Voru fæst í belti þrátt fyrir tilmæli bílstjóra Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2019 11:04 Frá vettvangi slyssins á fimmtudag. Vísir/Jói K. Ferðamennirnir sem voru í rútunni sem valt við Hof í Öræfum á fimmtudag voru fæstir í belti, að sögn lögreglu. Búið er að ræða við bílstjóra rútunnar en hann hafði gefið farþegum tilmæli um að spenna beltin. Fjórir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur en þrír þeirra voru enn á gjörgæslu í gær. Meiðsl annarra farþega voru minniháttar en alls voru ferðamennirnir í rútunni 32, allir frá Kína.Sjá einnig: Þriðja stórslysið á 100 kílómetra kafla á Suðurlandsvegi Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að búið sé að ræða við flesta farþegana. Útlit sé fyrir að þeir hafi fæstir verið í bílbeltum þegar slysið varð. „Þetta er mjög misskipt eftir þjóðarbrotum, eftir því hver menningin er. Og bílstjórar eru að lenda í vandræðum með mörg þjóðarbrot sem virða þetta ekki og hlusta ekki á tilmæli og ábendingar um að nota belti.“Þyrla Landhelgisgæslunnar lendir með slasaða á Landspítalanum á fimmtudag.Vísir/VilhelmSveinn segir að búið sé að ræða við bílstjóra rútunnar. Hann hafi gefið farþegum tilmæli um að spenna belti áður en haldið var af stað. „Og ég veit að stærstur hluti bílstjóra er mjög samviskusamur með það. En það er ekki á þeirra ábyrgð að fólk sé í beltum, ekki nema fyrir þá sem eru undir fimmtán ára aldri. Þeir vissulega gefa allflestir upplýsingar og leiðsögumenn benda á þetta yfirleitt.“ Þá eru tildrög slyssins enn til rannsóknar en komið hefur fram að vegurinn á umræddum kafla er afar þröngur. Hornafjörður Lögreglumál Rútuslys við Hof Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Þrír enn á gjörgæslu eftir slysið við Hof Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. 17. maí 2019 10:38 Önnur þyrlan í skoðun og hin ekki útkallshæf Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir útreikninga sýna að nóg sé að Gæslan hafi hjá sér þrjár þyrlur. 17. maí 2019 15:30 Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11 Þriðja stórslysið á 100 kílómetra kafla á Suðurlandsvegi Björgunarsveitarfólk sem var á leið á landsþing Landsbjargar á Egilsstöðum í gær var á meðal þeirra sem komu til aðstoðar á slysstað við Hof í gær þar sem að rúta með 32 kínverska ferðamenn auk ökumanns fór út af veginum. 17. maí 2019 16:00 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ferðamennirnir sem voru í rútunni sem valt við Hof í Öræfum á fimmtudag voru fæstir í belti, að sögn lögreglu. Búið er að ræða við bílstjóra rútunnar en hann hafði gefið farþegum tilmæli um að spenna beltin. Fjórir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur en þrír þeirra voru enn á gjörgæslu í gær. Meiðsl annarra farþega voru minniháttar en alls voru ferðamennirnir í rútunni 32, allir frá Kína.Sjá einnig: Þriðja stórslysið á 100 kílómetra kafla á Suðurlandsvegi Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að búið sé að ræða við flesta farþegana. Útlit sé fyrir að þeir hafi fæstir verið í bílbeltum þegar slysið varð. „Þetta er mjög misskipt eftir þjóðarbrotum, eftir því hver menningin er. Og bílstjórar eru að lenda í vandræðum með mörg þjóðarbrot sem virða þetta ekki og hlusta ekki á tilmæli og ábendingar um að nota belti.“Þyrla Landhelgisgæslunnar lendir með slasaða á Landspítalanum á fimmtudag.Vísir/VilhelmSveinn segir að búið sé að ræða við bílstjóra rútunnar. Hann hafi gefið farþegum tilmæli um að spenna belti áður en haldið var af stað. „Og ég veit að stærstur hluti bílstjóra er mjög samviskusamur með það. En það er ekki á þeirra ábyrgð að fólk sé í beltum, ekki nema fyrir þá sem eru undir fimmtán ára aldri. Þeir vissulega gefa allflestir upplýsingar og leiðsögumenn benda á þetta yfirleitt.“ Þá eru tildrög slyssins enn til rannsóknar en komið hefur fram að vegurinn á umræddum kafla er afar þröngur.
Hornafjörður Lögreglumál Rútuslys við Hof Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Þrír enn á gjörgæslu eftir slysið við Hof Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. 17. maí 2019 10:38 Önnur þyrlan í skoðun og hin ekki útkallshæf Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir útreikninga sýna að nóg sé að Gæslan hafi hjá sér þrjár þyrlur. 17. maí 2019 15:30 Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11 Þriðja stórslysið á 100 kílómetra kafla á Suðurlandsvegi Björgunarsveitarfólk sem var á leið á landsþing Landsbjargar á Egilsstöðum í gær var á meðal þeirra sem komu til aðstoðar á slysstað við Hof í gær þar sem að rúta með 32 kínverska ferðamenn auk ökumanns fór út af veginum. 17. maí 2019 16:00 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þrír enn á gjörgæslu eftir slysið við Hof Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. 17. maí 2019 10:38
Önnur þyrlan í skoðun og hin ekki útkallshæf Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir útreikninga sýna að nóg sé að Gæslan hafi hjá sér þrjár þyrlur. 17. maí 2019 15:30
Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11
Þriðja stórslysið á 100 kílómetra kafla á Suðurlandsvegi Björgunarsveitarfólk sem var á leið á landsþing Landsbjargar á Egilsstöðum í gær var á meðal þeirra sem komu til aðstoðar á slysstað við Hof í gær þar sem að rúta með 32 kínverska ferðamenn auk ökumanns fór út af veginum. 17. maí 2019 16:00