Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir yfirvöldum á staðnum að 35 manns hafi verið bjargað úr Arpit Palace-hótelinu í Karol Bagh-hverfi. Fjöldi manna eru sagður hafa reynt að forða sér með því að stökkva út um glugga.
Orsök eldsvoðans liggja ekki fyrir að svo stöddu. Yfirvöld telja að flestir þeirra sem fórust hafi kafnað. Eldsvoðar eru ekki óalgengir í borgum Indlands þar sem byggingaverktakar láta sér öryggisstaðla sér í léttu rúmi liggja.
Þannig hefur komið fram að fimmta hæðin hafi verið byggð ofan á Arpit Palace-hótelið með eldhúsi og verönd þrátt fyrir að eigendurnir hefðu aðeins leyfi til að reisa fjögurra hæða hús.
Að neðan má sjá myndefni frá fréttamiðlum í Indlandi.