Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 23:42 Spjót dómsmálaráðuneytis Trump forseta beinast nú að CIA sem hóf gagnnjósnarannsókn á samskiptum framboðs hans við Rússa árið 2016. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið falast nú eftir því að ræða við fulltrúa leyniþjónustunnar CIA vegna endurskoðunar þess á Rússarannsókninni svonefndu. Svo virðist sem að ráðuneytið vilji kanna ályktanir leyniþjónustunnar um að rússnesk stjórnvöld hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016 til að hjálpa Donald Trump að sigra. Eftir að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegu samráði á milli útsendara þeirra og forsetaframboðs Trump, boðaði William Barr, nýr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, endurskoðun á rannsókninni. Repúblikanar hafa lengi krafist rannsóknar á rannsókninni og þeir halda því meðal annars fram að njósnað hafi verið um starfsmenn framboðs Trump.New York Times segir að ráðuneytið vilji nú ræða við að minnsta kosti einn gagnnjósnasérfræðing og háttsettan greinanda hjá CIA í tengslum við endurskoðunina. Þeir tóku báðir þátt í rannsókn stofnunarinnar á herferð rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Mueller komst að afdráttarlausri niðurstöðu um að rússnesk stjórnvöld hafi vissulega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar með það fyrir augum að hjálpa Trump að sigra. Ákærði hann meðal annars rússneskt fyirtæki og einstaklinga því tengda sem ráku leynilega áróðursherferð á samfélagsmiðlum. Staðfesti Mueller þannig ályktun leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna sem legið hefur fyrir í tvö ár. Trump hefur hins vegar staðfastlega neitað að taka undir mat leyniþjónustustofnana sinna. Forsetinn hefur jafnvel tekið upp hanskann fyrir Vladímír Pútín Rússlandsforseta og sagst trúa neitunum hans umfram bandarískar leyniþjónustustofnanir.Órói innan CIA vegna endurskoðunarinnar CIA hóf svokallaða gagnnjósnarannsókn á forsetaframboði Trump þegar árið 2016 þegar hún fékk spurnir af grunsamlega tíðum samskiptum starfsmanna þess við Rússa. Barr hefur sagst vilja komast til botns í hvernig það kom til og hvort löggæsluyfirvöld hafi misnotað vald sitt. Endurskoðunin er sögð valda fulltrúum CIA áhyggjum og heilabrotum. Þó að endurskoðun dómsmálaráðuneytisins sé ekki sakamálarannsókn furða þeir sig á því hvers vegna greiningarvinna leyniþjónustunnar sé undir endurskoðun saksóknara komin. Gina Haspel, forstjóri CIA, hefur sagt að stofnunin muni vinna með John H. Durham, alríkissaksóknara sem Barr dómsmálaráðherra fól að endurskoða Rússarannsóknina. Hún muni þó ekki veita upplýsingar sem geti stefnt heimildarmönnum, aðferðum eða sambandi við bandamenn í hættu. Þrátt fyrir að Mueller hafi í rannsókn sinni ekki talið sýnt fram á glæpsamlegt samráð á milli forsetaframboðs Trump og útsendara rússneskra stjórnvalda lýsti hann fjölda samskipta þeirra á milli í skýrslu sinni. Nokkrir starfsmenn framboðsins voru ákærðir fyrir að ljúga um samskipti sín við Rússa, þar á meðal fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kosningastjóri hans, aðstoðarkosningastjóri og ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Enn ein rannsóknin á rannsókninni sett á laggirnar William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 14. maí 2019 10:15 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið falast nú eftir því að ræða við fulltrúa leyniþjónustunnar CIA vegna endurskoðunar þess á Rússarannsókninni svonefndu. Svo virðist sem að ráðuneytið vilji kanna ályktanir leyniþjónustunnar um að rússnesk stjórnvöld hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016 til að hjálpa Donald Trump að sigra. Eftir að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegu samráði á milli útsendara þeirra og forsetaframboðs Trump, boðaði William Barr, nýr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, endurskoðun á rannsókninni. Repúblikanar hafa lengi krafist rannsóknar á rannsókninni og þeir halda því meðal annars fram að njósnað hafi verið um starfsmenn framboðs Trump.New York Times segir að ráðuneytið vilji nú ræða við að minnsta kosti einn gagnnjósnasérfræðing og háttsettan greinanda hjá CIA í tengslum við endurskoðunina. Þeir tóku báðir þátt í rannsókn stofnunarinnar á herferð rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Mueller komst að afdráttarlausri niðurstöðu um að rússnesk stjórnvöld hafi vissulega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar með það fyrir augum að hjálpa Trump að sigra. Ákærði hann meðal annars rússneskt fyirtæki og einstaklinga því tengda sem ráku leynilega áróðursherferð á samfélagsmiðlum. Staðfesti Mueller þannig ályktun leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna sem legið hefur fyrir í tvö ár. Trump hefur hins vegar staðfastlega neitað að taka undir mat leyniþjónustustofnana sinna. Forsetinn hefur jafnvel tekið upp hanskann fyrir Vladímír Pútín Rússlandsforseta og sagst trúa neitunum hans umfram bandarískar leyniþjónustustofnanir.Órói innan CIA vegna endurskoðunarinnar CIA hóf svokallaða gagnnjósnarannsókn á forsetaframboði Trump þegar árið 2016 þegar hún fékk spurnir af grunsamlega tíðum samskiptum starfsmanna þess við Rússa. Barr hefur sagst vilja komast til botns í hvernig það kom til og hvort löggæsluyfirvöld hafi misnotað vald sitt. Endurskoðunin er sögð valda fulltrúum CIA áhyggjum og heilabrotum. Þó að endurskoðun dómsmálaráðuneytisins sé ekki sakamálarannsókn furða þeir sig á því hvers vegna greiningarvinna leyniþjónustunnar sé undir endurskoðun saksóknara komin. Gina Haspel, forstjóri CIA, hefur sagt að stofnunin muni vinna með John H. Durham, alríkissaksóknara sem Barr dómsmálaráðherra fól að endurskoða Rússarannsóknina. Hún muni þó ekki veita upplýsingar sem geti stefnt heimildarmönnum, aðferðum eða sambandi við bandamenn í hættu. Þrátt fyrir að Mueller hafi í rannsókn sinni ekki talið sýnt fram á glæpsamlegt samráð á milli forsetaframboðs Trump og útsendara rússneskra stjórnvalda lýsti hann fjölda samskipta þeirra á milli í skýrslu sinni. Nokkrir starfsmenn framboðsins voru ákærðir fyrir að ljúga um samskipti sín við Rússa, þar á meðal fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kosningastjóri hans, aðstoðarkosningastjóri og ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Enn ein rannsóknin á rannsókninni sett á laggirnar William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 14. maí 2019 10:15 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira
Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00
Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39
Enn ein rannsóknin á rannsókninni sett á laggirnar William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 14. maí 2019 10:15