Þrír enn á gjörgæslu eftir slysið við Hof Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2019 10:38 Sjúklingur fluttur inn á Landspítala í gær. Vísir/Vilhelm Þrír af fjórum einstaklingum sem fluttir voru alvarlega slasaðir á Landspítala í Fossvogi um kvöldmatarleytið í gær vegna rútuslyss á Suðurlandsvegi við Hof eru enn á gjörgæslu. Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Alls voru 33 í rútunni sem valt norðan við Fagurhólsmýri um þrjúleytið í gær, ferðamannahópur frá Kína og bílstjóri. Þrír einstaklingar til viðbótar við áðurnefnda fjóra leituðu aðhlynningar á Landspítala í gærkvöldi en voru útskrifaðir samdægurs, að því er fram kemur í tilkynningu. Sjúkrahús á Selfossi og Akureyri sinntu öðrum í hópnum. Landspítali var settur á gult viðbúnaðarstig vegna slyssins en upphaflega var talið að fleiri væru alvarlega slasaðir en raun bar síðan vitni. Var því leitað til sjúkrahúsa í Reykjanesbæ og á Akranesi og sjúklingar fluttir þaðan frá Landspítala. „Landspítali þakkar þessum aðilum sérstaklega gott samstarf og sömuleiðis jafnt sjúklingum sem aðstandendum þeirra. Allir sýndu stöðunni mikinn skilning,“ segir í tilkynningu Landspítala. Samstarf viðbragðsaðila hafi jafnframt verið „hnökralaust“. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagði í samtali við Vísi í morgun að skýrsla verði tekin af farþegum í dag. Kannað verði nánar við skýrslutökuna hvort farþegarnir hafi verið í bílbeltum. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Varðstjóri sjúkraflutninga: „Ein þyrla ekki nóg“ Rafal Figlarski segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. 16. maí 2019 23:10 Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01 Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Þrír af fjórum einstaklingum sem fluttir voru alvarlega slasaðir á Landspítala í Fossvogi um kvöldmatarleytið í gær vegna rútuslyss á Suðurlandsvegi við Hof eru enn á gjörgæslu. Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Alls voru 33 í rútunni sem valt norðan við Fagurhólsmýri um þrjúleytið í gær, ferðamannahópur frá Kína og bílstjóri. Þrír einstaklingar til viðbótar við áðurnefnda fjóra leituðu aðhlynningar á Landspítala í gærkvöldi en voru útskrifaðir samdægurs, að því er fram kemur í tilkynningu. Sjúkrahús á Selfossi og Akureyri sinntu öðrum í hópnum. Landspítali var settur á gult viðbúnaðarstig vegna slyssins en upphaflega var talið að fleiri væru alvarlega slasaðir en raun bar síðan vitni. Var því leitað til sjúkrahúsa í Reykjanesbæ og á Akranesi og sjúklingar fluttir þaðan frá Landspítala. „Landspítali þakkar þessum aðilum sérstaklega gott samstarf og sömuleiðis jafnt sjúklingum sem aðstandendum þeirra. Allir sýndu stöðunni mikinn skilning,“ segir í tilkynningu Landspítala. Samstarf viðbragðsaðila hafi jafnframt verið „hnökralaust“. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagði í samtali við Vísi í morgun að skýrsla verði tekin af farþegum í dag. Kannað verði nánar við skýrslutökuna hvort farþegarnir hafi verið í bílbeltum.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Varðstjóri sjúkraflutninga: „Ein þyrla ekki nóg“ Rafal Figlarski segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. 16. maí 2019 23:10 Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01 Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Varðstjóri sjúkraflutninga: „Ein þyrla ekki nóg“ Rafal Figlarski segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. 16. maí 2019 23:10
Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01
Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11