Blóðugur Messi á Old Trafford í gær: Smalling sannaði að Leo er mannlegur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 08:30 Messi eftir meðferðina frá Chris Smalling í gær. Getty/Jan Kruger Manchester United tapaði fyrri leiknum sínum á móti Barcelona með minnsta mun en tókst að mestu að halda niðri einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar.Lionel Messi fékk harðar móttökur frá leikmönnum ManchesterUnited á OldTrafford í gær og ljósmyndarar náði myndum af honum blóðugum eftir samstuð við ChrisSmalling.It turns out Messi is just flesh and blood after all. #MUNFCB#MUNBARhttps://t.co/I0FEdtp3Tu — Twitter Moments (@TwitterMoments) April 10, 2019ManchesterUnited liðið kom í veg fyrir að Messi skoraði en Argentínumaðurinn átti aftur á móti stóran þátt í sigurmarkinu og hefði fengið stoðsendinguna ef það hefði ekki verið skráð sjálfsmark. Messi átti þá fyrrigjöfina á LuisSuarez sem skallaði boltann í LukeShaw og í markið. Suarez fagnaði markinu sem sínu en markið var á endaði skráð sem sjálfsmark. „Við gerðum eins vel og við gátum á móti Messi og héldum stöðum okkar vel,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri ManchesterUnited, eftir leikinn.Chris Smalling left Lionel Messi full of blood and needing treatment after a big tackle on the Barca man.https://t.co/GMOdQQ9E0d — SPORTbible (@sportbible) April 10, 2019„Þetta hefði getað dottið báðum megin. Við náðum aftur á móti ekki skoti á markið og það eru vonbrigði. Við vorum að mæta frábæru liði og þetta er mjög erfitt verkefni. Við förum samt til þeirra vitandi að við getum skorað hjá þeim,“ sagði Solskjær. Blóðgaður Messi var á forsíðum ensku blaðanna eins og sjá má hér fyrir neðan.Skjámynd/Daily ExpressSmalling, sá sem blóðgaði Messi, var ánægður með leik síns liðs þrátt fyrir tapið og þá sérstaklega það hversu illa gekk hjá Börsungum að skapa færi. „Við pressuðum þá hátt uppi og gerðum þetta erfitt fyrir þá. Það er synd að við náðum ekki marki á þá. Mér fannst við búa til vænleg færi til þess að skora,“ sagði ChrisSmalling. „Við lokuðum alveg á þá og ég held að David deGea hafi aðeins þurft að verja einu sinni. Við vissum að við þurftum að mæta með ákafa sem þeir eru ekki vanir,“ sagði Smalling. Hann fékk ekki gult fyrir baráttuna við Messi en spjaldið fór á loft þegar hann braut á LuisSuarez. „Þetta var mikil barátta. Mér fannst gult spjaldið mitt fyrir brotið á LuisSuarez vera veikasta tæklingin mín í leiknum,“ sagði Smalling.We can confirm that Lionel Messi is human. He does, in fact, bleed the same colour blood as the rest of us...#MUNBARpic.twitter.com/2C1y6ZbWxG — The Sportsman (@TheSportsman) April 10, 2019 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjálfsmark Shaw skildi liðin að Það er verk að vinna fyrir United í síðari leiknum á Spáni í næstu viku. 10. apríl 2019 21:00 Sjáðu enn eitt útsláttarmark Ronaldo og sjálfsmark Shaw Þrjú mörk skoruð í kvöld og þú sérð þau hér í fréttinni. 10. apríl 2019 22:11 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Manchester United tapaði fyrri leiknum sínum á móti Barcelona með minnsta mun en tókst að mestu að halda niðri einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar.Lionel Messi fékk harðar móttökur frá leikmönnum ManchesterUnited á OldTrafford í gær og ljósmyndarar náði myndum af honum blóðugum eftir samstuð við ChrisSmalling.It turns out Messi is just flesh and blood after all. #MUNFCB#MUNBARhttps://t.co/I0FEdtp3Tu — Twitter Moments (@TwitterMoments) April 10, 2019ManchesterUnited liðið kom í veg fyrir að Messi skoraði en Argentínumaðurinn átti aftur á móti stóran þátt í sigurmarkinu og hefði fengið stoðsendinguna ef það hefði ekki verið skráð sjálfsmark. Messi átti þá fyrrigjöfina á LuisSuarez sem skallaði boltann í LukeShaw og í markið. Suarez fagnaði markinu sem sínu en markið var á endaði skráð sem sjálfsmark. „Við gerðum eins vel og við gátum á móti Messi og héldum stöðum okkar vel,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri ManchesterUnited, eftir leikinn.Chris Smalling left Lionel Messi full of blood and needing treatment after a big tackle on the Barca man.https://t.co/GMOdQQ9E0d — SPORTbible (@sportbible) April 10, 2019„Þetta hefði getað dottið báðum megin. Við náðum aftur á móti ekki skoti á markið og það eru vonbrigði. Við vorum að mæta frábæru liði og þetta er mjög erfitt verkefni. Við förum samt til þeirra vitandi að við getum skorað hjá þeim,“ sagði Solskjær. Blóðgaður Messi var á forsíðum ensku blaðanna eins og sjá má hér fyrir neðan.Skjámynd/Daily ExpressSmalling, sá sem blóðgaði Messi, var ánægður með leik síns liðs þrátt fyrir tapið og þá sérstaklega það hversu illa gekk hjá Börsungum að skapa færi. „Við pressuðum þá hátt uppi og gerðum þetta erfitt fyrir þá. Það er synd að við náðum ekki marki á þá. Mér fannst við búa til vænleg færi til þess að skora,“ sagði ChrisSmalling. „Við lokuðum alveg á þá og ég held að David deGea hafi aðeins þurft að verja einu sinni. Við vissum að við þurftum að mæta með ákafa sem þeir eru ekki vanir,“ sagði Smalling. Hann fékk ekki gult fyrir baráttuna við Messi en spjaldið fór á loft þegar hann braut á LuisSuarez. „Þetta var mikil barátta. Mér fannst gult spjaldið mitt fyrir brotið á LuisSuarez vera veikasta tæklingin mín í leiknum,“ sagði Smalling.We can confirm that Lionel Messi is human. He does, in fact, bleed the same colour blood as the rest of us...#MUNBARpic.twitter.com/2C1y6ZbWxG — The Sportsman (@TheSportsman) April 10, 2019
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjálfsmark Shaw skildi liðin að Það er verk að vinna fyrir United í síðari leiknum á Spáni í næstu viku. 10. apríl 2019 21:00 Sjáðu enn eitt útsláttarmark Ronaldo og sjálfsmark Shaw Þrjú mörk skoruð í kvöld og þú sérð þau hér í fréttinni. 10. apríl 2019 22:11 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Sjálfsmark Shaw skildi liðin að Það er verk að vinna fyrir United í síðari leiknum á Spáni í næstu viku. 10. apríl 2019 21:00
Sjáðu enn eitt útsláttarmark Ronaldo og sjálfsmark Shaw Þrjú mörk skoruð í kvöld og þú sérð þau hér í fréttinni. 10. apríl 2019 22:11