Stjórnin svarar Einari: Umsækjendur um listamannalaun bera sjálfir ábyrgð á umsókninni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2019 10:17 Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar Launasjóðs listamanna. fbl/Eyþór Stjórn Launasjóðs listamanna segir rafrænar umsóknir um listamannalaun ekki marktækar fyrr en þær hafi verið sendar sjóðnum með fullnægjandi hætti og umsækjendur beri sjálfir ábyrgð á því að umsóknir skili sér. Þá segist stjórnin bera fullt traust til úthlutunarnefnda sjóðsins í kjölfar umræðu sem farið hefur af stað vegna úthlutunarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnarinnar til fjölmiðla sem send var út í morgun.Einar Kárason fékk ekki úthlutað listamannalaunum í ár.Vísir/GVATilefni tilkynningarinnar er vafalaust óánægja rithöfundarins Einars Kárasonar sem fékk ekki úthlutað listamannalaunum í ár en hann segist þrátt fyrir það hafa sent inn umsókn þess efnis í september síðastliðnum. Einar greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni um helgina og upplýsti þar um póst sem hann fékk frá formanni stjórnar Launasjóðs listamanna, Bryndísi Loftsdóttur, þar sem honum var greint frá því að umsókn hans hefði ekki borist. Í tilkynningu frá stjórninni vegna málsins, sem Bryndís sjálf skrifar undir, segir að umsækjendur beri sjálfir ábyrgð á því að umsóknir skili sér. Að þessu leyti sé þetta sambærilegt öðrum sjóðum tengdum vísindum og listum í umsjá Rannís. „Vegna umræðu sem fram hefur farið í kjölfar úthlutunar úr Launasjóði listamanna vill stjórn sjóðsins taka fram að rafrænar umsóknir eru ekki taldar lögformlega marktækar fyrr en þær hafa verið sendar til sjóðsins með fullnægjandi hætti. Umsækjendur fá sjálfkrafa afrit af umsókn sinni eftir að hún hefur verið send inn og bera ábyrgð á því að umsókn hafi skilað sér. Aðeins fullkláraðar og innsendar umsóknir eru teknar til meðferðar hjá úthlutunarnefndum.“ Í tilkynningu er jafnframt vísað í 6. grein reglugerðar um listamannalaun. Þar segir að við veitingu starfslauna og styrkja úr öllum sjóðum skuli úthlutunarnefndir gæta þess vandlega að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun og ákvarðanir séu ávallt reistar á faglegum sjónarmiðum.Þá ítrekar stjórnin fullt traust til úthlutunarnefnda Launasjóðs listamanna. Bókmenntir Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Segir nefndina fullyrða að hann hafi ekki sótt um listamannalaun Einar Kárason rithöfundur hefur ekki farið í felur með ósætti sitt vegna úthlutunar listamannalauna í ár. 13. janúar 2019 23:31 Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53 Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Stjórn Launasjóðs listamanna segir rafrænar umsóknir um listamannalaun ekki marktækar fyrr en þær hafi verið sendar sjóðnum með fullnægjandi hætti og umsækjendur beri sjálfir ábyrgð á því að umsóknir skili sér. Þá segist stjórnin bera fullt traust til úthlutunarnefnda sjóðsins í kjölfar umræðu sem farið hefur af stað vegna úthlutunarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnarinnar til fjölmiðla sem send var út í morgun.Einar Kárason fékk ekki úthlutað listamannalaunum í ár.Vísir/GVATilefni tilkynningarinnar er vafalaust óánægja rithöfundarins Einars Kárasonar sem fékk ekki úthlutað listamannalaunum í ár en hann segist þrátt fyrir það hafa sent inn umsókn þess efnis í september síðastliðnum. Einar greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni um helgina og upplýsti þar um póst sem hann fékk frá formanni stjórnar Launasjóðs listamanna, Bryndísi Loftsdóttur, þar sem honum var greint frá því að umsókn hans hefði ekki borist. Í tilkynningu frá stjórninni vegna málsins, sem Bryndís sjálf skrifar undir, segir að umsækjendur beri sjálfir ábyrgð á því að umsóknir skili sér. Að þessu leyti sé þetta sambærilegt öðrum sjóðum tengdum vísindum og listum í umsjá Rannís. „Vegna umræðu sem fram hefur farið í kjölfar úthlutunar úr Launasjóði listamanna vill stjórn sjóðsins taka fram að rafrænar umsóknir eru ekki taldar lögformlega marktækar fyrr en þær hafa verið sendar til sjóðsins með fullnægjandi hætti. Umsækjendur fá sjálfkrafa afrit af umsókn sinni eftir að hún hefur verið send inn og bera ábyrgð á því að umsókn hafi skilað sér. Aðeins fullkláraðar og innsendar umsóknir eru teknar til meðferðar hjá úthlutunarnefndum.“ Í tilkynningu er jafnframt vísað í 6. grein reglugerðar um listamannalaun. Þar segir að við veitingu starfslauna og styrkja úr öllum sjóðum skuli úthlutunarnefndir gæta þess vandlega að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun og ákvarðanir séu ávallt reistar á faglegum sjónarmiðum.Þá ítrekar stjórnin fullt traust til úthlutunarnefnda Launasjóðs listamanna.
Bókmenntir Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Segir nefndina fullyrða að hann hafi ekki sótt um listamannalaun Einar Kárason rithöfundur hefur ekki farið í felur með ósætti sitt vegna úthlutunar listamannalauna í ár. 13. janúar 2019 23:31 Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53 Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Segir nefndina fullyrða að hann hafi ekki sótt um listamannalaun Einar Kárason rithöfundur hefur ekki farið í felur með ósætti sitt vegna úthlutunar listamannalauna í ár. 13. janúar 2019 23:31
Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53
Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent