hægristjórn en ég verð forsætisráðherra allra. Ég er djúpt snortinn yfir því að ísraelska þjóðin ákvað að treysta mér í fimmta sinn og með meiri mun en í undanförnum kosningum. Ég ætla að verða forsætisráðherra allra ríkisborgara Ísraels. Hægrimanna, vinstrimanna, Gyðinga, ekki Gyðinga. Allra ríkisborgara Ísraels,“ sagði Netanjahú við stuðningsmenn sína. Þótt aðdragandi kosninganna og undanfarnir mánuðir hafi að miklu leyti einkennst af umræðu um væntanlegar spillingarákærur á hendur Netanjahús náði forsætisráðherrann að verja stöðu sína vel og sá til þess að hægrimenn skiluðu sér á kjörstað. Með því að taka undir loforð flokka lengra úti á íhaldsvængnum og með því að telja kjósendum trú á að vinstristjórn væri óumflýjanleg ef Líkúd fengi ekki atkvæði þeirra náði forsætisráðherrann einnig að tryggja að Kahol Lavan yrði ekki stærsti flokkur ísraelskra stjórnmála. Ætla má að samspil Netanjahús og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi spilað stóra rullu í kosningunum. Í forsetatíð sinni hefur Trump viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og viðurkennt innlimun Ísraela á Gólanhæðum, alþjóðasamfélaginu til ama. Trump hefur aukinheldur skorið á stuðning við Palestínumenn og lokað skrifstofum Palestínumanna í Washington. Netanjahú sagði svo sjálfur nýlega að hann myndi formlega innlima landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum, sem Sameinuðu þjóðirnar álíta ólöglegar. Saeb Erakat, framkvæmdastjóri Frelsissamtaka Palestínu (PLO) sagði í gær að með sigri Netanjahús hafi Ísraelar hafnað friði og valið áframhaldandi átök á milli þjóðanna. Orð Erakats ríma vel við ummæli Hanan Ashrawi, palestínsks erindreka, sem féllu í samtali við The Guardian í gær. „Ísraelar tóku skýra afstöðu með frambjóðendum sem eru staðráðnir í því að viðhalda núverandi ástandi og þannig kúgun, hernámi og innlimun. Þau hafa valið hægristjórn, útlendingahatur og andúð á Palestínumönnum til þings. Ísraelar hafa valið að útvíkka aðskilnaðarstefnuna,“ var haft eftir Ashrawi. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Benjamín Netanjahú og Líkúdflokkur hans eru sigurvegarar ísraelsku þingkosninganna. Þetta kom í ljós þegar stærstur hluti atkvæða hafði verið talinn í gær. Útgönguspár og kannanir höfðu bent til þess að Kahol Lavan, framboð fyrrverandi hershöfðingjans Benny Gantz, yrði stærst. Það rættist hins vegar ekki og þótt framboðið hafi þrefaldað sig á milli kosninga fékk það jafnmörg sæti og Líkúd, 35. Netanjahú er sömuleiðis í afar sterkri stöðu þegar kemur að stjórnarmyndun. Hægriflokkarnir fengu samtals 65 þingsæti en mið- og vinstriflokkar, sem Gantz hefði þurft að stóla á, fengu 55 sæti. Öfgaíhaldsflokkurinn Zehut, sem hefði getað sett strik í reikninginn, náði ekki yfir 3,25 prósenta þröskuldinn og mun því ekki valda Netanjahú né Gantz hugarangri á kjörtímabilinu. Netanjahú, gjarnan kallaður Bíbí, virðist því ætla að sitja sitt fimmta kjörtímabil á stól forsætisráðherra. Lengur en nokkur annar. Stefnan er skýr. „Þetta verður hægristjórn en ég verð forsætisráðherra allra. Ég er djúpt snortinn yfir því að ísraelska þjóðin ákvað að treysta mér í fimmta sinn og með meiri mun en í undanförnum kosningum. Ég ætla að verða forsætisráðherra allra ríkisborgara Ísraels. Hægrimanna, vinstrimanna, Gyðinga, ekki Gyðinga. Allra ríkisborgara Ísraels,“ sagði Netanjahú við stuðningsmenn sína. Þótt aðdragandi kosninganna og undanfarnir mánuðir hafi að miklu leyti einkennst af umræðu um væntanlegar spillingarákærur á hendur Netanjahús náði forsætisráðherrann að verja stöðu sína vel og sá til þess að hægrimenn skiluðu sér á kjörstað. Með því að taka undir loforð flokka lengra úti á íhaldsvængnum og með því að telja kjósendum trú á að vinstristjórn væri óumflýjanleg ef Líkúd fengi ekki atkvæði þeirra náði forsætisráðherrann einnig að tryggja að Kahol Lavan yrði ekki stærsti flokkur ísraelskra stjórnmála. Ætla má að samspil Netanjahús og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi spilað stóra rullu í kosningunum. Í forsetatíð sinni hefur Trump viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og viðurkennt innlimun Ísraela á Gólanhæðum, alþjóðasamfélaginu til ama. Trump hefur aukinheldur skorið á stuðning við Palestínumenn og lokað skrifstofum Palestínumanna í Washington. Netanjahú sagði svo sjálfur nýlega að hann myndi formlega innlima landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum, sem Sameinuðu þjóðirnar álíta ólöglegar. Saeb Erakat, framkvæmdastjóri Frelsissamtaka Palestínu (PLO) sagði í gær að með sigri Netanjahús hafi Ísraelar hafnað friði og valið áframhaldandi átök á milli þjóðanna. Orð Erakats ríma vel við ummæli Hanan Ashrawi, palestínsks erindreka, sem féllu í samtali við The Guardian í gær. „Ísraelar tóku skýra afstöðu með frambjóðendum sem eru staðráðnir í því að viðhalda núverandi ástandi og þannig kúgun, hernámi og innlimun. Þau hafa valið hægristjórn, útlendingahatur og andúð á Palestínumönnum til þings. Ísraelar hafa valið að útvíkka aðskilnaðarstefnuna,“ var haft eftir Ashrawi.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira